Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Hermann útskrifaður af eyrnaveseninu....7,9,13:)

Fórum eftir hádegið í dag til háls-, nef-, og eyrnasérfræðingsins og fengum við heldur betur góðar fréttir......öll sýking farin og hljóðhimnan gróin. Því þarf ekki að setja í hann annað rör eða gera aðrar úrbætur. Heyrnin var líka athuguð og tækið sýndi að öll virkni á milli heila og eyra eru í góðu lagi. Mikið vorum við hjónin fegin....bara vonandi að þetta mistakavesen sé allt búið fyrir fullt og allt.

Hermann að hjóla í MatsbyparkAnnars er allt hið besta að frétta....kíktum í Matsbypark í Fredericia á laugardaginn með Hermann og fékk hann góða útrás þar:)
Í gær var heldur betur steik...22°C og sól. Við vorum því úti nánast allan daginn, fyrst fórum við í langan göngutúr og svo skellti Raggi sér í garðvinnu á meðan ég sleikti sólina.....fínt að vera óléttur, hóst*hóst* Hermann fékk nýjan vin í heimsókn og smullu þeir vel saman og léku sér að mestu inni vegna hitans. Þegar við komum loksins inn úr hitanum þá hafði ég náð mér í smá brúnan lit en Raggi tók rauða litinn með trompi og var því eins og karfi í gærkvöldi þegar hann fór að sofa:)

Raggi í garðvinnunniEkkert virðist vera að leysast í verkfallsmálunum en sem betur fer hefur Hermann fengið að vera á leikskólanum allan verkfallstímann en svo verður hann heima í næstu viku....ég reyndar valdi þá viku í "verkfallsfrí" því mamma mín verður komin til okkar og því verður hann heima hvort eð er til að njóta þess að láta ömmu sína stjana við sig og við við hana auðvitað:) Verkfallið bitnar samt á okkur að því leytinu að ljósmæður eru líka í verkfalli og átti ég að fara til ljósmóður í síðustu viku (í annað sinn alla meðgönguna!!) en tíminn var felldur niður og á ég að hringja og fá nýjan tíma þegar verkfallið leysist......bara vonandi að verkfallið taki ekki 10 vikur eins og síðast í Árósum því þá verð ég búin að eiga!!

 

Okkar nánustu ættingjar eru að vinna í sínum sumarfrísmálum og erum við búin að fá nokkrar dagsetningar en þó ekki allar. Þeir sem hafa í huga að kíkja til okkar í sumar en eru ekki búnir að panta flug eða láta okkur vita mega fara að gera það því hótel Engblommevej er að verða fullbókað:)


Það er komið sumar:)

Vikan hefur heldur betur verið sumarleg og yndisleg.....heiðskírt alla daga og sól. Danir halda ekki upp á sumardaginn fyrsta og því hefur dagurinn hér verið eins og hver annar virkur dagur. En við Íslendingarnir fögnum þessum degi og vonum að rigningarspáin næstu daga rætist ekki svo maður geti haldið áfram að sleikja sólina innan um alla maurana og köngulærnar sem eru fyrir löngu komnar í sumarfrí:)

Gleðilegt sumar elsku vinir og ættingjar og takk fyrir veturinn.

1153789284jI008B

Hamburg er málið!!

Miðbær HamburgUm kvöldmatarleytið í gær komum við heim eftir alveg snilldar helgi í Hamburg. Við lögðum af stað í bítið á föstudaginn og vorum komin fljótlega eftir hádegið á hótelið okkar þar sem við skráðum okkur inn og hentum inn töskunum. Því næst brunuðum við í miðbæ Hamburgar þar sem við töltum um göngugöturnar og spókuðum okkur í ekkert allt of góðu veðri. Miðborgin er mjög snyrtileg, með stórum og flottum húsum og verslunarmiðstöðvarnar voru þónokkrar með hundruði verslana. Við lögðum bílnum okkar í bílastæðahús í Raggi að gefa fílunum að borðastórri verslunarmiðstöð á göngugötunni og stærðin á "mollinu" var þvílík að við ætluðum aldrei að finna útgönguleiðina. Það sama átti við þegar við fórum að sækja bílinn aftur.....við þurftum tvær tilraunir inn í "mollið" og gott rölt þar inni til að finna bílastæðin!! Eftir fínt rölt, með viðkomu á Starbucks (ójá....það er Starbucks í Hamburg) fórum við upp á hótel og löbbuðum svo yfir götuna á KFC (jebb....KFC var hinum megin við hótelið) þar sem við fengum okkur borgara í kvöldmat.

Hermann að gefa geitunum að borðaEftir frekar erfiða nótt með tilheyrandi næturbrölti af minni hálfu og litlum svefni þá vaknaði Hermann klukkan 7 og gaf pabba sínum afmælispakka og koss í tilefni dagsins. Því næst var farið í morgunmat þar sem við gátum borðað okkur pakksödd. Deginum var svo eytt í stærsta dýragarði Evrópu....Hagenbeck tiergarten. Við vorum komin þangað 10:30 og byrjuðum á því að skoða vatnaveröldina, en það er nokkurs konar neðansjávardýragarður með hinum ýmsu sjávardýrum og einnig var þar inni regnskógur með Ég og Hermann á veitingarstaðnum Einsteinýmis konar skriðdýrum, leðurblökum og fleirum ógeðfelldum dýrum. Í dýragarðinum sjálfum voru öll helstu dýr jarðar, fílar, mörgæsir, kengúrur, ísbjörn, beljur og allt þar á milli. Klukkan 17 vorum við loksins búin að ganga allan garðinn en samt stoppuðum við bara einu sinni til að fá okkur að borða. Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn fegin að sjá bílinn minn ....gjörsamlega búin á því eftir 6 tíma labb!! Og Hermann...jahhh....þreyttur er ekki nógu sterkt orð til að lýsa honum. Hann sofnaði á nokkrum sekúndum eftir að hann kom í bílinn.

Afmælisbarnið í góðum gírEftir gott bað á hótelinu þá fórum við út að borða á veitingarstað sem var við hliðina á hótelinu. Sá staður hét Einstein og vorum við svo heppin að þjónninn okkar talaði fína ensku þannig að hún gat þýtt fyrir okkur matseðilinn. Það er nefnilega svo merkilegt með Þýskaland, að það er nánast hvergi hægt að fá enska matseðla og alveg hending ef maður hittir á fólk sem talar ensku. Við t.d. lentum í vandræðum í miðasölunni í dýragarðinn því konan skyldi ekki stakt orð í ensku og hvergi enskar leiðbeiningar í öllum dýragarðinum.

Eitt af módelunum flottuÁ sunnudaginn þegar við vorum búin að borða morgunmat og skrá okkur út af hótelinu þá fórum við í Miniatura wonderland sem er nokkurs konar safn með heilu bæina, borgirnar, Alpana og annað landsslag í smækkaðri mynd. Þvílík upplifun og hélt Hermann varla vatni yfir þessu, enda smágerðar lestar á fullri ferð út um allt. Eftir rölt um safnið þá kíktum við aftur í miðbæinn, fórum út að borða á ekta ítölskum stað og nutum lífsins áður en við lögðum í hann aftur heim.

Semsagt......frábær helgi í alla staði og mælum við svo sannarlega með Hamburg.


Skemmtileg vika

Sjaldan hefur ein vika verið jafn fljót að líða. Reyndar er vikan ekki nema hálfnuð en engu að síður Ég og Kolla alsælar með uppáhaldið okkar....Nachos!líður hún á skothraða. Mánudagurinn fór í letikast með tilheyrandi sápuóperuglápi fram eftir degi, en þegar kallarnir voru komnir heim úr leikskóla og skóla þá fórum við í rosa fínan göngutúr í góða veðrinu og svo var bíllinn ryksugaður og þrifinn. Í gær var ræs klukkan rúmlega 6 að frumkvæði Hermanns og þegar hann var farinn á leikskólann þá fór ég til Kollu í "kaffi". Um hádegið mætti svo Árósarpæjan hún Kidda á svæðið og fórum við þrjár í Bytorv á kaffihús og höfðum það huggulegt yfir Nachosi og Brunch. Eftir afmælisgjafakaup í Bytorv þá fórum við Kidda heim, settumst út á "pall" í sólina og höfðum það kósý á meðan karlpeningurinn á heimilinu sló lóðina og lék sér í Kidda sæta að borða Brunchfótbolta.....fín skipti þar á ferð:)

Eftir kvöldmatinn kom svo Kolla í heimsókn til okkar og sátum við vinkonurnar þrjár á snakki langt fram eftir kvöldi. Kidda ákvað því bara að gista í nótt og fór heim í morgun klukkan verða 10. Takk fyrir skemmtilegan dag elsku Kidda og Kolla:)

Þegar ég var búin að "skila" Kiddu á lestarstöðina og Hermanni á leikskólann í morgun þá fór ég í minn vikulega mömmu/bumbuklúbb og var það alveg frábært. Við fengum gott að borða hjá henni Betu og svo fórum við líka í smá Strákarnir að taka á því með sláttuvélarnar:)göngutúr út á rólóvöll til að "viðra" krakkana sem voru heima vegna verkfalls pædagogsmedhjælpere. Þegar klukkan var orðin hálf 3 þá náði ég í Ragga og Hermann. Við skelltum okkur í göngutúr í búðina enda veðrið yndislegt og því ekki nokkur leið að hanga inni. Eftir kvöldmatinn kíktu svo Rakel og Viðar í heimsókn og gátu Viðar og Hermann leikið sér saman í smá stund, enda ekki sést í allan dag þar sem Viðar var heima vegna verkfallsins en Hermann verður heima þegar lengra líður á verkfallið.

Á morgun er ekki mikið planað nema að pakka niður í tösku og kíkja kannski til Kollu minnar, en miðstrákurinn, hann Hafsteinn er 11 ára á morgun. Á föstudaginn verður svo farið á fætur í bítið og brunað til Hamburgar og helginni eytt þar á hóteli. Jeminn hvað ég hlakka til:)

Það er því ekki hægt að segja annað en að sumarið sé komið og góða skapið með. Svo styttist í að mamma mín komi til okkar, en hún kemur 5. maí og verður þvílíkt gaman að sjá hana loksins eftir næstum 9 mánaða aðskilnað.

Ágúst Már frændi minn varð 11 ára í gær......Til hamingju með daginn elsku Ágúst minn**
Já og svo er kallinn 28 ára á laugardaginn.....jeminn eini.....hann sem var bara 17 ára þegar við kynntumst, hehe:)


Eyrnafréttir!!

Var í mömmuklúbb í gær þegar það var hringt frá leikskólanum og mér sagt að Hermann hafi meitt sig. Vegna tungumálaskilningsleysis hjá mér þá skyldi ég bara að hann hafi meitt sig, blóð, kannski slysó en voða lítið annað. Ég rauk því bara af stað, hringdi í Ragga á leiðinni og sagði honum að hann þyrfti örugglega að koma með mér á slysó. Þegar ég kom niður á leikskóla þá sat Hermann greyið í fanginu á leikskólakennara grátandi og hafði hann þá meitt sig á þumalfingri. Enginn sá hvað gerðist en talið var að hann hafi klemmt sig á útidyrahurðinni og sagði Hermann svo vera. Þar sem mikið hafði blætt úr fingrinum og greinilegur skurður komið þá vildu þær að ég færi með hann til læknis eða slysó og því ákváðum við að hringja í heimilislækninn hans sem kippti honum inn "med det samme". Sem betur fer var skurðurinn grunnur og puttinn ekki brotinn þannig að sárið var bara sótthreinsað og plástur settur á. En fyrst við vorum komin til læknisins þá sögðum við honum að þrátt fyrir að Hermann væri búinn með sterka pensilín skammtinn sinn þá myndi ennþá vella úr eyranum á honum. Þetta þótti lækninum ekki nógu gott og hringdi í heyrnarsérfræðinginn (sem við eigum tíma hjá þann 28.) og sagði honum að ekki væri hægt að bíða lengur og hvernig staðan væri. Því fengum við tíma strax í morgun fyrir Hermann sem við að sjálfsögðu þáðum með þökkum.

Í morgun fórum við því með Hermann til heyrnarsérfræðingsins (háls-nef og eyrnalæknisins) og eftir um klukkustundarbið á biðstofunni vorum við kölluð inn. Læknirinn var alveg yndisleg ung kona sem Hermanni leist voða vel á. Í ljós kom að sýkingin í eyranu á Hermanni er ennþá mikil og því ekki nokkur leið að sjá inn í hljóðhimnu. Þrátt fyrir að hún hafi ryksugað eins mikinn merg út úr eyranum á honum og hún gat þá var það ekki nóg til að sjá alveg inn. Hann fékk því dropa í eyrun sem hann á að fá tvisvar á dag næstu 8 daga og svo eigum við að koma aftur þann 28. apríl og þá verður ákveðið með framhaldið og heyrnarmælt. Hún gat heyrnarmælt hægra eyrað og það kom vel út:) Svo er bara að vona að þetta lyf virki núna og hljóðhimnan grói af sjálfu sér svo hann þurfi ekki að fá önnur rör.

Það sem mér finnst svo gott hér í Danmörku er hvað þeir læknar sem við höfum kynnst eru yndislegir og "mannlegir". Framkoman við Hermann er í alla staði frábær og hefur þetta orðið til þess að öll læknahræðsla (sem var svakalega eftir að læknirinn misþyrmdi honum í fyrra) hefur horfið og hann gerir allt sem hann er beðinn um án þess að hika. Læknarnir leyfa honum alltaf að vera með í öllu sem þeir gera, ýta á takka á tækjum, skoða skjáina, prófa sjálfur og svo er honum hrósað í hástert og gefið verðlaun. Margir læknar á Íslandi mættu taka sér þetta til fyrirmyndar, þó að þeir séu að sjálfsögðu jafn misjafnir og þeir eru margir.

En svona standa semsagt eyrnamálin að þessu sinni.

Góða helgi öll sömul og farið varlega í umferðinni.....hrikalegt að heyra um öll bílslysin á Íslandi síðustu daga:(


Meiri lyf og Hamburg.

Þrátt fyrir að litli prinsinn minn hafi fengið pensilínskammt í síðustu viku þá hafði það ekkert að segja við sýkingunni í eyranum á honum. Í dag fékk hann því annan, sterkari skammt af pensilíni. Ekki alveg það sem ég óskaði en greyið getur ekki verið svona þangað til hann fer til sérfræðingsins í lok mánaðarins. Hann finnur ekki til en þetta að sjálfsögðu pirrar hann mikið og fylgir þessu mikil lykt....hann klórar sér í eyranu endalaust og eru næturnar ekki undanskyldar. Þegar hann fær síðan "jukkið" á puttann þá reynir hann að klína því í koddann sinn, sængina eða vegginn, hálfsofnandi, eða það sem verra er....í andlitið á mér!!  Yndislegt að vakna við mergsmyrslun á fésið....eða þannig!! Ekki bætir úr skák að með endalausu klóri sínu þá gerir hann sár í eyrað sem verður viðkvæmt og því ekki alltaf auðvelt að þrífa eyrað, sem þarf að gera nokkrum sinnum á dag!! Ég ætla rétt að vona að þetta nýja lyf virki vel....ekki hægt að bjóða litla kalli upp á þetta lengur. En eitt skilur maður ekki......hvaðan kemur allt þetta "jukk"?? Er bara endalaus forði í svona litlum haus....maður spyr sig!!!

KnúturEn nú styttist í að Raggi eigi afmæli....og erum við búin að bóka hótel í Hamburg afmælishelgina hans. Það er frí í skólanum á föstudeginum og þar sem við förum nú eitthvað lítið (eða ekkert) í sumar þá ákváðum við að skella okkur í helgarferð til Hamburgar og njóta okkar. Við erum búin að plana að fara í dýragarðinn Hagenbeck sem er stærsti dýragarður Evrópu (að mér skilst). Í þessum dýragarði er frægi ísbjörninn Knútur og þar er einnig vatnaveröld þar sem hægt er að skoða sjávardýr neðansjávar. Hermann á pottþétt eftir að finnast þetta æðislegt og hlökkum við mikið til:)

Annars er bara allt rólegt, við hjónin sitjum og horfum á fótboltaleik (já eða Raggi horfir og ég kíki annað slagið), en það er Liverpool og Arsenal sem eru að keppa og er Raggi hreinlega að missa sig. Stekkur annað slagið uppúr sófanum með tilheyrandi látum en sem betur fer eru Poolararnir einu marki yfir núna og Raggi kominn með bjór í hendi til að fagna....eins gott að staðan breytist ekki Arenal í vil!!

Svo er sumarið handa hornsins....sólin skín nánast daglega en samt kólnar mikið á næturna og þurfti ég t.d. að skafa bílinn í gærmorgun þar sem ég setti hann ekki í bílskýlið yfir nóttina. Það er orðið bjart snemma á morgnana og dimmir seinna á kvöldin þannig að geðheilsan er líka á uppleið með vaxandi sól:) 


Í fréttum er þetta helst......

Eitt er víst að ég fæ ekki verðlaun fyrir fjölda bloggfærslna á viku...en hér kemur smá uppdeit á góðar og slæmar fréttir síðustu daga.

Á föstudaginn vann Raggi ásamt hópnum sínum hönnunarkeppni í skólanum, en það var alþjóðleg vika þar sem ensku og dönsku línunni var blandað saman og fólk blandað í hópa af báðum línum. Hóparnir áttu allir að hanna tómstundarhús fyrir skólann og voru tveir arkitektar og 2 eldri nemar fengnir til að dæma verkin. Hópurinn hans Ragga ásamt 2 öðrum hópum voru með þrjár bestu hannanirnar og kom Raggi heim úr skólanum fljúgandi á bleiku skýi.....já eða bjór-skýi því auðvitað var haldið upp á sigurinn með því að kíkja á skólabarinn eftir verðlaunaafhendinguna:)

Helgin leið allt of hratt....fengum Hlyn, Jón Inga og Hafstein í mat áJeff Dunham laugardaginn og var voða gaman að fá þá. Þeir feðgar kynntu okkur fyrir Jeff Dunham...sem er bara mest fyndni búktalari ever og var mikið hlegið yfir honum. Mæli með því að þið kíkjið á hann á Youtube.com:) Á sunnudaginn var planið að eyða deginum í Árósum með Rakel, Svavari og strákunum, kíkja með þeim á skauta, fara út að borða og kíkja á Kiddu vinkonu líka. En því miður þurfti Raggi að veikjast og því ekkert skemmtilegt gert þann daginn:(

Í gær fór blessaður bíllinn okkar í 80. þús. km. tjékk og smur. Búið var að segja okkur að kostnaðurinn yrði rúmlega 3000 danskar krónur nema eitthvað stórvægilegt kæmi í ljós....sem við áttum ekki von á að yrði. Um hádegisbilið hringdu þeir frá umboðinu/verkstæðinu með gleðitíðindin!! Allar bremsur í klessu og þyrfti að skipta um allt heila draslið. Ekki nóg með það heldur vildu þeir líka money_fly[1]skipta um púst og fyrir þetta þyrfti að punga út 15.000 dkr. eða um 250.000 ísl. krónum. Raggi náði til að fá þá til að sleppa viðgerð á pústi en að sjálfsögðu yrðu bremsurnar að vera í lagi þannig að lokareikningurinn varð 11.500 dkr. eða um 190.000 kr.! Eftir þessar "gleðifréttir" þá ætlaði ég að leggjast í nett þunglyndi en aðeins nokkrum mínútum síðar kom "pósturinn Páll" með pakka handa okkur frá Svenna bróður og fjölskyldu og var pakkinn fullur af íslenskri mæru þannig að það létti mína lund þó nokkuð.....ef í hart fer þá á ég allavegana fullt af nammi til að hugga mig við, hehe:)  Takk fyrir okkur elsku Svenni, Marzenna og litla sæta Sandra María.....já og takk elsku íslenska efnahagskerfi fyrir að hafa skitið á ykkur síðustu vikur!!!

Í dag var svo foreldraviðtal í leikskólanum hjá Hermanni Veigari. Þar fengum við mikið hrós fyrir yndislegan og ljúfan dreng:)  Honum myndi ganga vel í öllu, aðlagast börnum og pædagogum vel og allt væri eins og það ætti að vera. Það eina sem þarf að fylgjast með hjá honum er blessað málið....því þrátt fyrir að hann tali allan daginn þá virðist enginn skilja hann!! Þar sem íslenskan var ekki komin á gott skrið þegar við fluttum út þá verður erfiðara fyrir hann að læra að tala dönsku og aðskylja þessi tvö mál, þannig að það blandast allt saman hjá honum. Þar sem hann er nú bara rétt orðinn 3ja þá er þetta ekkert áhyggjuefni en í haust verður skoðað hvort hann þurfi talpædagog til að hjálpa sér. Kemur í ljós. En að öðru leyti allt frábært:)

Eftir hádegið í dag var komin sól og blíða þannig að ég skellti mér út á stéttina í no019-sun-cartoonsólbað, með Séð og heyrt í kjöltunni og naut þess að láta sólina gefa mér orku....ég held að ég hafi verið sólarsella í fyrra lífi....svei mér þá!! Það sem sólin getur gefið manni mikla orku:)

Á morgun ætlar hún Kidda vinkona úr Árósum kannski að koma til mín í heimsókn og verður æðislegt að hitta hana. Kiddu kynntist ég lauslega hjá SSR (mínum fyrrverandi vinnustað) en svo hittumst við í haust þegar hún kom til að hjálpa Kollu og Hlyn að flytja og eftir það höfum við verið mjög nánar. Við erum jafn gamlar, verðum báðar þrítugar í maí og hreinlega smellum saman eins og "flís við rass".  Vá hvað ég hlakka til að hitta hana:)

Svo er heilsan bara upp á sitt besta þannig að ég held að plúsarnir þessa dagana séu bara miklu fleiri en mínusarnir og því bara hægt að vera þakklátur fyrir allt og alla og njóta lífsins:)


Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband