Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Og það var tía:)

Að sjálfsögðu verð ég að fá að monta mig pínu af kallinum, en eins og þið vitið þá fór hann í stóra prófið sitt í gær. Hópurinn hans var fyrstur til að kynna og gekk allt upp hjá þeim. Dómararnir gáfu þeim öllum 10 í einkunn (en það er ekki sjálfsagt að allir fái sömu einkunn) og leggst það út sem 9-9,5 á íslenskum mælikvarða.....semsagt.....frábær árangur og allir himinsælir:)
Það eina sem var svolítið svekkjandi var að dómararnir sögðu að ef hópurinn hefði munað eftir að minnast á eitt plagg í viðbót þá hefðu þeir gefi þeim einkunnina 12.....en að fá 12 er mjög erfitt og var enginn sem náði því í bekknum í gær.

Raggi í undirbúningsherberginu sínu daginn fyrir prófið

Nærmynd af einum hlutanumEinn sjötti af verkefninu

 

 

 

 

 

Það var því mikil sæla á þessum bæ í gær....í fyrsta lagi yfir því að törnin væri búin og hægt væri að fara að hugsa um undirbúning fyrir litla krílið en einnig yfir því að Raggi hafa fengið svona fína dóma og einkunn:) Til hamingju elsku Raggi minn**

Í gærkvöld ákváðum við í skyndi að fara út að borða og halda upp á herlegheitin og reyndum við 3 staði áður en við fengum borð.....ekki alveg að gera sig hér í Danmörku að fara út að borða með svona stuttum fyrirvara, en aukaálag var á stöðunum vegna útskriftar framhaldsskóla og voru því allir staðir fullir af hvítum kollum:)

Í dag er planið að taka húsnæðið og bílinn í gegn með tilheyrandi skúringum og svo eigum við von á Kiddu minni um kaffileytið. Við erum svo öll að fara saman heim til Kollu og Hlyns í "kveðjumat" og "afmælisköku", en þetta er í síðasta sinn sem við getum öll borðað saman áður en ég fer í keisara og áður en þau flytja til Íslands og ætlar Kidda að koma með afmælisköku því strákarnir okkar Kollu fengu ekki koma með í afmælið til hennar í maí:) Það verður því gaman hjá okkur seinnipartinn og í kvöld. Á morgun er svo planið að skreppa til Árósa heim til Kiddu og ná í dýnur og sængur svo fjölskyldan mín hafi nú eitthvað til að sofa með og á þegar þau koma næstu daga.....en aðeins 2 dagar eru þangað til mamma og pabbi koma og svo koma Svenni bróðir og Erla systir í vikunum þar á eftir ásamt fylgifiskum:)

Semsagt.....allt á fullu á Hesteyri og eintóm gleði með árangur Ragga.....það eina sem við höfum áhyggjur af er Hermann, en hann er að fyllast af kvefi og yrði nú ekki vinsælt ef hann yrði veikur í næstu viku þegar amma og afi eru að koma og litla krílið einnig. En lítið við því samt að gera ef svo verður en við vonum bara það besta.

Hafið það gott um helgina lömbin mín og verið stillt:)


Ég hlakka svo til á morgun....

Í fyrramálið klukkan hálf 9 fer Raggi minn í stóra prófið sitt!!! Loksins er komið að þessum degi og verð ég að viðurkenna að ég er miklu spenntari en hann, enda hef ég þurft að sitja ein heima fram á kvöld flesta daga síðustu vikur. Reyndar veitir Hermann mér smá félagsskap hluta úr deginum og einnig hef ég verið hálfgerður heimalingur hjá Kollu og Hlyni fyrri part dags sem hefur bjargað geðheilsunni að stórum hluta. Samt er ég orðin pínu þreytt á þessari fjarveru Ragga. Það verður þó að viðurkennast að Hermann hefur fundið meira fyrir þessu en ég og spyr um pabba sinn hundrað sinnum á dag....kannski ekki nema von því stundum er hann farinn að sofa þegar Raggi kemur heim á kvöldin og Raggi verið farinn þegar hann vaknar á morgnana!!! En á morgun um hádegi verður Raggi kominn í sumarfrí og verður tíminn unninn upp með Hermanni næstu daga:)

Þessi vetur okkar í Danaveldi hefur liðið mjög hratt....allavegana finnst mér það núna en ég verð að viðurkenna að á tímabilum í vetur leið tíminn ALLT of hægt og sá ég á köflum ekki fyrir endann á vetrinum.....en nú er öldin önnur og líðanin með;)Góð mynd sem Kolla vinkona sendi mér:)

Í morgun fór ég til ljósmóður í 2. skiptið á meðgöngunni.....ég pantaði þennan tíma í gær þar sem mig langaði að fá að tjékka á sjálfri mér fyrir keisarann og fá að heyra hjartsláttinn í krílinu....enda ekki fengið að heyra hann í LANGAN tíma. Ég vissi svo sem að allt væri með felldu þar sem mér líður vel og krílið reynir að setja met í rifbeinaspörkum daglega en ég ákvað samt að láta tjékka á okkur. Í stuttu máli sagt þá kom allt þrusu vel út, barnið nánast alveg skorðað, hjartslátturinn eins og hann á að vera, bumbumæling 38 cm. sem passar akkúrat og barnið mælt um 3200 gr....sem passar perfect:) Líkams-statusinn á mér er líka fínn.....blóðþrýstingur 111/78, engir "plúsar" í þvagi og enginn bjúgur. Semsagt....allt í topp standi.
Eina sem truflar mig þessa dagana er að ég á í vandræðum með að sofa vegna verkja í mjöðmunum en ég þarf að sofa á hliðinni að sjálfsögðu og er mjaðmagrindin ekki að meika það þessa dagana. En sem betur fer eru bara 6 nætur eftir:)

En það eru fleiri að fjölga sér í fjölskyldunni. Jón (bróðir tengdamömmu) og Elísa eignuðust fallegan prins í fyrradag og var hann 17.5 merkur og 56 cm. Við erum búin að fá eina mynd af honum og er hann algjör dúlla. Innilega til hamingju með prinsinn ykkar elsku Jón, Elísa, Anna Karen og Jóna Björg***

Einnig eignuðust Eiður frændi minn og Katrín strák þann 22. júní.....Við Eiður erum greinilega mjög samtaka í barneignum okkar en Hermann minn og Birta María dóttir þeirra eru fædd með aðeins mánaðarmillibili. Innilega til hamingju með prinsinn ykkar elsku fjölskylda***


Tíminn líður hratt.....

Aðeins rúmlega vika eftir í keisarann og tíminn líður sem aldrei fyrr. Raggi er í skólanum alla daga og oft fram á kvöld og verður því mikil gleði á föstudaginn þegar prófið hans er búið. Um helgina var Raggi upp í skóla allan daginn en okkur Hermanni leiddist samt ekki mikið. Við tókum því rólega á laugardaginn þangað til Hermann og Emil flottir á Jensen BöfhusKidda vinkona renndi í hlaðið....eða réttara sagt þangað til við sóttum hana á lestarstöðina en Emil og Kolla voru þá komin til okkar. Við kíktum strax á McDonalds og fengum okkur ís við mikla kátínu litlu strákanna:) Í gær, sunnudag, fórum við á Jensens böfhus í hádegismat og svo í fjallgöngu!! Já mín fór á hæsta tind Danmerkur, komin 38 vikur á leið og fór létt með það;) En svona fyrir ykkur sem ekki þekkið til þá fórum við á Ejer Bavnehoj sem er útsýnisstaður í um 190 metra hæð hérna rétt hjá. Samt sem áður....hæsti punktur Danmerkur og því hærri en Himmelbjerget!  Kollu og Kiddu leyst nú ekki á að ég ætlaði að labba upp allar tröppurnar til að komast upp á toppinn en ég sýndi og sannaði að það væri ekkert mál og var meira að segja fljótust niður, híhí. Auðvitað var lyfta í boði gegn vægu gjaldi.....en þar sem að lyftur eru ekki mín uppáhaldstæki þá voru stigarnir álitlegri:) Við öll komin á topp Ejer BavnehojEnduðum við gellurnar svo daginn hér heima með súkkulaði í annarri og Pina Colada í hinni (ég sætti mig við vatnið að sjálfsögðu svona ef þið hafið efast;)  Kidda fór svo aftur með lestinni um hádegisbilið í dag en ætlar að koma aftur næsta laugardag og þá ætlum við öll að borða saman...í síðasta sinn í LANGAN tíma og er Kidda búin að lofa að koma með afmælisköku handa strákunum þar sem hún átti afmæli um daginn og strákarnir fengu ekki að koma með okkur Kollu í afmælið;)
Takk fyrir helgina elsku vinkonur**

Þetta er nornin sem var brennd á báli í kvöldAnnars er Jónsmessuhelgin nýafstaðin og var hátíð hér í Mosanum í kvöld. Við Kolla fórum með skæruliðana okkar og fengu þeir grillaðar pylsur með brauðinu til hliðar (svona týpiskt danskt) og svo var kveikt í norn á brennu.....en það er víst einhver siður hér. Í leikskólanum í dag var víst líka kveikt í norn á brennu og hefur Hermann talað mikið um að hún hafi sprungið. Skil það nú reyndar ekki alveg. En það er bara gaman að kynnast nýjum siðum í nýju landi....sumt skrýtið og annað enn skrýtnara, hehe:)

Svo eru bara 7 dagar í að mamma og pabbi komi og er Hermann með það alveg á hreinu.....telur niður á fingrunum á hverjum degi:)


Nóg að gera í Baunalandi!

Já það er heldur betur nóg að gera þessa dagana hjá okkur í Horsens. Alla síðustu viku var hún Guðrún María systurdóttir mín hjá okkur á meðan mamma hennar og systir voru í sundþjálfunarbúðum í Álaborg. Að hafa Guðrúnu var frábært því hún var svo dugleg að leika við Hermann og því ekki hægt að finna eins mikið fyrir leikskólaleysinu. Á föstudaginn komu svo þær mæðgur (Erla systir og Sigga Stína) og gistu í 2 nætur. Það var alveg yndislegt að hafa þær hjá okkur og gerðum við margt skemmtilegt þennan stutta tíma sem þær voru allar hér. Föstudagskvöldið, fljótlega eftir að þær komu úr lestinni, kom föðursystir Siggu og Guðrúnar og fjölskylda frá Billund í heimsókn og voru þau fram yfir miðnætti. Á laugardaginn fórum við í Bytorv, þaðan í afmæli til Guðnýjar frænku og enduðum við svo daginn á Jensens böfhus.....semsagt vel nýttur tíminn:) Í gær eftir að þær mægður fóru þá var letin tekin með trompi.....kúrt upp í rúmi eða sófa, horft á sjónvarp, ryksugað og þveginn þvottur, en annars bara slakað á:)

Hemmi og Guðrún á McDonalds

Sætar mæðgur, Erla og GuðrúnSigga Stína og Hemmi á Jensens Böfhus

 

 

 

 Í dag fórum við í viðtal til svæfingarlæknisins klukkan 9 og fengum við góðar upplýsingar um keisarann. Einnig fengum við að vita að upplýsingafundurinn (sem búið var að fresta vegna verkfalls) verður haldinn á morgun samkvæmt áætlun og þá fáum við að vita allt sem við þurfum að vita. Það má því segja að mér sé mikið létt...

Eftir fundinn í morgun fórum við Hermann heim til Kollu og co. og gátu Emil og Hermann leikið sér saman í allan dag á meðan við Kolla byrjuðum að skipuleggja flutning þeirra til Íslands....þ.e.a.s. skipulag pökkunar. Við náðum til að setja í nokkra kassa, fara í gegnum föt og geymslu og fleira. Á morgun á okkur svo eftir að verða meira úr verki þar sem litlu skæruliðarnir okkar fara í leikskólann.....loksins loksins loksins komast þeir í rútínuna sína á leikskólanum og verður eflaust mikil gleði á morgun þegar þeir hitta félaga sína þar.

Þessi vika og næsta verða því án efa fljótar að líða.....kallarnir okkar Kollu í skólanum allan daginn, strákarnir á leikskólanum og við í pökkun. Síðan eru bara 2 vikur í að mamma og pabbi komi og tveim dögum síðar keisarinn......Gvendólína hvað tíminn líður hratt.

Annars er bara allt að verða klárt fyrir litla krílið.....fengum loksins vöggu á laugardaginn en við enduðum á að kaupa notaða fyrrverandi leiguvöggu úr Önskebörn. Í fyrstu litu fæturnir ekkert voðalega vel út en eftir að ég tók þá í gegn með "Sif" vinkonu minni þá eru þeir bara nokkuð fínir og því um ágætis vöggu að ræða;)

Á 36. vikuSet eina bumbumynd inn fyrir þá sem hafa verið að biðja um það;)


Góðar fréttir:)

VERKFALL LEIKSKÓLAKENNARA (PÆDAGOGA) OG STARFSMANNA SJÚKRAHÚSA ER LEYST

Hermann getur því byrjað á leikskólanum aftur á þriðjudaginn og ég fæ væntanlega bréf um heimsókn til ljósmóður eftir helgi:) Mikið er mér létt.

Las í fréttunum að 372.516 aðgerðum og meðferðum á sjúkrahúsum var frestað í þessu verkfalli og því mun taka slatta tíma að vinna það upp, en það er gott að allt sé að falla í eðlilegt horf....loksins.

Næstu vikur munu svo leiða í ljós hvort samningarnir verði samþykktir, en annars mun verkfallið byrja aftur.....þannig að nú er bara að bíða og vona.


Helv....verkfall!!

Ég tel mig hafa sýnt verkfalli ljómæðra mjög mikla þolinmæði og skilning en nú er ég orðin frekar pirruð. Ekki nóg með að ég hafi ekki fengið nema einn tíma hjá ljósmóður alla meðgönguna þá er búið að fella niður eina viðtalstímann sem ég átti að fá fyrir keisarann, sem by the way er eftir tæpar 3 vikur!! Búið var að boða okkur hjónin á upplýsingafund þann 17. júní til að ræða keisaramál og þar stólaði ég á að fá upplýsingar um hvað ég ætti t.d. að hafa með mér því ekki gilda sömu reglur hér og á Íslandi. Sem dæmi held ég að við þurfum að taka með okkur sæng og bleiur, en ég er samt ekki viss. Einnig stólaði ég á að vita hvort ég ætti að gera eitthvað sérstakt fyrir keisaramorguninn (skila blóði, þvagi......osfrv), enda aldrei farið í keisara áður, en samkvæmt þessu blessaða bréfi sem ég var að fá þá á ég bara að mæta beint í keisarann þann 2. júlí!!
Ég veit ekki með aðra, en fyrir mér er þetta þokkalegt óöryggi.....að hafa ekki farið til ljósmóður síðan á ca. 20 viku og svo bara beint í keisarann!! Ég á reyndar viðtal við svæfingarlækni á mánudaginn....spurning hvort hann geti gefið mér þær upplýsingar sem ég þarf, en sá tími er pottþétt ekki hugsaður fyrir svoleiðis spurningaflóð?

En svona að jákvæðari nótum.....vikan er búin að líða mjög hratt og hefur hún Guðrún María systurdóttir mín verið hjá okkur og hefur Hermann notið þess að hafa hana. Við höfum farið á ströndina, á leikvöll, í sund, á McDonalds og margt fleira. Í kvöld ætlar svo Erla systir og Sigga (eldri dóttir hennar) að koma til okkar frá Álaborg og vera í rúmlega sólarhring. Það verður því skemmtilegur dagur á morgun hjá okkur systrum með börnin okkar....stefnum á að fara í afmæli til Guðnýjar frænku og fleira:) Vá hvað ég hlakka til, enda ekki hitt systur mína í næstum heilt ár (svona utan við 5 mín. þegar Guðrúnu var "hent" út úr rútunni á sunnudag). 

Bið að heilsa í bili og góða helgi**


Brjálað félagslíf:)

Það hefur heldur betur verið útstáelsi á minni síðustu tvo daga. Í gærmorgun fór ég í mömmuklúbb og var það voða gaman eins og alltaf, enda alveg frábærar stelpur í þessum klúbbi. Um 3 leytið ákváðum við fjölskyldan að kíkja í bíltúr og endaði sú ferð með því að fara í sund. Jeminn hvað Hermann varð glaður þegar við buðum honum að fara í sund....enda margir mánuðir síðan síðast....eða frá því áður en hann veiktist í eyrunum. Hermann hafði engu gleymt....stökk út í laugina á bólakaf hvað eftir annað og kom alltaf hlægjandi uppúr aftur:) Að sjálfsögðu fór hann nokkrar ferðir í stóru rennibrautina með pabba sínum og naut sín í botn. Um kvöldmatarleytið komu svo Kidda vinkona, Bjargey fyrrverandi vinnufélagi og Hafdís vinkona þeirra Kiddu til okkar og fórum við ásamt Kollu út að borða á geggjuðum ítölskum stað niður í bæ, Venecia. Eftir góðan tíma þar fórum við á barinn Corfits og sátum þar lengi vel og höfðum það kósý. Áður en þær stöllur keyrðu aftur til Árósa heim til Kiddu þá fórum við hingað heim og fengum okkur rauðvín (þær sem það máttu) og Nóa konfekt:)
Æðislegt kvöld í góðum félagsskap....takk fyrir kvöldið elsku Kidda, Bjargey, Kolla og Hafdís**Ég og Kidda á VeneciaKolla með góðan kokteil á CorfitsBjargey Una og Hafdís hressar á Venecia

 

Í dag var lítið gert framan af en þegar Raggi kom heim úr skólanum þá kíktum við í bæinn og keyptum eitt og annað, m.a. tvo legubekki fyrir afmælispeninginn minn þannig að nú getum við hjónin flatmagað okkur þokkalega á pallinum.....bara spurning hver nennir að hugsa um Hermann á meðan, hehe:)

Seinnipartinn fór ég svo á annað stelpumót.....mömmuklúbburinn ákvað að hittast heima hjá Kötu nýbakaðri mömmu um 5 leytið og fórum við síðan í bíó á myndina Sex and the city. Þrátt fyrir að hafa búið hér í Danmörku í næstum ár þá hef ég aldrei farið í bíó (enda ekki fríkeypis að fara þangað) og var ég því mjög spennt að fara þrátt fyrir að ég hafði svosem engan sérstakan áhuga á þessari mynd. En ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með myndina og var voða gaman að upplifa "danskt" bíó.....sem er svolítið frábrugðið þeim íslensku að því leyti að sætin eru númeruð eins og í leikhúsunum heima og ekkert hlé þannig að það þarf að kaupa popp og kók fyrir myndina og tæma pissublöðruna vel:)

Á morgun er planið að fara til Vejle og kíkja í Babysam til að skoða vögguúrval og kíkja kannski í leiðinni í bambagarðinn þar eða á ströndina, en við höfum á hvorugan staðinn farið. Ekki er búið að plana sunnudaginn en um kvöldið munum við reyna að keyra til móts við rútu sundkrakka frá Húsavík en Sigga Stína systurdóttir er að fara í viku sundferð ásamt Erlu systur til Álaborgar og ætlar Guðrún María yngri dóttir Erlu að vera hjá okkur á meðan. Mikið verður það nú gaman fyrir Hermann, sem er að mygla á þessu leikskólaleysi.

Semsagt....nóg að gera á þessu heimili, Raggi á fullu í skólanum, styttist í lokaverkefnið sem verður 27. júní og þá eru bara 3 dagar þangað til mamma og pabbi mæta á svæðið en þau koma þann 30. Gvendólína hvað tíminn er fljótur að líða!! Litla krílið í maganum gerir mikið vart við sig þessa dagana og fékk ég t.d. engan svefnfrið í nótt fyrir látum....ég get svarið það að það er annar fótboltagutti á leiðinni, en ég er nokkuð viss um að hann/hún hafi verið að skorða sig því þessu fylgdu þvílíkir grindarverkir svo ég varla komst inn á klósett í nótt:( En ég get ekki kvartað...hef ekki fengið neina fylgikvilla hingað til....allavegana enga til að væla yfir og því kannski eðlilegt að finna eitthvað svona síðasta mánuðinn:)

Góða helgi öll sömul.....ég set kannski inn bumbumynd við tækifæri en fyrir þá sem vilja skoða fleiri myndir af okkur fjölskyldunni bendi ég á heimasíðu einkasonarins.... www.hermannveigar.barnaland.is

Og þá eru það afmælisbörnin:)
Karolína Kristín bróðurdóttir mín er 19 ára á morgun og Bjögga mágkona er 33 ára á þriðjudaginn.....TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIN YKKAR ELSKU KAROLÍNA OG BJÖGGA**


Ástæðan fyrir því að maður verður svona klár eftir nokkra bjóra!

Ég veit að þið hafið öll heyrt eða lesið um þessi fræði áður, en ég hef ekki séð neinn útskýra þetta eins vel og hinn alvísa Cliff Calvin í Staupasteini.
Cliff Calvin var að útskýra Buffala-kenninguna fyrir vini sínum Norm og það gekk svona fyrir sig:
"Sjáðu nú til Norm, þetta virkar svona....

Buffalahjörð getur aðeins farið jafn hratt og hægasti buffalinn í hjörðinni.
Og þegar veitt er úr hjörðinni eru það hinir hægustu og veikustu aftast í hjörðinni sem eru drepnir fyrst.
Þetta náttúrulega val er mjög gott fyrir hjörðina í heild sinni því að með reglulegum drápum á veikustu og hægustu einstaklingunum batnar heilsufar hjarðarinnar og hraði hennar.
 
Á sama hátt má segja að mannsheilinn geti aðeins unnið eins hratt og hægustu heilasellurnar leyfa.
Eins og við öll vitum þá drepur alkohól heilasellur en eðlilega drepur það hægustu og veikustu sellurnar fyrst.
Á þennan hátt veldur regluleg inntaka áfengis því að veikari sellurnar drepast og þar með því að heilinn verður hraðvirkari og skilvirkari.
Þetta er ástæðan fyrir þvi að maður verður svona klár eftir nokkra bjóra:)

Ætli ísbjörninn í Skagafirði hafi villst svona???


Til hamingju með daginn sjómenn!

Í dag er sjómannadagurinn heima á Íslandinu en hér í Danaveldi er hann ekki til....allavegana ekki svo ég viti til. Ég hef alltaf dáðst af sjómönnum fyrir að geta verið í svona vinnu, enda finnst mér sjórinn ógnvekjandi og hræðist hann mikið. Þegar við fluttum út í fyrra fórum við með Norrænu og verð ég að viðurkenna að mér leið ekki vel um borð, í hvert sinn sem báturinn tók smá veltu fékk ég alveg hnút í magann. En sem betur fer eru ekki allir eins og ég.

Kidda afmælisbarnHelgin hjá okkur hér á "Hesteyri" hefur verið mjög skemmtileg. Á föstudaginn brunuðum við á "grensann" og keyptum gos fyrir sumarið, enda von á fjölmörgu fólki í sumar og eins og staðan er núna þá lítur allt út fyrir að það verði steikjandi hiti í allt sumar. Kidda vinkona fór með okkur að versla og þegar við komum tilbaka rúmlega 6 þá skellti ég mér í sparifötin og við tvær ásamt Kollu brunuðum til Árósa, heim til Kiddu í partý en hún var að halda upp á 30 ára afmælið sitt um kvöldið.  Það var mjög gaman að kynnast "hinum" vinkonum Kiddu sem maður hefur svo oft heyrt um en aldrei hitt. Ef ég væri ekki ófrísk þá hefði ég svo sannarlega notið þess að fá mér í glas með stelpunum, farið í heita pottinn og jafnvel á djammið niður í bæ.....svei mér þá! En það verður kannski bara næst....eða þarnæst;) Við Kolla komum svo heim ganga tvö, alsælar með þessa stelpuferð okkar. Takk fyrir skemmtilegan dag Kidda mín og gott partý;)

Í gær fórum við Raggi í bæinn að ganga frá ýmsum lausum endum og var planið að panta vöggu, en það er ein búð í bænum sem hefur séð um að leigja fínar vöggur handa nýbökuðum foreldrum. Því miður var okkur sagt að þeir væru nýhættir með þessa þjónustu. Arg....En þrátt fyrir að það sé til vagga í fjölskyldunni þá tek ég ekki sjénsinn á að fá hana senda til Danmerkur....enda flugfélögin ekki þekkt fyrir að fara vel með farangurinn í vélum sínum.

Gaman að ströndinniVið Hermann á ströndinniUm kaffileytið ákváðum við að kíkja á ströndina í Saksild en þangað fara víst flestir til að sóla sig og njóta lífsins en við höfðum aldrei farið þangað áður. Ekki sáum við eftir því að fara þangað....algjör snilldar strönd, risastór með fíngerðum sandi og naut Hermann sín alveg í botn. Hafgola var þónokkur þannig að hitastigið var alveg passlegt.....en heima á palli var ekki hægt að vera sökum hita.

Í dag hefur íbúðin verið þrifin, bíllinn sjænaður og rúmfötin þvegin og viðruð. Planið er svo að kíkja í kaffi í Egebjerg til Halls og Steinunnar og sjá hvernig þau hafa komið sér fyrir í nýju fínu íbúðinni sinni....já og ætla kallarnir að læra pínu líka á meðan við kellurnar slúðrum.:) Síðan eigum við von á Lindu frænku minni og Kidda í mat í kvöld, en þau eru í ferðlagi frá Íslandi og ætla að eyða kvöldinu með okkur og verður æðislegt að hitta þau:)

Annars er það að frétta að ég er ekki að meika þennan hita hér í Danmörku....hitinn hefur verið hátt í 30 gráður, jafnt inni sem úti og gat ég ekki sofið í nótt fyrir hita. Núna verða vifturnar pottþétt dregnar fram og þær hafðar í gangi á næturnar svo ég geti sofið.....ekki alveg að gera sig að vera komin 8 mánuði á leið í þessum hita....og þetta á örugglega bara eftir að versna!

Og þá eru það afmæliskveðjurnar.....
Gulli elsti bróðir varð 42 ára í fyrradag, Sigrún æskuvinkona er 30 ára í dag, Erla systir mín verður 32 ára á morgun og Hermann tengdapabbi verður 57 ára þann 3ja.....Innilega til hamingju elsku Gulli, Sigrún, Erla og tengdapabbi:)


Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband