Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg jól hjá okkur:)

Þá eru jólin langt komin og allir komnir í hversdagsfötin aftur á þessu heimili. Við höfum átt yndisleg jól hér á Hrossanesi með tilheyrandi kjötáti, nammiáti, laufabrauðsáti og smákökuáti. Við vorum svo lánsöm að fá tengdaforeldra mína og Ástu "litlu" systur Ragga til okkar yfir jólin og var alveg frábært að hafa þau hjá okkur. Þau komu aðfaranótt sunnudags 21. des. klifjuð af íslenskum mat og öðru góðgæti og að sjálfsögðu jólagjöfum;) Hermann og Siggi Kalli voru vaktir til að geta heilsað upp á afa sinn, ömmu og frænku og voru heldur betur fagnaðarfundir.....sérstaklega var Hermann glaður að sjá afa nafna sinn:) Strax á sunnudeginum var laufabrauðsgerð tekin með stæl, en tengdó komu með 75 óútskornar kökur handa okkur en einnig ákvað ég að prófa að gera sjálf nokkrar kökur líka. Hrönn og Guðný frænka komu ásamt Finni vini okkar og voru yfir 100 kökur skornar út....takk fyrir pent. Að sjálfsögðu notuðum við líka tækifærið og gerðum helling af kleinum líka.....algjör snilld:) Það mun því verða hefð fyrir laufabrauðsgerð hérna hjá okkur í framtíðinni, enda kann ég núna að fletja sjálf út kökurnar, steikja þær og græja. Og einnig færðu tengdó okkur laufabrauðshjól svo ekki verður heldur vandamál að skera út og fletta:)  
Á mánudaginn fór Raggi í lokapróf annarinnar á meðan við hin fórum í bæjarferð í kuldanum og kláruðum að versla inn fyrir jólin. Við kíktum líka í miðbæinn og skoðuðum jólastemmninguna þar....vorum samt ekki lengi þar vegna kulda og strekkings. 
Á Þorláksmessu fórum við svo í skötuveislu hjá Íslendingafélaginu en ég verð að viðurkenna að við litla fjölskyldan fengum okkur nú bara SS pylsur á meðan tengdó og Ásta fengu sér skötu og saltfisk.....já við erum svolitlir gikkir hér á bæ en ég hef aldrei þorað að smakka þessa blessuða skötu og aldrei fílað saltfiskinn......sorry Gulli, hehe!!
Bubbi fiskur og Bubbi legokall:)Á Þorláksmessu fékk Hermann eina gjöf svona "fyrirfram" frá Ástu....en það var gullfiskur í glerkúlu. Þvílík lukka sem það vakti og fékk fiskurinn nafnið Bubbi og var Bubbi Legokall settur í kúluna hjá Bubba fiski:)

Aðfangadag, jóladag og annan í jólum eyddum við hér heima í rólegheitunum en að sjálfsögðu vorum við með möndlugraut í hádeginu á aðfangadag og komu Hallur, Steinunn, Áróra og Árni Hrafn til okkar í grautinn. Það var voða gaman í grautnum en því miður fengu nú börnin ekki möndluna heldur Raggi og Domma tengdamamma en Áróra og Hermann fengu að aðstoða við að opna gjafirnar og byrjuðu strax að pússla jólapússlið sem var í annarri gjöfinni:)
Þegar klukkan sló 6 á aðfangadag borðuðum við léttreyktan lambahrygg og jólaskinku með tilheyrandi og smakkaðist allt alveg rosalega vel. Eftir uppvaskið var svo strax ráðist á pakkana, enda Hermann búinn að spyrja 1000 sinnum hvort hann mætti ekki byrja að opna, hehe. Allt fór þó skipulega fram, enda pakkarnir margir og varð húsmóðirin að hafa kontról á því hver fengi hvað frá hverjum:) Hermann sýndi alveg ótrúlega yfirvegun þrátt fyrir smá spennu á tímabili en hann fékk hvern "McQueen pakkann" á fætur öðrum, en hann fékk þó líka nokkra "ekki McQueen pakka". Að sjálfsögðu var hann yfir sig ánægður með allt sem hann fékk. Siggi Kalli var nú ekki alveg að fatta þetta jólagræ allt saman, en hafði samt nett gaman að því að tæta jólapappírinn og skoða krulluböndin:) Hermann fékk svo að vaka eins lengi og hann vildi og bað hann sjálfur um að fá að fara að sofa þegar klukkan var rúmlega miðnætti, þá alveg búinn á því:)

Siggi Kalli að prófa bílinn frá ömmu Siggu og afa HreinsHermann með Ástu sinni á aðfangadagFjölskyldan að byrja að borðaÉg og Ásta sætar og fínarHermann Veigar glaður með nýju McQueen sængina sína frá ömmu Siggu og afa HreinsaGlaður með bílabrautina frá ömmu Dommu og afa nafnaÉg voða glöð með Georg Jensenið og bókina sem ég óskaði mér:)Á jóladag fengum við góða gesti til okkar í jólakaffi....þau Anita vinkona og fjölskylda komu og einnig komu Steinunn, Hallur og börn líka til okkar og var því hálfgert "Stínu kaffi" hérna hjá okkur, þó með öðru fólki en vanalega....en venjan er að fara í "Stínu kaffi" heima hjá tengdó á jóladag þar sem fjölskyldan hittist með Stínu frænku (ömmusystir Ragga) í fararbroddi:)
Annan í jólum borðuðum við hangikjötið sem tengdó kom með og höfðum það kósý, enda síðasti dagur okkar saman með þeim. Nafnarnir, Raggi og Ástu kíktu líka aðeins á rúntinn en við Domma og Siggi Kalli höfðum það bara rólegt hérna heima á meðan.

Í gærmorgun fóru tengdó og Ásta svo aftur heim til Íslands og var mikil eftirsjá af þeim. Hermann tók því sem betur fer vel þar sem hann veit að hann mun sjálfur fara til Íslands næsta sumar og hitta þau þar (en að sjálfsöðu fattar hann ekki að það er langur tími til næsta sumars!).  Við skelltum okkar svo á jólaball Íslendingafélagsins eftir hádegið og var það mjög gaman. Planið næstu daga er svo að undirbúa áramótin en við ætlum að eyða áramótunum með góðum vinum okkar.

Fallegir jólabræður í náttfötunum:)Sætir á annan í jólum:)Elsku Domma, Hermann og Ásta.....hjartans þakkir fyrir að hafa komið til okkar yfir jólin og gert okkur þennan tíma eftirminnilegan og skemmtilegan. Takk fyrir allar gjafirnar, matinn, nammið og allt það sem þið færðuð okkur, en þó fyrst og fremst fyrir félagsskapinn ykkar. Það var ómetanlegt að fá ykkur til okkar og vonum við að þið hafið notið þess að upplifa "dönsk" jól með okkur. Ykkar verður sárt saknað næstu daga.

Elsku vinir og ættingjar á Íslandi......ástarþakkir fyrir allar gjafirnar, jólakortin og nammið sem þið senduð okkur fjölskyldunni, þetta hitti allt saman vel í mark:) Og takk elsku Svenni og Marzenna fyrir kjötið:)

Að lokum óskum við ykkur gleðilegra áramóta með tilheyrandi sprengjum og látum og vonum að nýja árið færi ykkur öllum mikla gleði og hamingju.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Berta, Raggi og börn við óskum ykkur gleðilegta jóla og farsældar á árinu sem senn líður að, kveðja Fríða Steinar og börn

Fríða Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 13:17

2 identicon

Gaman að lesa hvað þið höfðuð það gott um jólin með fjölskyldunni. Ég hefði nú alveg verið til í eins og eina SS pylsu og saltfisk á þolllák! Skötunnar saknaði ég nú ekki.....  Arney fékk möndluna og gat sko ekki leynt því. Fór bókstaflega kollhnís af gleði um leið og hún fann hana í munninum! :)

Vonandi hafið þið það gott um áramótin - kærar kveðjur úr Kalí!

Hulda Ösp og co. (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 06:54

3 identicon

Hæ hæ elsku Berta mín já og auðvitað strákarnir 3. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, vonum að þið hafið það gott í Danaveldi. Ykkar er sárt saknað,alltaf jafn skrítið að þið séuð ekki hér hjá okkur yfir jólin. Það biðja allir voða vel að heilsa og farið vel með ykkur.

Kossar og knús frá okkur öllum hér í Lyngholtinu.

Erla stóra systir. (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 18:04

4 Smámynd: Anna Gísladóttir

Gleðilegt ár til ykkar allra

Anna Gísladóttir, 8.1.2009 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband