Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Afmælishelgin búin og ég enn hálf lasin:(

Já það var heldur betur haldið upp á afmælið hér á laugardaginn.....um 30 manns mættu í mat og drykk og sátu sumir lengur en aðrir....eða fram yfir Evróvision. Á sjálfan afmælisdaginn hélt ég mömmuklúbb og bauð upp á pastasalat og kaloríubombueftirétt en þá var einnig fullt hús þar sem öll "verkfallsbörnin" komu líka ásamt mömmum sínum, bumbubúum og nýfæddum krílum. Veðrið var æðislegt og gátu krakkarnir því leikið sér úti á meðan við mömmurnar sátum inni og töluðum. Á afmælisdaginn fékk ég líka tvær sendingar frá Íslandinu....einn pakka frá tengdó og einn frá Elsu Þóru vinkonu. Á fimmtudeginum fékk ég svo enn einn pakkann, og var það frá Þórunni minni á Húsavík....TAKK FYRIR GJAFIRNAR OG NAMMIÐ ELSKU TENGDÓ, ELSA OG ÞÓRUNN**

Raggi að grilla í mannskapinnKrakkar í fótbolta í afmælinuSteinunn, Hallur og Finnur í góðum gír að horfa á EvróvisionGummi og Jón Ingi hressir og kátirGóðar vinkonur..ég, Kolla og Kidda

Á fimmtudaginn fórum við í mat til Kollu og co. ásamt Gumma vini mínum sem kom til okkar á þriðjudaginn og var horft á undankeppni Evróvision með miklum áhuga....enda var rekið upp heljarinnar óp þegar í ljós kom að Ísland yrði með í úrslitunum:)

Á laugardaginn hélt ég síðan upp á afmælið mitt með pompi og prakt. Við Kolla vorum búnar að undirbúa mestan matinn deginum áður og verð ég að segja að án Kollu minnar hefði ekki orðið nein veisla....hun útbjó hvern réttinn af fætur öðrum á met tíma á meðan ég snérist í hringi og snýtti mér í hverja eldhúsrúlluna af fætur annarri. En einhvern veginn hafðist þetta allt saman og samanstóð veisluborðið af mörgum girnilegum réttum. Þegar líða tók á kvöldið fóru flestir heim, enda nánast allt barnafólk, en nokkrir sátu þó lengur og horfðu á Evróvision, þar með talin Gummi, Kidda og Kolla:) Í gær, sunnudag, fengum við okkur bíltúr til Árósa til að skutla Kiddu minni heim og Gumma í tívolí með Kollu og co. Ég hins vegar treysti mér ekki í tívolí og fór beint í rúmið þegar ég kom heim og lá þar nánast fram að kvöldmat.....gjörsamlega búin á því eftir frábæran afmælisdag með skemmtilegu fólki.......takk fyrir alla hjálpina elsku Kolla mín og takk elsku vinir fyrir góðan dag og allar fallegu gjafirnar** Einnig vil ég þakka þeim sem gáfu mér afmælispening kærlega fyrir mig......takk mamma og pabbi, tengdó, Begga og Valli og Elísa og Jón**

Annars hefur vikan einkennst af ömurlegum veikindum með tilheyrandi höfuðverk, tannverk, lungnaverk, frunsum og svitakófi. Þó mest pirrandi.....svefnleysi, því í heila viku hef ég ekki getað sofið nema örfáar klukkustundir á hverri nóttu vegna hósta og verkja. Ekki alveg að gera sig fyrir kasólétta konu með gest frá Íslandi, barn í verkfalli frá leikskólanum, afmælisundirbúning í gangi og karl í verkefnaskilum í skólanum! En einhvern veginn hefur nú vikan samt gengið.

Á morgun er svo planið að stjana aðeins við Gumma þar sem hann fer heim annað kvöld og ég lítið verið í "stjanstuði" þessa daga sem hann hefur verið hérna hjá okkur. Kolla hefur séð um þá hlið að mestu leyti en saman höfum við hugsað okkur að fara með hann til Vejle á morgun. Þannig að það er bara að vona að ég vakni hress og kát á morgun, án hors og hósta;)

Guðrún María var 8 ára í gær......til hamingju daginn elsku frænka**


Spennandi vika með óspennandi flensu!

Frá því um helgina hef ég verið að drepast úr kvefpest og hef ég ekki orðið svona veik síðan ég flutti til Danmerkur. Hausinn stútfullur af hori með tilheyrandi höfuðverk, ennisholur stútfullar og ekki sjéns að sofa nema með trantinn fullan af hálsmolum....yndislegt alveg hreint.  En þrátt fyrir þetta þá hef ég ákveðið að halda mínu striki þessa vikuna, enda fullt að gerast. Í kvöld kemur Gummi vinur minn og fyrrverandi starfsfélagi með flugi til Billund og ætlum við Kolla að keyra þangað í kvöld til að sækja hann. Í fyrramálið er svo mömmuklúbbur hjá mér og á ég von á því að mæting verði 100%. Enginn leikskóli er í boði núna þar sem  pædagogar eru í verkfalli (jú jú...þeir tóku við af samstarfmönnum sínum) og munu "verkfallsbörnin" því líka mæta í fyrramálið.....það stefnir því í þrusu mömmumorgun með tilheyrandi barnafjöri....bara gaman að því:)

evrovisionÁ fimmtudaginn verður svo horft á undankeppni Evróvision og þannig kynt undir aðalkvöldið sem verður á laugardaginn. Búið er að plana og bjóða í heljarinnar veislu hér á laugardaginn í tilefni af því að ég er alveg að skríða í fertugsaldurinn og mun gleðin halda áfram fram eftir kvöldi fyrir þá sem eru í því stuðinu....svo ég tali nú ekki um þá sem eru heitir Evróvisionáhugamenn....því að sjálfsögðu verður hækkað í sjónvarpstækinu og fylgst með keppninni með gleði- og sönggefandi drykk í hendi:)

Nú er bara að vona að flensudruslan hverfi svo hægt sé að njóta sín til fulls þessa vikuna.


Mamma farin og komin dagsetning á keisarann:)

Mamma fór eldsnemma í morgun eftir að hafa verið hjá okkur í 11 daga. Það var yndislegt að hafa hana hjá okkur og var erfitt að þurfa að segja bless í morgun. En sem betur fer mun hún koma ásamt pabba aftur eftir einn og hálfan mánuð:) Hermann naut þess að hafa ömmu sína og var ekki sáttur við að hún væri að fara aftur heim, en varð þó aðeins sáttari þegar honum var sagt að amma ætlaði að sækja afa Hreinsa og koma með honum eftir nokkra daga:)

Við mamma notuðum hvern dag vel, fórum í flestar stóru búðirnar í Horsens, lágum í sólbaði, fórum á ströndina, í Legoland, til Árósa í Bambagarðinn og miðbæinn, í Bygholm park og fleira skemmtilegt. Einnig þvoðum við og straujuðum öll barnafötin, rúmfötin, handklæðin og fleira fyrir litla barnið þannig að nánast allt er orðið klárt:)

Í gær fórum við í sónar og viðtal og fengum við góðar fréttir.....nýrnastækkunin í barninu er gengin tilbaka og allt í lagi með allt. Barnið orðið 1948 grömm og því viku stærra miðað við meðgöngulengd...semsagt stórt barn á leiðinni. Því miður fengum við ekki að ráða hvaða dag ég fer í keisarann þar sem aðeins er skorið á mánudögum og miðvikudögum. 2. júlí var því dagsetningin sem við fengum en ég vildi fá 3ja júlí því þá verður mamma sextug. En svona er þetta bara....það er bara gott að allt lítur vel út, nýrun komin í lag og barnið stórt og því tilbúið í keisara 10 dögum fyrir áætlaðan tíma:)

Ég, mamma og Hermann í Bambagarðinum í ÁrósumMamma að ræða málin við BambaMamma, Hermann og Kidda að borða nestið í BambagarðinumÁ kaffihúsi í miðbæ Árósa:)

Ég er svo stolt af mömmu fyrir að koma ein til okkar, hún sem er flughrædd og hefur aldrei ferðast með lest. En hún reddaði sér alla leið þrátt fyrir smá erfiðleika og á stórt hrós skilið. Akkúrat núna er hún á flugvellinum á Kastrup og bíður eftir fluginu heim.

Elsku mamma....takk fyrir að koma til okkar og eyða þessum dögum með okkur. Það var frábært að hafa þig. Takk fyrir alla hjálpina, allar gjafirnar og skemmtunina. Hlökkum til að sjá ykkur pabba aftur í lok júní.


Pínu blogg!

Kominn í ömmufang á lestarstöðinniMamma komst heil á húfi til Horsens á mánudaginn þrátt fyrir að hafa nánast misst af fluginu og misst af lestinni!! En sú gamla reddaði sér öðrum lestarmiða á lestarstöðinni á Kastrup með því að nota táknmál og slatta af brosi þannig hún komst á leiðarenda aðeins klukkutíma á eftir áætlun:)
Mamma kom klifjuð gjöfum frá Íslandi og má þar nefna flugna/köngulóarfælur, ilmvatn, nammi, flatbrauð, kex, lambakjöt á grillið, lambahrygg og smurt flatbrauð með hangikjöti frá Svenna og Marzennu og margt fleira. Hermann fékk einnig smá nammi og DVD mynd frá ömmu sinni og afa og aðra DVD mynd frá Hrafnhildi og Gunnari. Takk æðislega fyrir okkur þið öll**

Með ömmu að gefa öndunum í Bygholm parkVið mamma höfum haft það gott síðustu daga......höfum skipt deginum niður í búðarráp og sólböð á pallinum og erum því orðnar brúnar og peningalitlar...eða allt að því;) Veðrið hefur verið algjör snilld...yfir 20 stiga hiti og heiðskýrt og fellur það vel í kramið hjá mömmu minni....en ég hef ekki höndlað þennan hita eins vel. Samt er ég fegin að vera ekki heima á Húsavík núna því þar er snjókoma!! 

Hermann nýtur þess í botn að hafa ömmu sína hjá sér og á eflaust eftir að vera miður sín þegar hún fer heim aftur eftir viku. Hann hefur fengið að vera heima að mestu þessa vikuna nema í dag og í fyrradag fór hann í tvo tíma í leikskólann á meðan við mamma kíktum í búðir, enda ekki alveg það skemmtilegasta að hans mati. En við höfum kíkt í Bygholm park og á ströndina svo eitthvað sé nefnt og ætlum við svo í Legoland um helgina....enda aldrei komið þangað:)

Við erum nýkomin heim úr matarboði en Kolla og Hlynur buðu okkur í mat og fengum við heljarinnar veislu eins og við var að búast af frú Kolbrúnu:) Takk fyrir okkur elsku Kolla og Hlynur**

Í dag eiga tvær frábærar konur afmæli......hún Ásta mágkona er 24 ára og Kidda vinkona er þrítug ....TIL HAMINGJU ELSKU ÁSTA OG KIDDA**


Pallurinn klár:)

Dagurinn í gær var tekinn með trukki og var smíðaður pallur yfir stéttina á mettíma, eða innan við 5 klukkustundum!! Raggi ætlaði reyndar ekkert að byrja á smíðinni í gær, en ákvað að byrja að skrapa stéttina og svona "undirbúa" um hádegisbilið en svo leiddi bara eitt af öðru....enda veðrið alveg tilvalið til útivinnu. Ég lagði mig um hádegið í klukkutíma og þegar ég skreið úr rekkju klukkan eitt voru undirstöðurnar tilbúnar og kallinn að byrja að negla fjalirnar. Svavar mætti svo um kaffileytið og lagði lokahönd á verkið með Ragga. Eftir smíðina komu svo Viðar og Rakel líka og fengum við okkur vöfflukaffi og mátuðum pallinn.....sem að sjálfsögðu smellpassaði við okkur:)Feðgar að smíðaRaggi og Svavar pallasmiðir með meiru

Pallurinn klár og Hermann og Viðar að róla

 

 

 

 

 

 

Í dag fór að hellirigna og ekki mikið sólbaðsveður en þó stytti upp þegar líða tók á daginn og gátu vinirnir, Emil og Hermann leikið sér aðeins saman úti. En alla helgina og næstu viku er spáð hátt í 20 stiga hita og sól þannig að planið er að flatmaga sig á pallinum og njóta lífsins. Á mánudaginn mætir svo móðir mín í öllu sínu veldi og teljum við Hermann niður dagana. Frábær byrjun á dönsku sumri:)

Arnór Ingi systursonur Ragga er 10 ára í dag.....Innilega til hamingju með daginn elsku Arnór**


Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband