Leita í fréttum mbl.is

Nóg að gera á Hesteyri!

Já það er nóg að gera....sérstaklega við að fylgjast með bankastofnunum Íslands fara á hausinn hverri á fætur annarri. Við höfum fylgst með fréttum í gegnum netið og verður að viðurkennast að maður verður pínu svekktur þegar sparipeningur manns minnkar stórlega á "öruggum" sjóðsreikningi, þegar allt verðlag hér snarhækkar í kjölfar falls krónunnar og þegar maður getur ekki einu sinni fengið danskar krónur frá Íslandi þar sem búið er að loka fyrir gjaldeyrisviðskipti og eiga þá á hættu að lenda illa í dönsku bönkunum hérna eins og sumir Íslendingar hafa lent í.
En ég hef ákveðið að taka þessu ástandi með æðruleysi og hugsa til þess hvað maður er nú samt heppinn. Við erum öll við góða heilsu, eigum nóg að borða, þak yfir höfuðið, góða vini og fyrst og fremst frábæra fjölskyldu sem er mikilvægara en allt annað og þakka ég Guði fyrir það á hverju kvöldi.

Annað sem tekur tíma minn hér í Danaveldinu er líkamsræktin, en ég hef reynt að fara daglega og hreyfa mig. Gerði mig meira að segja að stóru fífli í gær í pallaleikfimi. Við Steinunn mættum sprækar inn í salinn 5 mín. of seint og komumst að því eftir að hafa hoppað í þónokkra stund án þess að ná einu spori rétt að við værum í síðasta tímanum af þriggja mánaða prógrammi.......já sæll!! Konurnar í salnum voru búnar að æfa sporin í þrjá mánuði og má hreinlega segja að við Steinunn vorum eins og beljur á svelli í þessar 50 mínútur.....þar að auki var ég fremst í salnum því það var eina lausa plássið. Jeminn hvað ég vildi eiga þetta á video, þá væri nóg að horfa á það til að gleyma ástandinu á Íslandinu, hehe:)

Svo er margt í gangi hjá strákunum okkar þessa dagana.....Siggi Kalli fer í frekari skoðun þann 20. október hjá sérfræðingum út af hálsvöðunum en sem betur fer finnst okkur hann vera allur að styrkjast. Hann er því miður hálf lasinn núna eftir 3ja mánaða sprautuna sem hann fékk í gær og hefur grátið mikið í kvöld og í gærkvöldi...litla skinnið. Mikið er erfitt að horfa upp á barnið sitt gráta svona sárt. Siggi Kalli í ungbarnasundi
Hvað Hermann Veigar varðar þá er hann í ferli núna á leikskólanum út af málþroskanum. Bæði talþjálfi og tvítyngisráðgjafi eru búnir að hitta hann í leikskólanum og mun hann að öllum líkindum byrja í talþjálfun innan skamms. Þeim finnst honum ekki fara nógu hratt fram í dönskunni og einnig er hann mjög óskýr í tali, bæði í íslensku og dönsku. Hann mun því fara aftur í heyrnarmælingu núna í byrjun nóvember að ósk talþjálfans og bíðum við bara eftir fundi með honum núna á næstu dögum. Það má því með sanni segja að við erum mjög fegin að heilbrigðiskerfið sé frítt hérna í Danmörku.......en þó svo væri ekki þá myndi maður að sjálfsögðu ekki hika við að borga þá þjónustu sem gullmolarnir okkar þurfa þessa dagana.

Síðan er mjög stutt þangað til mamma og pabbi koma til okkar, en þau koma 21. október, sama dag og við Raggi eigum 10 ára trúlofunarafmæli og hlökkum við mikið til að fá þau til okkar. Það verður frábært að hafa þau hjá okkur þegar Siggi Kalli verður skírður þann 26. október:)

Þangað til næst....hvenær sem það verður;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hefði viljað sjá ykkur í salnum. Já, segðu með þessa blessuðu banka maður.....maður heyrir ekki annað en: kreppa, króna. En æðislegt að gamla settið geti komist...það verður æðislegt hjá ykkur...trúi ekki öðru. Vonandi á allt eftir að ganga vel með Sigga Kalla. En talþjálfun hjá Hermanni....hvaða tungumál hefur hann alltaf talað? Ég hef 99% skilið hann. Gangi ykkur vel með hann. Er kominn með vatn í munninn að hugsa um skírnarköku..nammi namm. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 10.10.2008 kl. 01:55

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Berta mín... ég fór á blessaða skíðatækið í morgun sem þú varst að segja mér frá og án gríns, þá gafst ég upp eftir 4 og 1/2 mínútu.. hehe...

Gangi okkur vel í ræktinni:)  Þetta er gaman og sérstaklega þegar maður finnur árangurinn

Bið að heilsa yfir hafið

Kolbrún Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 12:48

3 identicon

Veistu, ég er hætt að fylgast með fréttunum að heiman! Fékk bara alveg nóg af því um daginn og læt þetta bara eiga sig.  Hef líka um nóg annað að hugsa þessa dagana og það er sko ólíkt skemmtilegra   Hefði nú verið snilld að sjá videó af ykkur í leikfiminni...svona eins og vídeóið sem ég hefði átt að taka af Gulla þegar hann kom frá tannsa

Sólskinskveðjur frá Kalíforníu

Hulda (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 23:33

4 identicon

Eigum við eitthvað að ræða þessar hroðbjóðs harðsperrur sam hafa tekið sér bólfestu í ÖLLUM líkamnum á mér! Já það fór lítið fyrir coolinu á þessum tíma.

 Flugið gekk annars vel. ÁH sofnaði nánast í Horsens og vaknaði í Reykajvík. 

Kv. til allara strákanna úr frekar brotnu samfélagi hér.

Steinunn (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Já vá, þið Steinunn ættuð eiginlega að snara þessu yfir á video og selja Íslendingum til léttis þessa dagana... myndi án efa seljast eins og heitar lummur!

Það þýðir ekkert annað en setja höfuðið undir sig og bros á vör þó maður sjái ekki alveg fyrir endann á þessu öllu saman!

Nú, þá hefur maður amk. ýmislegt í formi varaforða sem maður hefur nurlað á sig í gegnum árin ;)

Kristbjörg Þórisdóttir, 12.10.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband