Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Ég fékk nöfnu:)

Litla frænka mín, dóttir Svenna "litla" bróður og Marzennu var skírð í dag. Því miður komumst við ekki í skírnina, enda himinn og haf á milli okkar, en við vorum með þeim í anda:)

Ég var búin að biðja Erlu systur mína að senda mér sms um leið og nafnið kæmi á prinsessuna, enda mjög spennt að heyra.  Nafnið kom mér heldur betur á óvart......SANDRA MARÍA SVEINSDÓTTIR.
Mér finnst þetta ofsalega fallegt nafn og er voða stolt yfir því að hún hafi fengið Maríu-nafnið mitt:) Sandra er út í loftið og mjög fallegt líka. Og ekki er verra að hún hafi flotta skammstöfun...SMS:)

Elsku Svenni og Marzenna.....innilega til hamingju með daginn og fallega nafnið. Við hugsum til ykkar og söknum. Þúsund kossar til litlu "nöfnu" frá okkur**


Öðruvísi jól!!

Það má heldur betur segja að jólin hjá okkur hafi verið með öðru sniði en venjulega. Engin matarboð verið um jólin og enginn komið til okkar. Hljómar frekar sorglega en við látum það ekkert á okkur fá, höfum bara notið þess að vera þrjú í kotinu, leikið okkur og talað svolítið í símann til Íslands. Einnig erum við svo heppin að hafa Kollu og fjölskyldu hér í Mosanum þannig að við höfum kíkt til þeirra í kaffi:) Hermann Veigar að sækja pakka til að opna

En það er margt sem ég sakna.....að borða með fjölskyldunni á aðfangadag og opna pakkana með þeim, kíkja til ömmu Obbu og afa Óa á aðfangadagskvöld, fara í kaffiboðið til tengdó á jóladag, fjölskylduboðið til Beggu og Valla á annan í jólum, matarboðið til Kalla frænda á annan og borða góða kjúklinginn hans en þó sakna ég þess mest að gista ekki hjá mömmu og pabba í Heiðargerðinu og geta spjallað við mömmu langt fram eftir á kvöldin, gera Sudoku eða krossgátur eða jafnvel grípa í spil. 

En svona breytist lífið við að flytja í annað land langt frá sínum nánustu, þrátt fyrir að við Raggi höfum búið í Reykjavík síðustu 8 ár þá höfum við nánast alltaf eytt jólunum á Húsavík. Í hittifyrra vorum við reyndar í Reykjavík en þá komu tengdó og Ásta mágkona og voru með okkur á jólunum og var það alveg frábært. Við fórum síðan norður til að vera yfir áramótin, enda áramótin sá tími sem Ragga finnst skemmtilegastur en allt útlit er fyrir að við verðum þrjú í kotinu þessi áramót. Raggi er reyndar búinn að kaupa smá flugelda þannig að honum og Hermanni á ekki eftir að leiðast meðan þeim er skotið upp:) 

Á morgun fáum við gesti í mat til okkar og hlökkum við mikið til. Siggi bróðir pabba og fjölskylda ætla að borða með okkur íslenskt lambalæri frá mömmu og pabba og íslenskt hangikjöt frá tengdó:) Það verður því íslenskt veisla í boði okkar, mömmu og tengdó, hehe:) Við höfum sko heldur betur fengið að finna fyrir því hvað við eigum góða að þessi jólin. Allir hafa sent okkur ýmislegt góðgæti með jólapökkunum, svo ekki sé talað um allt kjötið frá foreldrum mínum og tengdaforeldrum. Við höfum aldrei átt svona mikla mæru eins og núna og hlægjum í hvert sinn sem við opnum nammiskápinn, hehe:) Það er greinilegt að fólk reynir að gera okkur aðskilnaðinn aðeins auðveldari og kunnum við vel að meta það.
Seinasta sending jólanna barst okkur áðan......jólapakki til Hermanns frá Arnóri frænda hans og Bjöggu og fullt af nammi líka fyrir okkur fullorðna fólkið:)  Einnig kom skemmtilegur pakki frá tengdapabba....bók handa Ragga (sem Raggi hreinlega henti sér ofan í með bros á vör) og stór Cocoa puffs poki. Á meðan Raggi var fastur í bókinni þá hlupum við Hermann Veigar strax að eldhúsborðinu, náðum okkur í diska og borðuðum FULLAN disk af Cocoa puffs í morgunmat. NAMM!!  Takk æðislega fyrir okkur Bjögga, Arnór og tengdó**

Planið í dag er að fara í Leikland í Vejle með Hermann og leyfa honum að fá smá útrás.

Að lokum vil ég bara þakka æðislega fyrir allar gjafirnar og góðgætið sem við höfum fengið sent um jólin.....við erum svo sannarlega blessuð af yndislegum vinum og ættingjum og því ekki yfir neinu að kvarta heldur þakka ég Guði fyrir að eiga svona góða að.  Þið eruð frábær**


Jólakveðja

Jólasteikin er komin í ofninn, búið að strauja jólafötin og allt klárt fyrir jólabaðið:) 

Dagurinn hefur heldur betur verið fljótur að líða, vöknuðum í bítið eins og vanalega, fengum okkur að borða og svo var barið á gluggana af þvílíkri áfergju.....jólasveinarnir semsagt mættir á svæðið:)
Þegar Hermann heyrði lætin þá stoppaði hann í smá stund og vissi ekki hvort hann ætti að þora til dyra, en þegar við sögðum honum að þetta væru jólasveinarnir þá stökk hann fram í dyr og fagnaði þeim. Jólasveinarnir (eða julemanden eins og Hermann segir) færðu honum jólapakka sem Hermann var ekki lengi að opna. Smíðasett var það heillin og var hamarinn mundaður í þónokkurn tíma eftir það.

Í hádeginu var okkur boðið í möndlugraut til Halls og Steinunnar........mmmm.....það var sko ALVÖRU grjónagrautur, með rúsínum, rjóma og lifrarpylsu......gerist þetta eitthvað betra?!  Eftir góða stund með þeim þá fórum við á næsta bæ....eða til Kollu og Hlyns, áttu kósý stund með þeim yfir McIntoshi og fleiru góðgæti. Komum passlega heim til að setja steikina í ofninn, léttreyktur lambahryggur verður í matinn í kvöld og hjemmelavaður ís í eftirrétt:)

Þrátt fyrir góðan dag, jólaskapið og æðislega vini, þá er ekki laust við að það sé smá söknuður í hjartanu. Að vera svona langt frá fjölskyldunni á þessum tíma er ekki það sem maður óskar sér.....ekki þegar maður á svona yndislega fjölskyldu eins og við Raggi eigum. En við hugsum til allra í dag og þökkum Guði fyrir alla sem við eigum að, nær eða fjær. Í dag er sá dagur sem allir eiga að gefa sér tíma til að biðja bænir og þakka fyrir allt sem maður á. Þá sérstaklega fyrir fjölskylduna og vinina. Það er ekki sjálfsagt að eiga góða að og finnur maður svo sannarlega fyrir því þegar maður er svona langt í burtu frá þeim sem maður elskar.

Við viljum óska öllum vinum okkar og ættingjum gleðilegra jóla og farsældar á nýju áriHeart
Njótum jólanna og sýnum þeim nánustu að við metum þá og virðum. Þá er tilgangi jólanna náð.

Jólakveðja frá Horsens,
Berta, Raggi og Hermann Veigar.


Dagarnir fljótir að líða.....

Hermann, Viðar og Emil flottir samanBara 2 dagar í jólin og hafa síðustu dagar liðið heldur betur hratt. Á fimmtudaginn borðuðum við á okkur gat heima hjá Kollu og Hlyn, enda kalkúnaveisla með meiru í boði:) Strákarnir okkar, Hermann, Viðar og Emil (eða Kasper, Jesper og Jónatan eins og við köllum þá stundum) voru þvílíkt ánægðir að hittast, enda langt síðan þeir höfðu leikið sér saman vegna veikinda. Það var hreinlega eins og þeir væru beljur að losna úr fjósi eftir langan vetur, hehe:) Algjörar dúllur þessir strákar. Við vorum 12 alls sem borðuðum saman og er svo gaman að vera hluti af svona frábærum vinahóp.....alveg ómetanlegt:) Takk fyrir æðislegan mat elsku Kolla og Hlynur:)

Pétur Ingi og Hermann Veigar að leika sér saman

Í gær komu svo góðir gestir til okkar í heimsókn.....vinkona mín frá Íslandi, hún Elín mætti á svæðið ásamt Steina, eiginmanni sínum og tveimur börnum, þeim Pétri Inga, sem er á sama aldri og Hermann og svo Selma Dóra, sem er að verða hálfs árs. Það var alveg frábært að hitta þau, enda langt síðan síðast og örugglega langt þangað til við sjáumst næst. Pétur Ingi og Hermann léku sér eins og englar allan tímann í bíló eða Bubba byggir leik en Selma spjallaði við okkur fullorðna fólkið á meðan. Þau ætla að eyða jólunum í Árósum með ættingjum en voru svo elskuleg að gefa okkur einn dag:) Takk fyrir komuna elsku Elín og Steini.....já og fyrir fallegu Orkideuna:) 

Í dag er planið að kíkja í Bilka, klára að versla fyrir jólin og svoleiðis. En núna er Viðar hjá okkur í pössun og eru hann og Hermann að lita í litabækur og dúlla sér þessar elskur. Við eigum eftir að sakna Rakelar, Svavars og strákanna um jólin, en þau eru að fara í dag til Íslands:(  En það verður gaman að hitta þau á nýju ári:)

Annars er ekkert að frétta af jólapökkunum, og ekki er hægt að lýsa eftir þeim sérstaklega á pósthúsinu nema sá sem sendi pakkana gefi sig fram!


Auglýsum eftir sendendum!!

Fengum tilkynningu frá póstinum í fyrradag um að við ættum pakka hjá þeim. Póstkallinn hafði komið en við ekki heima þannig að tilkynningin var í póstkassanum. Við brunuðum á pósthúsið í gær til að ná í pakkana, einn stílaður á mig og einn á Ragga. En ekki fundust þessir kassar (flokkast undir bréf því þeir eru ekki skráðir). Í stað þess voru kassar frá mömmu og Erlu systur, báðir skráðir og stílaðir á mig. Ég fór því sátt út af pósthúsinu með stóru kassana og reif þá upp með mikilli gleði þegar við komum heim. Að sjálfsögðu voru ýmis góðgæti í kössunum, m.a. laufabrauð, lakkrís og konfekt:) Takk æðislega fyrir okkur elsku mamma og systa (já og að sjálfsögðu pabbi og fylgifiskar Erlu:)

Hvað hina pakkana varðar, þá sagðist pósthúsið hringja í okkur um leið og þeir fyndust. Í dag klukkan 3 var ekki enn búið að hringja þannig að við brunuðum aðra ferð á pósthúsið. Konan í afgreiðslunni leitaði af sér allt vit og fann ekki neitt!!!!  Málið er það að við höfum ekki hugmynd um frá hverjum þessir pakkar eru. Þeir voru ekki skráðir og því hvergi hægt að sjá sendanda.

Því auglýsi ég núna eftir þeim sem sendu á okkur pakka/stórt bréf. Þeir sem við erum búin að fá pakka frá eru mamma og pabbi, tengdó, Erla og Óli, amma og afi Uppsalavegi, Elísa og Jón, Ninna og Gulli, Karolína og Elís, Elsa og Kiddi.  Eru einhverjir sem lesa þetta sem hafa sent pakka aðrir en þessir sem ég hef talið upp??  Mér þykir voða leiðinlegt að hugsa til þess að tvær jólasendingar séu týndar hjá póstinum. En jólin eru ekki komin, kannski koma þeir í leitirnar....vonandi!!

Annars er ég á leið í fínni fötin því við erum að fara í kalkúnaveislu til Kollu og co. Ég er búin að vera í dag með Kollu að græja matinn og.... nammmmmmm.......það verður sko BORÐAÐ í kvöld:)


Allt að gerast

Jólaísinn kominn í frystinn þannig að það er allt að gerast. Vildi óska þess að jólin væru á morgun.....nenni ekki að bíða í tæplega vikur í viðbót. Pakkarnir eru komnir undir tréð og allt!!!

Fengum tilkynningu í gær frá póstinum um að við ættum 5 pakka hjá þeim. Við brunuðum á pósthúsið strax í morgun eftir að Hermann var farinn á leikskólann með bros á vör. Síðan skemmtum við okkur vel við að opna kassana. Raggi sagði þessa fleygu setningu í miðjum látunum; ”það er eiginlega eins og við fáum tvöfalda pakka þetta árið”. Þá var hann ekki að meina fjöldann á pökkunum heldur það að við upplifum tvisvar sinnum spenninginn við að opna pakkana, fyrst við að opna kassana og svo sjálfa jólapakkanaJ Málið er að það eru svo margir svo yndislegir að lauma smá auka glaðningi í kassana. Sem dæmi þá sendi tengdó okkur núna harðfisk, konfekt og lakkrís.....bara svona sem bónus yfir hátíðarnar.......alveg frábært og kætir okkur þvílíkt. Einnig voru konfektmolar á víð og dreif um kassann innan um pakkana frá Elsu og Kidda.......algjör snilld.  Takk kærlega fyrir okkur elsku fjölskylda og vinir. Þið gleðjið okkur ómetanlega með þessum “extra” gjöfum ykkarJ

 En þetta er ekki allt búið.....haldiði að fyrrverandi nágrannar okkar í Íslandi hafi ekki sent okkur nokkur sósubréf með jólakortinu.....þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af jólasósunniJ Takk elsku Arna og Guðni. 

Í póstkassanum í morgun komu svo tvær nýjar tilkynningar þannig að við ætlum að bruna strax í fyrramálið og ná í kassana sem bíða okkar á pósthúsinu......gruna að elsku mamma og stóra systir eigi einhvern þátt í þessum sendingumJ Án efa verður eitthvað spennandi í þeim kössunumJ 

Við fjölskyldan höfum það bara kósý núna og horfum á íslenska jólasveina syngja og dansa eá fullu en tengdó sendi Hermanni þessa DVD/CD í gær og finnst Hermanni þetta algjör snilld......reyndar okkur líka og syngjum við Raggi með við mikla kátínu HermannsJevents_xmas_santa 

Og svo syngur jólasveinninn........

Hóóóó...jólahókípóký.....þetta er allt of sumt!!!!!


Frábær dagur í Århus...

Við fjölskyldan eyddum deginum í Árósum í dag. Byrjuðum á því að fara í den Gamle by og svo í mat til Kiddu vinkonu. Þegar við mættum í den Gamle by þá byrjuðum við á því að bíða í LANGRI biðröð eftir að komast inn í bæinn, málið er að gamli bærinn er í jólaskapi og því greinilega mjög vinsælt að fara þangað fyrir jólin og upplifa jólastemmninguna á gamla mátann. Hermann Veigar í hringekjunniÞrátt fyrir allan fjöldann sem þýddi biðraðir í húsin og salernin og ekkert pláss á kaffihúsunum þá nutum við dagsins í botn. Hermann hafði gaman af því að sjá hestana koma framhjá okkur margsinnis, fara í hringekju en sennilega fannst honum mest spennandi að fá stóran sleikjó:)  Það var mjög gaman að kíkja í gömlu húsin og skoða alla gömlu hlutina en það sem okkur fannst frekar sérstakt, en samt týpískt dansk, var að á nokkrum stöðum var hægt að setjast inn og borða "nestið sitt". Þrátt fyrir nokkra veitingarstaði þá þykir sjálfsagt mál að fólk komi með sitt eigið nesti og borði í sérmerktum húsum. Heima yrði þetta sennilega aldrei leyft því þá myndu veitingarstaðirnir missa viðskiptavini. Allavegana.....við settumst inn í eitt húsið og fengum okkur kakóbolla úr sjálfsala sem var þarna inni, á borði rétt hjá okkur voru tvenn hjón og börn. Það átti greinilega einhver afmæli því það voru servéttur á borðum með danska fánanum á og svo var búið að leggja á borð dýrindis tertu, konfekt, kaffi......og Baileys. Jú jú, stór Baileys flaska stóð á miðju borðinu og svo var hellt í staup og drukkið. Ef maður hugsar þetta á Íslandi, t.d. á Árbæjarsafninu.......tvenn hjón með börn, drekkandi Baileys á miðjum degi.....hmmmmmm. Ætli það yrði ekki gónt eða jafnvel hringt á lögregluna til að tilkynna yfirvofandi ölvunarakstur??!! Frekar spes en samt svo eðlilegt hér í Danmörku:)

Ég, Hermann og Kidda að byrja að borðaEftir frábæran dag í den Gamle by fórum við til Kiddu vinkonu. Hún býr í flottri íbúð í Árósum og bauð hún okkur í dýrindis mat. Kjúlli, grænmeti, piparostasósa, ís, Nóa konfekt........nammmmmmm!! Æðislegur matur með frábærri manneskju. Takk æðislega fyrir okkur elsku Kidda**

Á leiðinni heim i kvöld var komið frost og þoka. Aðra eins þoku hef ég aldrei séð, á tímabili á hraðbrautinni sá maður varla á milli stika. Frekar draugalegt og ógnvekjandi að mínu mati. En það er svo sérstakt með veðrið hér miðað við heima.....sem dæmi var 6 stiga hiti í dag í Árósum en samt ósar maður á fullu við útöndun, frekar fyndið.

Á morgun er planið að njóta dagsins hér heima og fara svo á jólahátíð í hverfinu, en eigendur Mosans, hafa það að venju að halda jóladag í desember þar sem allir koma saman og föndra, borða eplaskífur og skemmta sér. Spennandi að upplifa það:)

Ég verð að viðurkenna að ég er með áhyggjur af einu þessa dagana......málið er að við sendum fjölmörg jólakort í pósti um daginn til Íslands og áttum við í smá basli með að setja frímerkin á því þau tolldu illa á umslögunum (pínu glans á þeim). Við settum því frímerkin á með lími og virtist það virka fínt. Staðan er nú samt sú að síðustu tvo daga höfum við fengið tilkynningu frá póstinum um að við höfum sett í póst jólakort án frímerkja!!!! Svo virðist sem frímerkin hafi dottið af einhverjum umslögum og þá fær maður bréf heim með ljósriti af jólakortinu og feitan reikning. En skítt með reikninginn......málið er að ég setti heimilisfangið mitt (sem sendanda) aftan á örfá jólakort, aðeins til þeirra sem ég vissi að myndu ekki hafa hugmynd um heimilisfang okkar hér í Danmörku. Ég er því hrædd um að þau kort sem ég skrifaði ekki aftan á "afsendanda" muni ekki fá sín jólakort. En það verður víst bara að koma í ljós, lítið við því að gera og bara vona að pósturinn hér sendi áfram jólakort sem eru ekki með frímerki og ekki vitað með sendandann.......yrði það ekki svona í anda jólanna??


Hermann Veigar og Julius

 

Hermann og Julius búnir að skreyta

 

Hér er mynd af Hermanni mínum með Julius nissefar, sem hann fékk yfir eina nótt á leikskólanum. Þeir eru nýbúnir að skreyta jólatréð og eru voða stoltir:)

Ég gat ekki sett þessa mynd inn með þarsíðustu færslu en það tókst núna:)

 

 


Hjálp!!!!!!!

Ég hef reynt að setja inn myndir á bloggið í gær og í dag en ekkert gengur.....ég get samt tekið myndir af netinu og sett inn en ekki úr myndasafninu mínu í tölvunni!

Er einhver með ráð??


Öðruvísi jólasiðir!

Þegar maður flytur í annað land þá þarf maður að aðlagast mörgu nýjum venjum og siðum. Nú eru það jólasveinarnir....já eða jólasveinninn og jólaálfarnir. Hér í Danmörku er bara einn jólasveinn og kallast hann "Julemænd". Hins vegar eru margir jólaálfar eða "Julenisser". Julenissarnir eru litlir kallar sem gefa gjafir og eru líka pínu stríðnir, eins og íslensku jólasveinarnir. Hér fyrir neðan getið þið lesið aðeins um nissana en ég fann þetta á netinu og kemur Ísland þarna við sögu:)

nisse og julemanden

Nisser og eller lignende væsner er ældre end kristendommen i Danmark. Den ældste beretning om et nisselignende væsen, findes i Olav Tryggvessons saga. Her fortælles om en islandsk bonde, der hed Kodran. Denne bonde havde en "årmand", som boede i en sten og gav gode råd om gårdens drift. Imidlertid fik den kristne præst nys om Kodran og hans overnaturlige hjælper, og fordrev årmanden ved hjælp af bl.a. salmesang og vievand, som han ikke kunne tåle, fordi det skoldede ham. Og Kodran, han blev omvendt til kristendommen.

 

Annað sem er öðruvísi er að dönsk börn byrja ekki að fá í skóinn 13 dögum fyrir jól eins og á Íslandi. Hér er venja að gefa börnunum gjafir allan desembermánuð, og fá mörg hver gjafir á hverjum degi....þó ekki í skóinn. Hef ég heyrt að á sumum íslenskum heimilum hér í Danmörku hafi þurft að taka upp þessa venju því ekki er nú gaman fyrir íslensku börnin að heyra það að hin börnin í skólanum hafi fengið gjöf frá jólasveininum!!
Hermann fékk litla fjarstýrða gröfu frá Stekkjarstaur í skóinn sinn í nótt, Stekkjastaur gerði vel við hann þar sem þetta var fyrsta nóttin og varð að vera eitthvað spennandi í skónum:) Hermann varð yfir sig ánægður og fór með gröfuna á leikskólann í morgun (á leikskólanum hér mega börn koma með dót á hverjum degi ef þau vilja) og urðu strákarnir á deildinni þvílíkt æstir í að fá að prófa. Þeir hreinlega hentu í Hermann öllum bílunum sem þeir voru að leika sér með og fengu þannig að prófa gröfuna. Þetta var eiginlega frekar spaugilegt, Hermann sat með marga nýja bíla í fanginu, misstóra og flotta og brosti hringinn.....enda fannst honum hann hafa stórgrætt á þessum viðskiptum:) 

Sú venja er á leikskólanum hjá Hermanni að hvert barn fær að taka með sér bangsa heim yfir eina nótt í desember. Þessi bangsi heitir Julius og er "Nissefar" eða álfapabbi. Það var þvílík gleði hjá mínum manni þegar hann fékk að vita að Julius ætti að fara með honum heim í dag, enda hafa báðir vinir hans, Emil og Viðar, fengið Julius með heim. Julius hefur því verið með okkur í dag og fylgdu honum einnig piparkökur í "kramarhúsi" sem Hermann bjó til á leikskólanum og voru þessar kökur borðaðar á methraða þegar Hermann kom heim (NB! ég fékk að smakka eina og Raggi enga). Juliusi fylgir bók sem við eigum að skrifa í hvað Julius og Hermann voru að gera og svo er lesið upp á bókinni á morgnana með hinum krökkunum í leikskólanum.

Það var því mikil gleði á þessum bæ í dag.....í fyrsta skiptið keyptum við stórt, lifandi jólatré og fékk Hermann að skreyta tréð með okkur og Juliusi:) Á meðan hlustuðum við á jólalög og skemmtum okkur vel.....það urðu reyndar pínu afföll af jólakúlum, en hvað er það á milli vina!!?:) Já jólin eru heldur betur að koma hjá okkur:)


Næsta síða »

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband