Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Þetta er sko ritgerð!!

Mikið var að ég nenni að blogga....

Siggi Kalli algjör dúlla í skírnarkjólnumMamma og pabbi fóru aftur heim til Íslands á laugardaginn og var mikill söknuður á eftir þeim, enda áttum við yndislega daga saman og var tíminn með þeim allt of fljótur að líða. Skírnarundirbúningurinn gekk rosalega vel eins og við var að búast með hana Sigríði í fararbroddi og vorum við mamma voða sáttar við útkomuna úr bakstrinum okkar svona utan við hvað skírnartertan varð frekar ófríð. Allavegana fannst mömmu alveg óþarfi að ég setti myndir af henni á Barnaland, hehe:) Hún smakkaðist alveg rosalega vel og verð ég að viðurkenna Skírnarborðið fína:)að ég var bara stolt af því að hafa getað gert svona köku með mömmu en ekki keypt tilbúna:)
Pabbi stóð sig líka vel í undirbúningnum og var settur í hreingerningarhlutverkið og var pallurinn og gluggarnir eins og nýjir eftir að hann hafði farið þar yfir. Alveg á hreinu að "yfirmaður á útisvæði" átti vel við hann daginn fyrir skírnina, hehe:) Ekki var nú verra að fá svo Kiddu vinkonu til okkar daginn fyrir skírnina því hún var okkur mömmu sérstakur aðstoðarmaður. Takk Við fjölskyldan elsku Kidda fyrir hjálpina*

Skírnin var svo sunnudagsmorguninn og var alveg einstök upplifun að skíra í danskri kirkju. Athöfnin var mjög trúarleg en jafnframt hátíðleg og er miklu meira gert úr skírninni hér en heima. Í lokin fengum við stóru barnabiblíuna frá kirkjunni ásamt merktu kerti og allt frítt....ólíkt því sem er heima. Bæði Hemmi og Siggi voru eins og englar í kirkjunni eins og við var að búast og kvartaði Siggi Siggi frændi og Hrönn (skírnarvottar) ásamt Sigga Kalla og Guðnýju frænkualdrei nema þegar hann heyrði fyrstu tónana í hverjum sálmi.....ekki alveg að fíla orgelið!! Eftir athöfnina komu rúmlega 20 góðir gestir í veisluna til okkar og áttum við skemmtilega stund saman. Siggi Kalli fékk alveg ótrúlega mikið af fallegum gjöfum og þökkum til kærlega fyrir þær.

Vikuna eftir skírnina vorum við mamma og pabbi mikið í búðum og gerðum jólagjafainnkaupin, en einnig fórum við til Árósa og löbbuðum miðbæinn, kíktum Ég og Kidda mínþar á kaffihús og hittum Kiddu vinkona. Einnig fórum við í afmæli til Hrannar skáfrænku og fleira skemmtilegt. Ég var svo heppin að geta klárað flestar jólagjafirnar og sent með mömmu og pabbi til Íslands. Munar þokkalega um það á þessum krepputímum því ekki er nú Pósturinn fríkeypis hérna!

Elsku mamma og pabbi....ástaraþakkir fyrir að koma til okkar og vera viðstödd skírnina. Dagurinn hefði ekki verið eins án ykkar. Takk fyrir alla hjálpina, allar gjafirnar, allar íslensku vörurnar og allt saman....þið eruð frábær!!

Ég og pabbi á kaffihúsiÁ sunnudaginn fórum við svo með strákana okkar í myndatöku og gekk það svona lala....Siggi Kalli var mjög þreyttur og vildi helst bara nudda augun og sjúga snuðið sitt en við höldum samt að snillingurinn hann Simmi ljósmyndari hafi náð nokkrum góðum myndum. Eftir myndatökuna kíktum við í kaffi til Halls og Steinunnar og keyrðum svo til Árósa til hennar Kiddu minnar en hún var búin að bjóða okkur í mat ásamt fleirum vinum.

Mamma mín með ömmustrákana sínaHvað "læknamál" strákanna okkar varðar þá fórum við á fund með talpædagoginum á miðvikudaginn og fengum við útlistað hvað við eigum að gera til að ýta undir málþroskann hjá honum en talpædagoginn ætlar ekki að taka hann sjálf í þjálfun eins og staðan er núna. Meðal annars eigum við að taka upp samskiptabók svo að leikskólakennararnir viti frá hverju hann er að segja þegar þær tala við hann t.d. um hvað hann hafi gert um helgina og geti þá gefið honum meira feedback. Það sama á við þegar hann er að segja okkur hvað hann var að gera á leikskólanum. Einnig eigum við að gera ýmsar æfingar og spila mikið við hann osfrv. Talpædagoginn hittir okkur svo aftur eftir áramótin og metur framfarirnar. Hermann fór líka í heyrnarmælingu á mánudaginn og kom sú skoðun vel út. Læknirinn þar sagði að seinkaður málþroski væri mjög algengur hjá tvítyngisbörnum og því bara eðlilegt að hann væri seinn til.

Hvað Sigga Kalla varðar þá kom hingað sjúkraþjálfari á mánudaginn í síðustu viku og skoðaði hann vel. Hann var þá nýfarinn að nota hendurnar betur til að tosa sig upp og eins lyfta höfðinu frá liggjandi stöðu þannig að hún var mjög ánægð að sjá það. Hún mælti með Pilates bolta til þjálfunar ásamt fleiri æfingum og kemur hún svo aftur eftir mánuð til að meta stöðuna. Hann er semsagt á fullri ferð í að vinna upp kraft og er það alveg yndislegt. Bara vonandi að hann verði orðinn enn betri þegar hún kemur næst;)

Það eru semsagt allir bara glimrandi glaðir á heimilinu og gæti lífið varla verið betra.
Við værum reyndar alveg til í að kíkja til Íslands í smá stund núna og knúsa litlu frænkuna okkar en Begga tengdamóðursystir og Valli eignuðust þriðju prinsessuna sína í síðustu viku. Við fengum sendar myndir frá Bjöggu mágkonu í dag og er hún algjör gullmoli. Innilega til hamingju elsku Begga, Valli, Karitas og Tinna**

Svo er mín elskulega tengdamóðir 55 ára á fimmtudaginn.......til hamingju elsku Domma, vildi óska að við gætum kíkt í kaffi til þín.
Einnig var Elsa Þóra, mín elsta og besta vinkona þrítug þann 27. október.....til hamingju með daginn elsku vinkona.

Ætli þetta sé ekki að verða nóg í bili....skelfilegt að láta svona langt líða á milli blogga....þetta verða heilu ritgerðirnar. Í fyrramálið förum við Siggi í ungbarnasund klukkan 9 þannig að það er best að fara snemma í háttinn svona einu sinni.

Hafið það kreppu-gott kæru vinir.


Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband