Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Kærkomið!!

Í gær kom Raggi heim um hádegi til að hleypa mér úr básnum mínum. Ég hef verið í Horsens síðan 11. ágúst og ekkert farið án einkasonarins og þegar mér var boðið að koma með í "stelpuferð" til Århus, þá varð ég alveg uppfull af spenningi:)

Við Kolla fórum semsagt um hádegi með lestinni og hittum hana Kiddu okkar á lestarstöðinni í Århusum. Við gengum svo niður "Strikið" í miðbænum og hittum þar vinkonu Kiddu, hana Gunnhildi (sem er líka gömul vinkona Kollu) og vinkonu Gunnhildar, hana Önnu. Við Kolla, Kidda, Anna og Gunnhildur rötlum aðeins um Strikið en settum svo inn á fínan veitingarstað og fengum okkur öl og með því.

Þetta var alveg frábær "kvennafrísdagur" og var mikið spjallað þrátt fyrir að tíminn hafi ekki verið langur. Við Kolla vorum semsagt komnar aftur heim um 5 leytið en alveg í skýjunum yfir þessari skemmtilegu kvennaferð.

Vonandi eigum við Kolla eftir að gera þetta oftar, sérstaklega þegar strákarnir verða farnir á leikskóla.......að skella okkur upp í lest og spóka okkur um í Århusum, yndisleg borg með snilldar verslunar/göngugötu bara rétt við lestarstöðina.

 Kolla og Kidda að rölta Gunnhildur og Anna í góðum gírVið stöllurnar þrælhressar

Takk fyrir daginn stelpur**


Græddum klukkustund.

Í nótt var klukkunni breytt hér í Danmörku og gátum við fært hana aftur um eina klukkustund í morgun. Það þýddi samt að einkasonurinn var vaknaður klukkan 6 en ekki 7!!  Frekar skrýtið að græða klukkutíma......en samt ánægjulegt. Núna er því bara ein klukkustund á milli okkar og Íslands.

Haldið er upp á hrekkjarvöku hér í Danmörku eins og í Ameríku (þótt ótrúlegt sé) og er hægt að kaupa grasker og alls konar nornasprell í öllum búðum. Við héldum að börn myndu ganga í hús um helgina og safna nammi og var ég búin að setja nammi í skál áður en ég fór í vinnu í gær svo Raggi og Hermann gætu gefið krökkunum. En svo kom víst enginn og virðist því hrekkjarvakan vera haldin hátíðleg á miðvikudaginn en ekki um helgina. En það verður gaman að geta verið heima og hitt alla litlu krakkana í búningunum:)

halloween

Elsa Þóra, besta æskuvinkona mín átti afmæli í gær.......til hamingju elsku Elsa mín***


Hús á einni hæð, takk!!!

Ég hef alltaf verið á móti íbúðum/einbýlisshúsum á tveimur hæðum (hvað þá fleiri hæðum). Málið er að ég er skíthrædd við stiga. Síðan við fluttum hingað í Mosann þá hef ég lært að sættast við stigann sem er á milli hæðanna og hefur einkasonurinn sýnt ótrúlega örugga takta í stiganum þannig að ég var hætt að vera hrædd um hann labbandi upp og niður oft á dag. Þangað til í dag......
Við fjölskyldan vorum öll uppi þegar Hermann ákveður að fara niður og dettur í efstu tröppunni og rúllar alla leið niður. Þegar ég heyrði fyrstu höggin þá hélt ég að hann væri að byrja að labba niður, en fattaði mjög fljótt að hann væri að rúlla niður tröppurnar. Hjartað stoppaði, ég missti úr höndunum því sem ég hélt á og stökk á eftir honum öskrandi. Þegar ég er komin í miðjan stigann, (sem er u-laga) þá var hann að detta niður seinustu tröppurnar niður á flísarnar á gólfinu. Ég hef aldrei verið jafn hrædd á minni lífstíð. Ég tók hann strax upp, reyndi samt að passa háls og haus og bar hann í sófann. Hann grét í örfáar sekúndur og hætti svo. Við báðum hann að hreyfa hendur og fætur og gat hann það, en sagði "meiddið" vera hér, hér, hér og hér......semsagt út um allt. En aldrei benti hann á höfuðið, sem var gott. Eftir að hafa rætt við hann og skoðað hann þá stökk hann á fætur og byrjaði að leika sér....eins og ekkert hafi í skorist!!
 
Ég þakka Guði fyrir að ekki fór verr og hvað hann er léttur og lipur litli strákurinn minn. Í kvöld hefur hann mikið talað um að hann hafi dottið í stiganum, "Hemmi detta, bomm, bomm". "Hemmi fljúga stigann, bomm". "Mamma gráta, uhu" og hefur hlegið inn á milli, bara eins og þetta hafi verið einhvers konar ævintýri. Miklar umræður um að labba hægt, halda sér í, slysadeildina og annað voru yfir matnum í kvöld, en þar sem Hermann er nú bara 2ja ára þá held ég að aðeins takmarkað hafi skilast til hans.  

Við mæðginin skelltum okkur í sturtu fyrir svefninn og var prinsinn þá skoðaður í bak og fyrir. Engin ummerki, aðeins pínu rauður blettur á enni. Ótrúleg þessi börn.....og hvað þau þola.

En þessi bylta hjá Hermanni ýtti enn frekar undir mínar hugmyndir um hús á EINNI hæð!!!


Heill tugur!!!

Fyrir nákvæmlega 10 árum (og 15 kílóum) síðan byrjuðum við Raggi saman sem "kærustupar". Frekar fyndið að hugsa til þess, en á þessum tíma höfum við búið á Húsavík, Fossvogi, Árbænum, Breiðholti, Grafarvogi og nú í Horsens. Við höfum verið trúlofuð í tæplega 9 ár og gift í þrjá og hálfan mánuð.  Ég hefði ekki getað fundið betri lífsförunaut en hann Ragga minn og veit ég hreinlega ekki hvar ég væri ef við hefðum ekki kynnst. En við höfum notað daginn í dag í að keyra um Horsens og nágrenni, skoðað nýbyggingar og látið okkur dreyma um fallegt einbýlishús með garði og fallegu útsýni. Við reyndar fundum eitt glæsilegt "draumahús" og fórum á netið til að skoða verð og urðum fyrir sjokki....enda 15 miljónum dýrara en við áttum von á. En það er alltaf gaman að láta sig dreyma**

Í kvöld ætlar Raggi að bjóða mér og Hermanni út að borða á Jensen´s böfhus í tilefni dagsins:)
DSC02706Við (alltaf jafn eðlileg) í byrjun okt.


Ég sé ljósið.....

Eftir minn annan dag í vinnu þá er ég mun bjartsýnari en í gær. Ég reyndi að hlusta á hljóðbók í gærkvöldi en það gekk ekki vel, ég verð að geta lesið úr bókinni með og ætla því að gera aðra tilraun eftir helgi að fá bókina með hljóðspólunni (var í útláni í gær). En það var alveg ótrúlegt hvað ég skyldi miklu meira í dag en í gær í vinnunni, og einnig þorði ég að tjá mig meira og þá varð allt miklu einfaldara:) Ég semsagt kom hjólandi heim með bros á vör og til í gott helgarfrí og síðan fulla vinnu.

Vá hvað það var kalt í morgun. Það var tveggja stiga frost og það var eins og 12 gráður heima á Íslandi, rakinn er svo mikill hér. En síðan skein sólin í mest allan dag en samt frekar kalt....semsagt týpiskt gluggaveður.

Seinnipartinn í dag kom Hlynur og bauð okkur í "hjemmelavet" pizzu til hans og Kollu. Pizza með kjúkling, lauk og barbeque var það heillin og var það alveg snilld....enda Kolla besti kokkur í heimi!! Emil og Hermann léku sér eins og þeim einum er lagið og gátum við fullorðna fólkið spjallað eftir matinn og bragðað á íslensku nammi. Takk fyrir okkur elsku Kolla og Hlynur**

Annars er ekkert plan um helgina, kemur bara í ljós hvað við nennum.
"Ha en god weekend alle sammen".


Örmagna og örvæntingarfull....

istockphoto_2013788_confused_monkeyÞá er minn fyrsti vinnudagur búinn og ég er gjörsamlega búin á því. Ekki það að vinnan sjálf hafi verið svona erfið, heldur er heilinn á mér brunninn yfir!!! Ég talaði enga ensku í dag, bara brenglaða dönsku með sænsku ívafi og íslensku inn á milli.....sem var ekki alveg að gera sig.
Það sem mér fannst samt verra var að skilja ekki meira af því sem var sagt við mig. Ég þurfti að innbyrða svo margar upplýsingar um skjólstæðingana mína og um öll verkin sem þarf að gera, allt á dönsku og er ég fullviss um að ég hef misskilið helminginn af því. 

Í lok vinnudagsins var ég mjög glöð með að vera komin með vinnu en mjög pirruð yfir lakri dönsku kunnáttu minni þannig að við hjónin skelltum okkur á bókasafnið á leiðinni heim og fengum okkur bók og hljóðbækur á dönsku og er markmið næstu vikna að hlusta og lesa dönsku á kvöldin. Annað gengur bara ekki.....ég VERÐ að læra dönsku og það STRAX!!!   Við fórum líka á kommúnuna til að fá skattkort fyrir mig, en þá var okkur vísað annað og þegar við loksins komum þangað þá vorum við ekki skráð gift í kerfinu þeirra þannig að við eigum að reyna aftur á morgun (kemur á óvart!!).

Allavegana.....mér var strax boðin föst staða í vinnunni í dag, kvöldvaktir og full vinna og ætla ég að skella mér á það næstu mánuði. Ákvað að henda mér út í djúpu laugina og vonast til að geta svamlað í land, allavegana troðið marvaða og vonast eftir björgunarhringjum hér og þar. 
Er það ekki bara málið??!!


Allt á hornum mér í dag.....

Já þessi dagur hefur verið frekar þreyttur og leiðinlegur. Reyndar fengum við gott og skemmtilegt fólk í heimsókn fyrir matinn sem hressti nú aðeins upp á daginn, sem betur fer!!
Ég vaknaði seint og illa í morgun og fór mjög seint að sofa í gærkvöldi sem var ekki alveg það sem ég hafði planað til að "æfa" mig í að vakna snemma og sofna snemma fyrir fyrsta vinnudaginn minn á morgun. Allavegana.....ég ætlaði að láta framkalla brúðkaupsmyndirnar í dag og sá að Bilka býður upp á netframköllun og datt í hug að nýta mér það, enda var planið að framkalla allar myndirnar frá ljósmyndaranum og þónokkrar aðrar sem við höfum fengið frá ættingjum á CD og því um nokkur hundruð myndir að ræða. Og þar sem Bilka býður upp á mjög ódýra framköllun þá ákvað ég að nýta mér það. Í meira en klukkustund safnaði ég myndum inn á eitthvað svæði á heimasíðu Bilka en þegar ég byrjaði að senda þá voru þetta allt of stórar og margar myndir fyrir þetta svæði og hefði sennilega tekið um 3 daga að senda þetta!!! Jæja hugsaði ég.....þá bara brenni ég þetta safn á CD og fer með í framköllum annars staðar. Já nei nei, ekkert hægt að "cuta" eða "copya" og það eina sem var hægt að gera var að "deleta". Þannig fór þá sá klukkutími!!  En í bæinn fórum við fjölskyldan með það að markmiði að kaupa á mig inniskó fyrir vinnuna. Við í Möhlbjerg (stóru skóbúðina í Horsens) og eftir MIKLA leit fann ég eina skó sem pössuðu mér (en ég á mjög erfitt með að fá á mig skó vegna ilsigs og bæklunar á báðum fótum). En ég hélt bara á einum skó nr. 41 og fór að leita að hinum svo ég gæti borgað. Loksins fann ég hinn skóinn......í höndunum á annarri konu sem var að leita að skónum mínum!!!! Ég, hálfvitinn, rétti henni skóinn sem hún þakkaði pent fyrir og borgaði. Afgreiðslustúlkan sagðist þá ætla að finna annað par á lager handa mér. En að sjálfsögðu var ekki til annað par nr. 41, hin kellingin farin með parið "mitt" og von á næstu sendingu í MARS!!!

Semsagt.....engar myndir komnar í framköllun og engir inniskór fyrir vinnuna komnir í hús!!
Ætla bara að fara að hátta mig núna, klukkan að ganga níu hjá mér og planið að sofna MJÖG snemma. Ég vona að mig dreymi bara eitthvað fallegt í nótt svo ég vakni nú ekki pirruð og fúl klukkan 6 í fyrramálið, nógu er ég morgunfúl fyrir!!!


Er orðin spennt.....

Eftir rúmlega sólarhring á ég að mæta minn fyrsta vinnudag. Ég get ekki beðið, reyndar verð ég að viðurkenna að mér ógnar svolítið við að þurfa að vakna klukkan 6 því ég er algjör svefnpurka og manna fúlust á morgnana. Ég mun samt að sjálfsögðu ekki mæta með fílusvipinn og stýrurnar í augunum klukkan 7 en ég veit að það mun taka á að komast fram úr beddanum. Ég hef markvisst farið fyrr að sofa síðustu kvöld til að vakna með Hermanni klukkan 7 því hann vaknar alltaf á þeim tíma en hann hefur alltaf leyft mér að kúra til ca 9 þessi elska. En akkúrat núna, síðustu morgna hefur hann (í fyrsta skipti síðan við komum út) sofið til 8 og 9 á morgnana!!! Er þetta ekki alveg týpískt??!! 

En í vinnuna ætla ég að mæta með bros á vör og ég hlakka rosalega til að fara að kynnast nýju fólki, tala dönsku og læra eitthvað nýtt. Ég hef meira að segja tekið fram lokaverkefnið mitt (BA) og lesið til að rifja upp rannsóknina mína sem ég gerði á hjúkrunarheimilum um virkni aldraðra þar, hlutverk þroskaþjálfa og það sem mér finnst einkenna góða þjónustu. Ég er líka búin að fara yfir skyndihjálpina svo ég sé örugglega með á hreinu hvernig bregðast eigi við ef einstaklingur fær heilablóðfall, hjartaáfall, mjaðmargrindarbrot, er að kafna osfrv. Fyrir ykkur sem ekki hafið tekið skyndihjálp síðasta árið þá er sko það nýjasta að hnoða 30 sinnum og blása 2svar !!

Vonandi á ég eftir að hafa jafn gaman að vinnunni og ég gerði á vettvangstímabilinu mínu á 3ja ári í þroskaþjálfanum en þá valdi ég mér að vinna með öldruðum og naut þess í botn.  Þannig að núna er bara að krossleggja fingur, henda sér út í dönskuna og gera sitt besta.

Ég var annars að spá í að skella "Föstum liðum eins og venjulega" í tækið núna þar sem kallinn er ekki heima. Hún Elsa Þóra mín elskulega vinkona gaf mér alla þættina þegar "brydal showerið" mitt var í sumar og þar hitti hún sko í mark......enda bestu þættir í heimi sem ég verð að horfa á alein. Málið er að ég kann þættina utan að og það er óþolandi að horfa á þá með mér þar sem ég þyl allan textann með leikurunum:)

Hver man ekki eftir þessum gullmolum úr Föstum liðum;
"Ertu að sjóða þessar fiskibollur???  Nei ég er bara að kenna þeim að synda"
"Klukkan.....hún drukknaði í klósettinu"
"Indi minn......er þetta stórbruni?"
"Ætlaðir þú ekki að bjóða mér út að borða? Jú, út á svalir....með kjammana"
"Afi....súperman"
"Veistu....ég er með svo miklar föðurlífsbólgur"
"Björk og Bjarki...gjöriði svo vel, elskurnar....morgunmatur"
"Viltu að ég hringi á lögregluna?  Nei...ég vil að þú sýnir mér á þér brjóstin"

BARA SNILLD!!!!


"Er verið að spara vatnskostnaðinn?"

Í dag var ákveðið að þrífa bílinn, enda ekki verið þrifinn síðan fyrir brúðkaup nema þegar ég ryksugaði hann um daginn.  Við fórum á Select og ætluðum að spúla ófétið eins og gert er á Íslandi en fundum hvergi kústa. Eftir nokkra eftirgrennslan þá tók ég eftir því að tvær fötur með litlum kústum í stóðu á litlu plani bakvið Select og þar við hliðina á var bílaryksuga þannig að þetta gat ekki annað en verið "danski bílaþvottastíllinn". Við semsagt lögðum bílnum fyrir framan föturnar og sáum þá að fyrir ofan föturnar voru 2 kranar....."rent vand" og "såbevand". Jáááá...sniðugt, ein fata til að sápuþvo bílinn með og hin er til að skvetta vatninu yfir þegar búið er að sápuþvo og bursta með litlu burstunum!!
Eftir að hafa hamast á bílnum í þó nokkra stund kemur maður labbandi framhjá og segir á dönsku "Er verið að spara vatnskostnaðinn?" Já segir Raggi og brosir til hans, enda greinilega mikill húmoristi þessi Dani. 
Þegar búið var að þrífa bílinn þá leit hann verr út en áður, allur í skýjum og ennþá fastir rykblettir. Kannski er þetta bara eðlilegt í Danmörku hugsuðum við.

Eftir "þrifin" var brunað upp í Egebjerg til Sigga frænda í fínar pönnsur og rjóma. Þegar við vorum að fara heim þá fórum við að hneyklast við Sigga á danska bílaþvottastílnum. Hann spurði hvort við hefðum farið á Select þar sem föturnar voru....já við gerðum það sko og vorum nú ekkert voða hrifin af þessari bílaþvottaaðstöðu. Þá var okkur sagður sannleikurinn með þessar fötur.......þetta voru sko engar bílaþvottafötur, heldur felguþvottafötur. Málið er að á Select er líka bílaþvottastöð og eru þessar fötur og kústar notaðar til að þrífa felgurnar áður en bílllinn fer inn í þvottastöðina.

Það er nefnilega það.......ekki nema von að bíllinn er allur í skýjum og rákum, enda burstarnir örugglega fullir af tjöru og öðrum eins fjanda sem við höfum nú klínt á allan bílinn!!
Við máttum samt hugga okkur við það að við erum ekki einu Íslendingarnir sem hafa lent í þessu.

 

Maðurinn með húmorinn var semsagt ekkert að grínast.....hann hefur haldið að við höfum ekki haft efni á að eyða okkar eigin vatni í bílaþvottinn!!!!!

scoobyscarwash1  Næst verður farið á bílaþvottastöð, það er nokkuð ljóst!!!


Nýtur þjóðfélagsþegn!

Þegar ég var nemi á þriðja ári í þroskaþjálfanum þá vann ég með öldruðum einstaklingum og fannst það mjög spennandi starfsvettvangur. En einhverfan varð samt ofan á og hef ég unnið með börnum/unglingum með einhverfu síðustu fimm ár og líkað vel. Ég stefni á að gera það áfram í framtíðinni en þangað til ætla ég að prófa eitthvað annað og hef því ráðið mig við umönnun aldraðra hér í Horsens og ætla að reyna að bæta lífsgæði einstaklinganna eins og ég mögulega get.

Ég get ekki beðið eftir að byrja að vinna, þrátt fyrir að mér líki mjög vel að vera heima með einkasoninn þá læri ég t.d. mjög takmarkaða dönsku á því, en að læra tungumálið er eitt það mikilvægasta þessa dagana til að "fúnkera" sem Dani. Ég þarf að komast út á vinnumarkaðinn, læra dönsku, fá innkomu inn á bankareikninginn og finna að ég geri gagn í þjóðfélaginu. Það er nefnilega pínu skrýtið að lifa í nýju landi, fá barnabætur, húsaleigubætur, fría heilsugæslu, frítt nám, niðurgreiddan leikskóla (þegar að því kemur)....en skila engu tilbaka.

Á fimmtudaginn í næstu viku klukkan 7:00 verður semsagt breyting þar á.......Berta verður virkur þjóðfélagsþegn í Danaveldi!!!  


Næsta síða »

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband