Leita í fréttum mbl.is

Mæli með þessu....hehe:)

Dag nokkurn þegar maðurinn kemur heim frá vinnu sinni kemur hann að öllu gjörsamlega á hvolfi í húsinu..
Börnin hans 3 voru úti, ennþá í náttfötunum að leika sér í drullunni með neastisboxin tóm og umbúðapappír var stráð ut um alla lóðina…
Dyrnar voru opnar á bíl frúarinnar, sama sagan var með útidyrnar á húsinu..
Þegar hann kom inn í forstofuna blasti við honum enn meiri óreiða.
Lampi hafðu verið felldur um koll, gólfmottan var kuðluð við einn vegginn.
Í næsta herbergi var teiknimynd í TV og á hæsta styrk og leikföng af öllum stærðum og gerðum voru dreifð um allt herbergið.
Í eldhúsinu .. diskarnir flæddu út úr vaskinum.. morgunmaturinn var sullaður út um allt borð.. hundamatur út um allt gólf….
brotið glas var undir borðinu, smá sandhrúga var við bakdyrnar .
Hann hraðaði sér upp stigann, troðandi á leikföngunum og fatahrúgum í leit að konu sinni.
Hann hafði áhyggjur af því hvort hún hefði orðið veik eða eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir.
Hann fann hana hangsandi inni í svefnherbergi, ennþá í krumpuðum náttfötunum að lesa smásögu.
Hún leit brosandi á hann og spurði hvernig dagurinn hefði verið.
Hann leit á hana ringlaðurog spurði, "Hvað skeði hér í dag?"
Hún leit aftur brosandi á hann og svaraði:
"Þú spyrð mig á hverjum degi þegar þú kemur úr vinnunni hvað ég hafi eiginlega verið að gera í allan dag?"
"Já" segir hann tortrygginn.
Hún svarar. "Jæja, í dag gerði ég ekkert!!!"

Frá kírópraktors til barnalæknis!

Fórum og hittum frábæran kírópraktor í dag sem skoðaði Sigga Kalla í bak og fyrir. Eftir nána stoðkerfisskoðun kallaði hann á samstarfskonu sína og bað hana um að koma líka með sitt álit.

Niðurstaðan er sú að Siggi Kalli er með slappa vöðva aftan á hálsi sem þau gátu ekki gefið skýringar á. Þrátt fyrir að við séum ekki búin að vera nógu dugleg að láta hann liggja á maganum þá skýrir það ekki af hverju vöðvarnir eru svona, enda er Siggi mikið á handlegg og þá eiga hálsvöðvarnir að styrkjast líka. Því þarf litla skinnið að fara til barnalæknis til að útiloka aðra þætti áður en eitthvað verður aðhafst hjá kírópraktornum. En einnig fann kírópraktorinn spennu hægra megin í hálsinum á honum (sem útskýrir kannski af hverju hausinn leitar yfirleitt til hægri), á milli herðablaðanna og neðst í bakinu á honum sem hann vill fá að vinna með þegar barnalæknir er búinn að gera sitt. Við bíðum því núna eftir símtali frá barnalækni eða okkar eigin lækni þegar hann er búinn að fylla út beiðnina til barnalæknisins en kírópraktorinn vildi sjálfur senda okkar lækni bréf um ástandið og biðja um flýtimeðferð. Í Danmörku er ekki hægt að fara beint til sérfræðinga og þarf því allt að fara í gegnum heimilislækna fyrst, þeir fylla út beiðni til sérfræðinganna (sem í þessu tilfelli verður barnalæknir. Spurning er svo hvort Siggi fari í sjúkraþjálfun en kírópraktorinn sagði að það væru til sérstakir sjúkraþjálfarar fyrir ungabörn. En við munum samt örugglega fara aftur til þessa kírópraktors líka, hann var alveg frábær og á meira að segja sjálfur barn fætt nokkrum dögum á undan Sigga Kalla:)

Nú er bara að bíða og sjá....vonum bara að þetta sé eitthvað sem hægt verður að þjálfa upp hjá litla prinsinum okkar.


Á leiðinni til kírópraktors!

Hjúkkan kom til okkar í gær í sitt reglubundna eftirlit og skoðaði Sigga Kalla í bak og fyrir. Hann heldur áfram að blómstra á vigtinni og mældist 6200 gr. Takk fyrir pent! Allt annað kom líka vel út nema það að hann vill ekki lyfta höfðinu beint upp þegar hann liggur á maganum né draga höfuðið að búknum þegar hann er tosaður upp á höndunum. Taldi hjúkkan ástæðuna vera þá að eitthvað væri að hrjá hann aftan á hálsinum og sagði það algengt hjá börnum sem lenda í erfiðum fæðingum. Það gæti einnig verið ástæðan fyrir því af hverju hann er svona órólegur og eins vill Siggi Kalli helst alltaf sofa með eitthvað undir hausnum á daginn. Hún mælti hiklaust með kírópraktor strax og ákváðum við að prófa það og fengum tíma strax á morgun. Nú er bara að sjá og vona að eitthvað verði hægt að gera fyrir litla skinnið..... Einnig vonumst við til að kírópraktorinn kunni einhver ráð við magakveisunni, en þó að hann sé miklu skárri í maganum þá tekur hann ennþá sínar tarnir á kvöldin og er órólegur flesta daga.

Persónulega veit ég ekkert um kírópraktora, en hjúkkan sagði að þessir sem hún mælti með væru sérstaklega vanir að taka ungabörn og þá væru ekki notaðar hnykkingar eins og hjá fullorðnum og því væri ekkert að óttast. Annað hvort gætu þeir hjálpað eða ekki. Fyrir nokkrum árum máttu hjúkkurnar ekki mæla með þeim en í dag mættu þær það. Eini gallinn er sá að kírópraktorar flokkast ekki undir "heilbrigðiskerfið" og því þarf að borga fyrir þjónustuna....og það ekki lítið!! En ef þetta hjálpar Sigga Kalla þá er mér nett sama hvað þetta kostar. Allt til að honum líði betur.

Þekkir einhver ykkar góðar sögur af meðferð kírópraktora?? Vantar smá staðfestingu á að við séum að gera rétt!


Tómt í kotinu!

Já nú eru síðustu gestir sumarsins búnir að kveðja okkur og því orðið tómlegt í kotinu hjá okkur. Tengdó, Bjögga mágkona og Arnór sonur hennar fóru laugardagskvöldið eftir skemmtilega og viðburðaríka daga og verð ég að viðurkenna að það var erfitt að sjá á eftir þeim....enda búið að vera yndislegt að hafa þau hjá okkur og hver veit nema það líði margir mánuðir þangað til við hittum aðra nána fjölskyldumeðlimi. Þessa daga sem þau voru hjá okkur þá fóru reyndar fyrstu dagarnir í veikindi en við náðum samt að fara öll saman í Legoland, Friheden, labba miðbæinn og fleira skemmtilegt. Þegar þau komu til okkar þá komu þau með fulla tösku af íslenskum vörum og fullt af gjöfum handa strákunum, bæði frá þeim, sem og frá Stínu frænku og Beggu, Valla og stelpunum.....ástarþakkir fyrir strákana og takk elsku Domma, Hemmi, Bjögga og Arnór fyrir frábæra daga saman og allt sem þið gáfuð okkur**Fjölskyldan fyrir framan tívolí FrihedenSæt mæðgin á kaffihúsi:)Bjögga mágkona og Arnór hress á Jensens böfhusSíðasta kvöldið okkar saman og við fengum okkur ribs í matinn

Í gær tókum við daginn rólega, gerðum hreint, fórum í göngutúr í góða veðrinu upp í búð og svo fórum við í mat til Halls, Steinunnar, Áróru og litla Halls upp í Egebjerg. Þótt ótrúlegt sé þá var litli Hallur bara viku gamall í gær og þau strax tilbúin til að halda heljarinnar matarboð. Litli Hallur er alveg yndislegur og var alveg frábært að eyða kvöldinu með þeim fjölskyldunni. Það sem var líka frekar fyndið er að Siggi Kalli sofnaði á leiðinni uppeftir til þeirra og svaf allan tímann utan við smá sopa um kvöldmatarleytið....en venjulega er þessi tími dags erfiðastur fyrir hann. Greinilegt að honum leið vel í Egebjerginu:) Takk fyrir snilldar mat og góðan félagsskap elsku vinir**Í göngutúr í góða veðrinu Smá stærðarmunur á Sigga Kalla og litla Halli, mánuður á milli:)Steinunn með gullmolana sína og Hermann:)Siggi Kalli svaf eins og steinn í nuddstólnum

Dagurinn í dag fór svo í að klára að ganga frá hinum ýmsu hlutum eins og að skrá Sigga Kalla í kirkjuna hérna í Danmörku og einnig fór Hermann í sína fyrstu tannlæknaheimsókn. Enn og aftur sýndi Hermann okkur hvað hann er ótrúlegt barn, hann settist með bros á vör í stóra tannlæknastólinn, opnaði munninn og gerði allt sem tannlæknirinn bað hann um án þess að kvarta. Var síðan alsæll með nýja tannburstann sem hann fékk í verðlaun og litla lyklakippuhjólabrettið sem hann valdi sér úr verðlaunakassanum:) Að sjálfsögðu brunuðum við svo í bæinn og keyptum handa honum ís og verðlaun;)Þokkalega glaður með verðlaunin sín:)Hermann hjá tannlækninum

Annars er það að frétta af Sigga Kalla að hann er orðinn örlítið skárri í maganum og því mesta magakveisutímabilið vonandi búið. Hann stækkar og stækkar og er alveg yndislegur:)

 Að lokum.....Hann pabbi minn á afmæli á morgun og Fríða Margrét besta vinkona Hermanns á miðvikudaginn......Innilega til hamingju með daginn elsku pabbi minn og Fríða Margrét** 

P.s. Smartsíminn er búinn að vera bilaður síðustu daga og erum við að reyna að laga hann, vonumst til að það gangi í dag eða á morgun.


Smá fréttaskot frá okkur!

Þar sem sólarhringarnir eru allt of fljótir að líða þessa dagana þá er enginn tími fyrir blogg en hér koma þó pínu fréttir frá okkur:)

Hermann með Arnóri frænda sínum og afa HermanniSíðasta vika fór í veikindi hjá eldri syni og tók ég við af honum með hálgsbólgu og hitavellu, en er þó að hressast og kallinn að veikjast í staðinn!! Tengdó, Bjögga mágkona og Arnór sonur hennar eru hér hjá okkur og verða fram á laugardag. Hermann nýtur þess svo sannarlega að hafa þau öll til að stjana við sig og þá er hann sérstaklega hrifinn af Arnóri frænda sínum sem hann reynir endalaust að fá með sér í bílaleik og fleira skemmtilegt:)
Við höfum gert margt skemmtilegt saman síðustu daga, þó ekki eins mikið og við hefðum viljað vegna veikindanna. En við fórum þó á sunnudaginn í Friheden tivolíið og svo á mánudaginn í Legoland og var það alveg frábært. Fjöldinn í Legolandi var að þessu sinni viðráðanlegur og voru alveg ótrúlega fáir í Friheden....semsagt mjög næs:) Í gær tókum við svo bíltúr upp á Himmelbjerget en stoppuðum stutt á "fjallinu" þar sem það kom mígandi rigning.

Í dag fór Hermann á leikskólann fyrir 8 þar sem búið var að plana ferð á einhverja strönd á deildinni hans og var sú ferð alveg til klukkan 2 og var Hermann því glaður og þreyttur eftir þennan strandardag.....samt var ekki beint sumarveður í dag, rigning og rigning.....

Siggi Kalli fór í sína 5 vikna skoðun í dag (er reyndar 6 vikna í dag en læknirinn okkar var í fríi í síðustu viku) og fékk hann mjög góða skoðun. Eiginlega of góða hvað þyngd varðar þar sem hann er orðinn 6 kíló!! Jebb....algjör hlunkur og trúði læknirinn varla tölunum. Var 3900 gr. við fæðingu og léttist fyrstu dagana en hefur svo bætt á sig heldur betur síðan. Hann er einnig orðinn 61,5 cm. og því rýkur hann vel upp úr kúrfunni sinni bæði í þyngd og hæð:) Öll önnur skoðun kom líka vel út og því allt eins og það á að vera...Guði sé lof:) Hann hefur reyndar verið frekar órólegur síðustu vikur og átt mjög slæm tímabil í kringum kvöldmatarleytið.....mikil magakveisa og vanlíðan. Það hefur þó skánað síðustu daga þannig að hann er vonandi allur að koma til:)

Planið næstu daga er svo að njóta síðustu daganna með tengdó og að kíkja á litla prinsinn þeirra Steinunnar og Halls en hann fæddist þann 10. ágúst og getum við ekki beðið eftir að fá að knúsa hann pínu:) Elsku fjölskylda.....innilega til hamingju með gullmolann ykkar**

Set inn fleiri myndir seinna.....biðjum að heilsa þangað til;)


Búið að nefna og snáðinn orðinn eins mánaða:)

Siggi Kalli á kaffihúsiÞótt ótrúlegt sé þá er liðinn heill mánuður síðan litli prinsinn kom í heiminn. Á þessum tíma höfum við gert margt skemmtilegt og hefur tíminn liðið mjög hratt. Eitt kvöldið þegar við borðuðum saman hér heima með mömmu, pabba, Erlu systir og fjölskyldu og Svenna bróður og fjölskyldu ákváðum við að nefna drenginn.....en við vorum þá búin að ákveða nafn en ekki skírnar/nafnadag. En prinsinn fékk semsagt nafnið Sigurður Karl og virðist það fara honum bara vel. Ástæðan fyrir því að við skírðum hann þessu nafni er sú að mamma mín heitir Með mömmu og pabba á kaffihúsi á göngugötunniSigríður og bjargaði hún okkur algjörlega þegar snáðinn fæddist með því að sjá um Hermann fyrir okkur, því ekki var sjálfgefið að hún kæmi ein fljúgandi án pabba sem lenti á spítala kvöldið fyrir flugið. Ég veit að við hefðum lent í vandræðum ef hún hefði ekki komið þar sem við lentum eins og þið vitið í næstu borg með snáðann og vorum alla spítalaleguna þar. Nafnið Karl er í höfuðið á Kalla móðurbróður mínum sem lést úr krabbameini fyrir tæpum tveimur árum en hann var mér og systkinum mínum mjög kær. Þá var hann sérstaklega tengdur Flottir frændur, Hermann og Hreinsi Kárimömmu minni og því tilvalið að setja þau systkinin saman í eitt nafn. Einnig á ég tvo eldri bræður sem heita þessum nöfnum (næstelsti bróðir minn heitir Sigurður og elsti bróðir minn Karl sem seinna nafn) og því gaman að geta skírt í höfuðið á þeim líka. Þá bera báðir synir mínir nöfn bræðranna minna þriggja (Sigurður, Karl og Veigar). Síðan er bara stóra spurningin hvenær við skírum prinsinn og hvar.....en það kemur í ljós seinna.

Hermann og Svenni bróðir (nafnarnir) í klessubílunum í tívolíinu í ÁrósumSiggi Kalli (eins og við köllum hann) dafnar mjög vel og er orðinn vel búttaður og flottur. Það eina sem hefur hrjáð hann eru vindverkir og magakveisa. Hann er mjög duglegur að drekka og lætur yfirleitt aldrei líða meira en 2 tíma á milli gjafa, hvort sem það er dagur eða nótt. En þar sem magaverkirnir hafa ekkert verið að lagast, þótt síður sé, þá ákváðum við í kvöld að prófa Minifom, en það hjálpaði Hermanni mikið á sínum tíma. Þar sem Minifomið er ekki til í Danmörku þá fengum við flösku lánaða hjá henni Bryndísi minni í mömmuklúbbnum þangað Hermann, Raggi, pabbi og Hreinsi Kári í Legolanditil tengdó kemur í næstu viku....takk elsku Bryndís* Svo er bara að vona að Minifomið virki vel, það er svo erfitt að hlusta á greyið gráta svona.

Í næstu viku koma svo tengdó í heimsókn til okkar ásamt Bjöggu mágkonu og Arnóri syni hennar. Þau ætla að vera hjá okkur í 10 daga og hlökkum við mikið til að fá þau. Það verður því áfram gaman hjá okkur næstu 2 vikur og þá sérstaklega veit ég að Hermanni á eftir að njóta þess sérstaklega að fá fleiri Í garði drottningarinnar með Karolínu frænkuleikfélaga:)

Frá því að fjölskyldan mín kom til okkar þá höfum við gert margt saman..... samt hefði ég viljað gera meira með þeim.  En þegar maður er nýbúinn að fara í keisara og með nýfætt barn þá er bara ekki hægt að gera allt sem maður vill. Við fórum nú samt saman í Legoland, í Friheden tívolíið í Árósum, fórum í bæjarferðir hér í Horsens og fleira. Einnig fórum við í gær í bambagarðinn í Vejle og í dag í Sandra María sæta frænka mín og nafna að fá koss frá Hermannimiðbæjarrölt í Árósum með Karolínu bróðurdóttur minni, en hún kom til okkar á þriðjudaginn og ætlar að vera fram á fimmtudag í næstu viku. 
Mamma og pabbi fóru til Íslands á fimmtudaginn seinasta og var mikil eftirsjá af þeim. Það er búið að vera svo mikið öryggi að hafa þau hjá okkur og þá hefur Hermann Veigar notið þess hvað mest, en þau stjönuðu mikið við hann og léku og hefur það án efa hjálpað honum við að aðlagast stóra bróður hlutverkinu. Hermann hefur ekki þurft að finna fyrir því hve mikinn tíma litli bróðir tekur og Systurnar Sigga Stína og Guðrún María á Jensensekki þurft að deila athygli okkar foreldranna þar sem amman og afinn leystu okkur af þegar á þurfti að halda. Einnig var ómetanlegt að hafa þau hér hjá okkur til að aðstoða okkur við hin ýmsu heimilisverk þar sem ég mátti að sjálfsögðu ekki gera mikið fyrstu dagana eftir að ég kom heim. 
Elsku mamma og pabbi.....ástarþakkir fyrir allar íslensku vörurnar sem þið komuð með, allar gjafirnar og alla aðstoðina síðustu vikur. Takk fyrir að vera okkur alltaf innan handar og fyrir að vera Hermanni svona mikils Við fjölskyldan daginn sem Siggi Kalli fékk nafnvirði. Ykkar er sárt saknað og vonumst við til að sjá ykkur sem allra fyrst aftur.
Elsku Svenni bróðir, Erla systir og fjölskyldur.....takk fyrir skemmtilegan tíma saman hér í Horsens, það var frábært að fá ykkur í heimsókn og við þökkum fyrir allar gjafirnar, íslensku vörurnar og alla skemmtunina. Stórt knús til allra krakkanna fyrir að vera svona dugleg að leika við Hermann Veigar:)

Hermann að kveðja Emil, besta vin sinnEn það eru fleiri sem hafa kvatt okkur síðustu vikur......Kolla, Hlynur og strákarnir fluttu heim til Íslands um miðjan mánuðinn og var erfitt að sjá á eftir þeim. Hermann og Emil hafa verið bestu vinir í allan vetur og veit ég að Hermann á eftir að sakna Emils þegar lengra líður á sumarið og allir gestirnir verða farnir frá okkur. Það sama á við um mig...en Kolla hefur verið mín besta vinkona í allan vetur og er erfitt að hugsa um næsta vetur án hennar, enda ómetanlegt að hafa svona góða vinkonu í næsta húsi sem maður gat alltaf leitað til. En við eigum pottþétt eftir að halda góðu sambandi í gegnum síma og net og vonandi mun Kolla eða þau öll koma til okkar í fríum:)

Það eru semsagt mikið að gera hjá okkur þessa dagana og hefur tölvan ekki verið sett ofarlega á forgangslistann og því get ég ekki lofað öðru bloggi fljótlega....enda alveg spurning hver nennir svo sem að lesa svona langt blogg, hehe:)

Fyrir þá sem vilja sjá fleiri myndir af okkur fjölskyldunni er bent á barnalandssíðu strákanna, www.hermannveigar.barnaland.is

Svo vil ég nota tækifærið og óska þeim Anítu Ösp og Siggu Stínu til hamingju með afmælin sín en Aníta varð 16 ára þann 30. júlí og Sigga Stína verður 11 ára þann 4. ágúst. Til hamingju elsku frænkur**


Fjölskyldudagar

Mikið er gaman að hafa fjölskylduna sína hjá sér......Svenni bróðir og fjölskylda komu aðfaranótt laugardagsins og svo kom Erla systir með sína fjölskyldu á mánudaginn og var alveg frábært að hitta þau öll. Við höfum átt fínar stundir saman og borðuðum við m.a. dýrindis nautasteik hér heima á mánudaginn sem Svenni aðalkokkur græjaði handa okkur. Í gær komu svo Kolla, Hlynur og strákarnir í mat til okkar ásamt Kiddu vinkonu þar sem þetta var síðasti dagur þeirra í Horsens, en þau eru að flytja heim til Íslands á laugardaginn og fór búslóðagámurinn í gær. Jeminn hvað ég á eftir að sakna þeirra, þá náttúrulega fyrst og fremst hennar Kollu minnar og einnig veit ég að Hermann á eftir að verða vængbrotinn án Emils besta vinar síns. Það er bara vonandi að þau eigi eftir að koma til okkar í sumarfríum og að Kolla komi í heimsókn til mín í "mæðraorlofum" og þá verður sko pottþétt farið í H&M og kíkt á kaffihús og fengið sér Nachos:)

Í dag fóru þau Hermann Veigar og mamma ásamt systkinum mínum og fjölskyldum í Givskud dýragarðinn en Raggi var að hjálpa Hlyni að mála en ég og pabbi höfðum það voða kósý hér heima með litla prinsi. Litli prins er alveg endalaust vær og góður og sefur nánast allan daginn á milli þess sem hann drekkur. Ótrúlegt hvað við erum heppin með strákana okkar.....en Hermann var nákvæmlega svona þegar hann var ungabarn. Þeir eru reyndar líka sammála um það bræðurnir að næturnar séu til að drekka á 2ja tíma fresti og er því ekki mikið um langa blunda hjá mér þessa dagana. En ég vinn það bara upp í ellinni, þangað til verð ég bara sæt með bauga undir augum, hehe:)

Ég lofaði Kollu og Kiddu að setja inn uppskriftina af kjúllanum sem ég var með í matinn í gærkvöldi....gjössovel skvísur;
Kjúklingabringur kryddaðar með Provengale kryddinu og vafðar með beikoni. Bringurnar eru svo steiktar á pönnu í gegn (en samt ekki þannig að þær verði þurrar) og þá er hellingur af papriku sett út á pönnuna, léttsteikt með lokið á og því næst hellt rjóma yfir allt saman og látið krauma. 
Þetta er mjög einföld uppskrift en tekur smá tíma að gera. 

Á föstudaginn fyrir viku skírðu Jón og Elísa litla prinsinn sinn og fékk hann nafnið Höskuldur Ægir.....Innilega til hamingju elsku fjölskylda** Vonandi eigum við eftir að sjá myndir af litla frændanum okkar bráðlega:)

Svo þökkum við kærlega fyrir allar hamingjuóskirnar og gjafirnar sem við höfum fengið handa litla prinsi:) Góða helgi öll sömul**


Beðið eftir pabba!

Við strákarnir mínir og mamma sitjum hér heima og bíðum spennt eftir pabba mínum en Raggi fór og sótti hann til Billund. Hermann er búinn að bíða spenntur í rúmlega viku eftir afa sínum (frá því að hann átti að koma með mömmu minni en lenti á spítala kvöldið áður) og fékk hann því að leggja sig í dag eftir leikskólann til að geta vakað eftir afa sínum í kvöld. Jeminn hvað ég hlakka til að sjá hann pabba minn, enda næstum heilt ár síðan ég sá hann síðast.

Litlu gullmolarnir okkar:)Hér hefur annars allt gengið vel síðustu daga, litli prins er algjör draumur, sefur mest allan daginn á milli þess sem hann drekkur. Þvílíkir gullmolar sem við eigum.

Við hjónin áttum eins árs brúðkaupsafmæli í gær en héldum ekkert upp á það. Hins vegar ákváðum við að hafa góðan mat í kvöld til að pabbi fengi gott að borða þegar hann kæmi til okkar eftir flugferðalagið. Í matinn var semsagt íslenskur léttreyktur lambahryggur sem Svenni bróðir og Marzenna gáfu okkur fyrir svolitlu síðan, auðvitað voru svo Ora baunir með, brúnaðar kartöflur, sósa og íslenskt bland (malt og appelsín). Ekki amalegt það;)

Svo er bara að njóta næstu daga með mömmu og pabba og bíða svo eftir næstu gestum sem verða Svenni, Marzenna og Sandra María litla frænka/nafna, en þau koma á föstudagskvöldið. Þannig að það eru heldur betur fjölskyldudagar framundan hjá okkur:)


Og það var strákur:)

Jæja, þá er fjölskyldan komin heim með nýja fjölskyldumeðliminn. Klukkan 8:45 þann 2. júlí kom fallegur prins í heiminn með keisaraskurði. Þar sem erfiðlega gekk að koma Hermanni í heiminn á sínum tíma þá var ákveðið að fara í keisaraskurð til að koma í veg fyrir erfiða fæðingu og einnig til að taka ekki sjéns á öðrum "stjernekikker", en Hermann kom í heiminn með nefið upp í loftið og kallast það "stjernekikker" á dönsku. Minnstu munaði að sú fæðing myndi enda í keisara, en með margföldum mænudeyfingarskömmtum, þremur sogklukkum og öllum tiltækum ráðum kom hann í heiminn á "eðlilegan hátt", en þá tók ljósan sig til og lagðist ofan á bumbuna og þrýsti honum þannig út. Að sjálfsögðu fór ég sjálf mjög illa eftir fæðinguna og var svæfð med det samme til að hægt væri að sauma og græja. Hermann fór í hitakassa en var fljótur að jafna sig sem betur fer.

Vitandi það að keisarafæðing yrði "ekkert mál" fórum við pollróleg upp á spítala klukkan rúmlega 6 miðvikudagsmorguninn. Þegar loksins náði að mænudeyfa kom í ljós að ég var enn með smáFyrsta myndin af prinsinum sársaukatilfinningu en þó ekkert að ráði. Því var ákveðið að skera og ná í barnið. Ekki vildi þó betur til en svo að hann var pikkfastur, ekki kominn ofan í grind og því alls ekki tilbúinn til að koma í heiminn. Eftir mikil læti og nokkur tog með sogklukku (sem ég hef reyndar aldrei heyrt að væri notað í keisara) náðist hann út. Verð ég að viðurkenna að sú hugmynd mín að keisarafæðing væri ekkert mál kollféll þarna á augabragði. Án gríns þá hélt ég að þetta væri mitt síðasta......

Í ljós kom að um stóran og myndarlegan dreng var að ræða, 55 cm. og 3900 grömm. Samt alls ekkert á leiðinni í heiminn að sögn skurðarlæknis og ljósmóður. En allt leit vel út fyrst um sinn, prinsinn virtist sáttur og var rólegur í vöggunni sinni á meðan ég var í nettu lyfjarússi. Strax á vöknun var samt tekið eftir því að hann Kominn til Randers á vökudeildandaði með miklum hljóðum og var læknir fenginn til að hlusta hann. Jú...eitthvað var ofan í honum eins og gerist oft með keisarabörn en með því að snúa honum og hreyfa reglulega þá ætti hann að vinna á því sjálfur. Þegar við komum upp á sængurkvennadeild um hádegið var frábær íslensk hjúkrunarkona sem sá um okkur og fannst henni ekki ennþá í lagi með hljóðin í honum. Um 2 leytið fór hún með hann til læknis og lét kíkja á hann.....í ljós kom að hann var mjög slappur og andardrátturinn ekki eins og hann átti að vera. Hann fékk því súrefni, legvatn var hreinsað betur upp úr honum og síðan var hann settur í hitakassa og brunað með hann í sjúkrabíl til Randers, en það er bær í 45 mín. fjarlægð þar sem góð vökudeild er. Raggi kom svo til mín og tilkynnti mér að prinsinn þyrfti til Randers og ekki væri pláss fyrir mig og kæmi annar sjúkrabíll að sækja mig, sem hann og gerði 2Orðinn hress og kominn á tímum seinna. Raggi fór svo sjálfur á okkar bíl. Hann kom fyrst við heima til að tala við Hermann og mömmu en þau biðu eftir að hann kæmi að sækja þau til að koma í heimsókn upp á spítalann, enda Hermann orðinn spenntur að koma og sjá litla bróður. Þegar Raggi kom til Randers var búið að græja litla prins í vélar, setja pensilín í æð og skoða hann í bak og fyrir. Sem betur fer var hann þá orðinn hressari en öryggisins vegna var honum haldið undir stöðugu eftirliti í sólarhring með pensilín í æð þangað til allar rannsóknir sýndu að engin hætta var á ferðum og engin sýking í blóði. Allt bendir til þess að hann hafi fengið svona mikið sjokk við að koma í heiminn þar sem hann var ekki tilbúinn og mikið gekk á við að ná honum út.

Á meðan drengurinn var á vökudeild var ég á sængurkvennadeild og Raggi á "hótelinu" en það er Á leið heimeins og hreiðrið heima, nema fyrir alla sem þurfa á meðferðum að halda, sem og foreldra mikið veikra barna á vökudeildinni. Alla nóttina sem prinsinn var á vökudeildinni vorum við vakin á 2-3 tíma fresti til að koma til hans og gefa honum brjóst og knúsa. Það var því lítið um svefn þá nóttina og Raggi fékk góða líkamsrækt út úr þeirri nótt þar sem hann þurfti að labba langa leið til að komast til mín og keyra mig svo í hjólastól niður á vökudeild. Á fimmtudaginn var prinsinn orðinn það hress að við máttum fá hann til okkar og þar sem ég var farin að labba um allt þá fékk ég að fara af sængurkvennadeildinni og á hótelið til Ragga. Þar eyddum við seinni nóttinni öll þrjú og höfðum það voða kósý:)

í gær komum við svo heim um hádegisbilið og fór Raggi fljótt að sækja Hermann á leikskólann. Sá var heldur betur montinn með litla bróður sinn og vill ólmur fá að halda á honum og hugsa um hann. Litli prins bara drekkur og sefur til skiptis og er rosalega vær og góður. Algjörir gullmolar þessir synir mínir:)

Mamma mín stóð sig eins og hetja þessa daga sem við vorum í burtu og sá um Hermann og heimiliðFallegustu bræðurnir eins og henni einni er lagið. Hún sjálf varð 60 ára á fimmtudaginn og var Kolla vinkona svo elskulega að bjóða henni og Hemma í afmælismat og gera henni daginn eftirminnilegan:) Einnig kom Kidda vinkona frá Árósum og var með í afmælismatnum og gisti svo hér heima og var mömmu innan handar alveg þangað til við komum heim. Takk elsku mamma mín fyrir að hugsa svona vel um Hermann fyrir okkur og takk elsku Kolla og Kidda fyrir ykkar aðstoð. Þið eruð frábærar**

Nú er svo bara að bíða og sjá hvort pabbi fái ekki að koma til okkar eftir helgi, læknarnir gáfu honum ekki fararleyfi í gær en það er sjéns eftir helgi. Vonum bara að svo verði og að hann verði orðinn nógu hress til að ferðast til okkar.

Takk fyrir allar kveðjurnar hér á blogginu og á síðunni hans Hermanns**


Mæting 6:15 í fyrramálið:)

Ótrúlegt en satt.....í fyrramálið verðum við komin með nýtt kríli í fangið. Vorum við að fá að vita það að við erum tvær í planlagðan keisara á morgun og verð ég fyrst.....semsagt, mæting klukkan 6:15!!Ég er samt eiginlega ekki alveg búin að fatta þetta og þar sem ég er svo róleg yfir þessu núna þá býst ég við því að ég eigi eftir að vakna með andfælum í nótt, hehe:) Annars er allt orðið klárt, Raggi er núna úti að bera á pallinn svo það verði búið og svo eigum við bara eftir að setja saman rimlarúmið. Vorum reyndar ansi bjartsýn í gærkvöldi og ætluðum að færa rúmið okkar út í horn til að rýma fyrir rimlarúminu en það tókst ekki betur til en svo að lappirnar gáfu sig og þurfti Raggi að fara í smíðagírinn um miðnætti í gær til að reyna að redda rúminu. Það er semsagt aðeins þyngra en við gerðum ráð fyrir og þoldi ekki að við ýttum því á teppinu. En Raggi náði til að bora lappirnar aftur á rúmið og vonumst við að það haldi í einhvern tíma;)

Hún mamma mín mætti á svæðið í gær kona einsömul. Við náðum í hana á flugvöllinn í Billund og að sjálfsögðu gerðum við ráð fyrir að pabbi kæmi með henni og skyldum því ekkert í því af hverju hann var hvergi sjáanlegur. Í ljós kom að hann þurfti að leggjast á spítala í Reykjavík um miðnætti og því ekki sjéns að hann næði flugi klukkan 7 í gærmorgun. Málið er að hann datt um helgina á skenk og fékk mikið högg á síðuna. Þegar hann fór til læknis og var myndaður sást blettur á lunga og því grunur að um gat væri að ræða eftir rifbein....annað hvort eftir þetta fall eða árekstur sem hann lenti í um daginn þar sem tvö rif brákuðust. En ef um gat væri að ræða þá gæti lungað fallið saman í fluginu og því ekki sjéns að hann fengi að fara. Hann verður því að vera í Reykjavík fram á föstudag en þá verður hann myndaður aftur og fær vonandi fararleyfi hingað um helgina. Sem betur fer þurfti hann bara að gista eina nótt á spítalanum og er núna í góðu yfirlæti hjá Hrafnhildi systur sinni og Gunnari í sumarbústað og mun svo sannarlega ekki væsa um hann þar.

Herman var að vonum svekktur við að afi Hreinsi kæmi ekki, enda ekki séð hann í næstum heilt ár og mikil spenna fyrir því að hitta hann. En auðvitað var hann yfir sig glaður að fá ömmu Siggu í heimsókn og var hún strax sett í fótboltaskó og hent út á lóð í fótbolta:)

Mamma kom að sjálfsögðu ekki tómhent og færði okkur ýmislegt í frystinn og nammiskápinn, hehe:) Hér voru því íslenskar pylsur og pylsubrauð í hádegismat og kryddaðir lambakjötsbitar í ofni með kartöflumús og brúnni sósu í kvöldmat.....sem er uppáhaldsmaturinn minn.....nammmmm!!! Takk æðislega fyrir okkur elsku mamma og pabbi.
Síðan fengum við líka sendingu frá Sigga bróður og Hörpu og þökkum við kærlega fyrir okkur:)

Hermann fékk að fara á leikskólann í morgun og var mjög glaður með það. Planið er svo að fara á pósthúsið að ná í pakka sem hann á þar, en amma Domma var víst að senda guttanum eitthvað spennandi:) Takk fyrir sendinguna elsku Domma*

Jæja....best að fara að gera eitthvað að viti....

Næsta blogg verður án efa um nýja fjölskyldumeðliminn;)
Bið að heilsa þangað til**istockphoto_4506859_flying_stork_cartoon


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband