Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Fjölskyldudagar

Mikið er gaman að hafa fjölskylduna sína hjá sér......Svenni bróðir og fjölskylda komu aðfaranótt laugardagsins og svo kom Erla systir með sína fjölskyldu á mánudaginn og var alveg frábært að hitta þau öll. Við höfum átt fínar stundir saman og borðuðum við m.a. dýrindis nautasteik hér heima á mánudaginn sem Svenni aðalkokkur græjaði handa okkur. Í gær komu svo Kolla, Hlynur og strákarnir í mat til okkar ásamt Kiddu vinkonu þar sem þetta var síðasti dagur þeirra í Horsens, en þau eru að flytja heim til Íslands á laugardaginn og fór búslóðagámurinn í gær. Jeminn hvað ég á eftir að sakna þeirra, þá náttúrulega fyrst og fremst hennar Kollu minnar og einnig veit ég að Hermann á eftir að verða vængbrotinn án Emils besta vinar síns. Það er bara vonandi að þau eigi eftir að koma til okkar í sumarfríum og að Kolla komi í heimsókn til mín í "mæðraorlofum" og þá verður sko pottþétt farið í H&M og kíkt á kaffihús og fengið sér Nachos:)

Í dag fóru þau Hermann Veigar og mamma ásamt systkinum mínum og fjölskyldum í Givskud dýragarðinn en Raggi var að hjálpa Hlyni að mála en ég og pabbi höfðum það voða kósý hér heima með litla prinsi. Litli prins er alveg endalaust vær og góður og sefur nánast allan daginn á milli þess sem hann drekkur. Ótrúlegt hvað við erum heppin með strákana okkar.....en Hermann var nákvæmlega svona þegar hann var ungabarn. Þeir eru reyndar líka sammála um það bræðurnir að næturnar séu til að drekka á 2ja tíma fresti og er því ekki mikið um langa blunda hjá mér þessa dagana. En ég vinn það bara upp í ellinni, þangað til verð ég bara sæt með bauga undir augum, hehe:)

Ég lofaði Kollu og Kiddu að setja inn uppskriftina af kjúllanum sem ég var með í matinn í gærkvöldi....gjössovel skvísur;
Kjúklingabringur kryddaðar með Provengale kryddinu og vafðar með beikoni. Bringurnar eru svo steiktar á pönnu í gegn (en samt ekki þannig að þær verði þurrar) og þá er hellingur af papriku sett út á pönnuna, léttsteikt með lokið á og því næst hellt rjóma yfir allt saman og látið krauma. 
Þetta er mjög einföld uppskrift en tekur smá tíma að gera. 

Á föstudaginn fyrir viku skírðu Jón og Elísa litla prinsinn sinn og fékk hann nafnið Höskuldur Ægir.....Innilega til hamingju elsku fjölskylda** Vonandi eigum við eftir að sjá myndir af litla frændanum okkar bráðlega:)

Svo þökkum við kærlega fyrir allar hamingjuóskirnar og gjafirnar sem við höfum fengið handa litla prinsi:) Góða helgi öll sömul**


Beðið eftir pabba!

Við strákarnir mínir og mamma sitjum hér heima og bíðum spennt eftir pabba mínum en Raggi fór og sótti hann til Billund. Hermann er búinn að bíða spenntur í rúmlega viku eftir afa sínum (frá því að hann átti að koma með mömmu minni en lenti á spítala kvöldið áður) og fékk hann því að leggja sig í dag eftir leikskólann til að geta vakað eftir afa sínum í kvöld. Jeminn hvað ég hlakka til að sjá hann pabba minn, enda næstum heilt ár síðan ég sá hann síðast.

Litlu gullmolarnir okkar:)Hér hefur annars allt gengið vel síðustu daga, litli prins er algjör draumur, sefur mest allan daginn á milli þess sem hann drekkur. Þvílíkir gullmolar sem við eigum.

Við hjónin áttum eins árs brúðkaupsafmæli í gær en héldum ekkert upp á það. Hins vegar ákváðum við að hafa góðan mat í kvöld til að pabbi fengi gott að borða þegar hann kæmi til okkar eftir flugferðalagið. Í matinn var semsagt íslenskur léttreyktur lambahryggur sem Svenni bróðir og Marzenna gáfu okkur fyrir svolitlu síðan, auðvitað voru svo Ora baunir með, brúnaðar kartöflur, sósa og íslenskt bland (malt og appelsín). Ekki amalegt það;)

Svo er bara að njóta næstu daga með mömmu og pabba og bíða svo eftir næstu gestum sem verða Svenni, Marzenna og Sandra María litla frænka/nafna, en þau koma á föstudagskvöldið. Þannig að það eru heldur betur fjölskyldudagar framundan hjá okkur:)


Og það var strákur:)

Jæja, þá er fjölskyldan komin heim með nýja fjölskyldumeðliminn. Klukkan 8:45 þann 2. júlí kom fallegur prins í heiminn með keisaraskurði. Þar sem erfiðlega gekk að koma Hermanni í heiminn á sínum tíma þá var ákveðið að fara í keisaraskurð til að koma í veg fyrir erfiða fæðingu og einnig til að taka ekki sjéns á öðrum "stjernekikker", en Hermann kom í heiminn með nefið upp í loftið og kallast það "stjernekikker" á dönsku. Minnstu munaði að sú fæðing myndi enda í keisara, en með margföldum mænudeyfingarskömmtum, þremur sogklukkum og öllum tiltækum ráðum kom hann í heiminn á "eðlilegan hátt", en þá tók ljósan sig til og lagðist ofan á bumbuna og þrýsti honum þannig út. Að sjálfsögðu fór ég sjálf mjög illa eftir fæðinguna og var svæfð med det samme til að hægt væri að sauma og græja. Hermann fór í hitakassa en var fljótur að jafna sig sem betur fer.

Vitandi það að keisarafæðing yrði "ekkert mál" fórum við pollróleg upp á spítala klukkan rúmlega 6 miðvikudagsmorguninn. Þegar loksins náði að mænudeyfa kom í ljós að ég var enn með smáFyrsta myndin af prinsinum sársaukatilfinningu en þó ekkert að ráði. Því var ákveðið að skera og ná í barnið. Ekki vildi þó betur til en svo að hann var pikkfastur, ekki kominn ofan í grind og því alls ekki tilbúinn til að koma í heiminn. Eftir mikil læti og nokkur tog með sogklukku (sem ég hef reyndar aldrei heyrt að væri notað í keisara) náðist hann út. Verð ég að viðurkenna að sú hugmynd mín að keisarafæðing væri ekkert mál kollféll þarna á augabragði. Án gríns þá hélt ég að þetta væri mitt síðasta......

Í ljós kom að um stóran og myndarlegan dreng var að ræða, 55 cm. og 3900 grömm. Samt alls ekkert á leiðinni í heiminn að sögn skurðarlæknis og ljósmóður. En allt leit vel út fyrst um sinn, prinsinn virtist sáttur og var rólegur í vöggunni sinni á meðan ég var í nettu lyfjarússi. Strax á vöknun var samt tekið eftir því að hann Kominn til Randers á vökudeildandaði með miklum hljóðum og var læknir fenginn til að hlusta hann. Jú...eitthvað var ofan í honum eins og gerist oft með keisarabörn en með því að snúa honum og hreyfa reglulega þá ætti hann að vinna á því sjálfur. Þegar við komum upp á sængurkvennadeild um hádegið var frábær íslensk hjúkrunarkona sem sá um okkur og fannst henni ekki ennþá í lagi með hljóðin í honum. Um 2 leytið fór hún með hann til læknis og lét kíkja á hann.....í ljós kom að hann var mjög slappur og andardrátturinn ekki eins og hann átti að vera. Hann fékk því súrefni, legvatn var hreinsað betur upp úr honum og síðan var hann settur í hitakassa og brunað með hann í sjúkrabíl til Randers, en það er bær í 45 mín. fjarlægð þar sem góð vökudeild er. Raggi kom svo til mín og tilkynnti mér að prinsinn þyrfti til Randers og ekki væri pláss fyrir mig og kæmi annar sjúkrabíll að sækja mig, sem hann og gerði 2Orðinn hress og kominn á tímum seinna. Raggi fór svo sjálfur á okkar bíl. Hann kom fyrst við heima til að tala við Hermann og mömmu en þau biðu eftir að hann kæmi að sækja þau til að koma í heimsókn upp á spítalann, enda Hermann orðinn spenntur að koma og sjá litla bróður. Þegar Raggi kom til Randers var búið að græja litla prins í vélar, setja pensilín í æð og skoða hann í bak og fyrir. Sem betur fer var hann þá orðinn hressari en öryggisins vegna var honum haldið undir stöðugu eftirliti í sólarhring með pensilín í æð þangað til allar rannsóknir sýndu að engin hætta var á ferðum og engin sýking í blóði. Allt bendir til þess að hann hafi fengið svona mikið sjokk við að koma í heiminn þar sem hann var ekki tilbúinn og mikið gekk á við að ná honum út.

Á meðan drengurinn var á vökudeild var ég á sængurkvennadeild og Raggi á "hótelinu" en það er Á leið heimeins og hreiðrið heima, nema fyrir alla sem þurfa á meðferðum að halda, sem og foreldra mikið veikra barna á vökudeildinni. Alla nóttina sem prinsinn var á vökudeildinni vorum við vakin á 2-3 tíma fresti til að koma til hans og gefa honum brjóst og knúsa. Það var því lítið um svefn þá nóttina og Raggi fékk góða líkamsrækt út úr þeirri nótt þar sem hann þurfti að labba langa leið til að komast til mín og keyra mig svo í hjólastól niður á vökudeild. Á fimmtudaginn var prinsinn orðinn það hress að við máttum fá hann til okkar og þar sem ég var farin að labba um allt þá fékk ég að fara af sængurkvennadeildinni og á hótelið til Ragga. Þar eyddum við seinni nóttinni öll þrjú og höfðum það voða kósý:)

í gær komum við svo heim um hádegisbilið og fór Raggi fljótt að sækja Hermann á leikskólann. Sá var heldur betur montinn með litla bróður sinn og vill ólmur fá að halda á honum og hugsa um hann. Litli prins bara drekkur og sefur til skiptis og er rosalega vær og góður. Algjörir gullmolar þessir synir mínir:)

Mamma mín stóð sig eins og hetja þessa daga sem við vorum í burtu og sá um Hermann og heimiliðFallegustu bræðurnir eins og henni einni er lagið. Hún sjálf varð 60 ára á fimmtudaginn og var Kolla vinkona svo elskulega að bjóða henni og Hemma í afmælismat og gera henni daginn eftirminnilegan:) Einnig kom Kidda vinkona frá Árósum og var með í afmælismatnum og gisti svo hér heima og var mömmu innan handar alveg þangað til við komum heim. Takk elsku mamma mín fyrir að hugsa svona vel um Hermann fyrir okkur og takk elsku Kolla og Kidda fyrir ykkar aðstoð. Þið eruð frábærar**

Nú er svo bara að bíða og sjá hvort pabbi fái ekki að koma til okkar eftir helgi, læknarnir gáfu honum ekki fararleyfi í gær en það er sjéns eftir helgi. Vonum bara að svo verði og að hann verði orðinn nógu hress til að ferðast til okkar.

Takk fyrir allar kveðjurnar hér á blogginu og á síðunni hans Hermanns**


Mæting 6:15 í fyrramálið:)

Ótrúlegt en satt.....í fyrramálið verðum við komin með nýtt kríli í fangið. Vorum við að fá að vita það að við erum tvær í planlagðan keisara á morgun og verð ég fyrst.....semsagt, mæting klukkan 6:15!!Ég er samt eiginlega ekki alveg búin að fatta þetta og þar sem ég er svo róleg yfir þessu núna þá býst ég við því að ég eigi eftir að vakna með andfælum í nótt, hehe:) Annars er allt orðið klárt, Raggi er núna úti að bera á pallinn svo það verði búið og svo eigum við bara eftir að setja saman rimlarúmið. Vorum reyndar ansi bjartsýn í gærkvöldi og ætluðum að færa rúmið okkar út í horn til að rýma fyrir rimlarúminu en það tókst ekki betur til en svo að lappirnar gáfu sig og þurfti Raggi að fara í smíðagírinn um miðnætti í gær til að reyna að redda rúminu. Það er semsagt aðeins þyngra en við gerðum ráð fyrir og þoldi ekki að við ýttum því á teppinu. En Raggi náði til að bora lappirnar aftur á rúmið og vonumst við að það haldi í einhvern tíma;)

Hún mamma mín mætti á svæðið í gær kona einsömul. Við náðum í hana á flugvöllinn í Billund og að sjálfsögðu gerðum við ráð fyrir að pabbi kæmi með henni og skyldum því ekkert í því af hverju hann var hvergi sjáanlegur. Í ljós kom að hann þurfti að leggjast á spítala í Reykjavík um miðnætti og því ekki sjéns að hann næði flugi klukkan 7 í gærmorgun. Málið er að hann datt um helgina á skenk og fékk mikið högg á síðuna. Þegar hann fór til læknis og var myndaður sást blettur á lunga og því grunur að um gat væri að ræða eftir rifbein....annað hvort eftir þetta fall eða árekstur sem hann lenti í um daginn þar sem tvö rif brákuðust. En ef um gat væri að ræða þá gæti lungað fallið saman í fluginu og því ekki sjéns að hann fengi að fara. Hann verður því að vera í Reykjavík fram á föstudag en þá verður hann myndaður aftur og fær vonandi fararleyfi hingað um helgina. Sem betur fer þurfti hann bara að gista eina nótt á spítalanum og er núna í góðu yfirlæti hjá Hrafnhildi systur sinni og Gunnari í sumarbústað og mun svo sannarlega ekki væsa um hann þar.

Herman var að vonum svekktur við að afi Hreinsi kæmi ekki, enda ekki séð hann í næstum heilt ár og mikil spenna fyrir því að hitta hann. En auðvitað var hann yfir sig glaður að fá ömmu Siggu í heimsókn og var hún strax sett í fótboltaskó og hent út á lóð í fótbolta:)

Mamma kom að sjálfsögðu ekki tómhent og færði okkur ýmislegt í frystinn og nammiskápinn, hehe:) Hér voru því íslenskar pylsur og pylsubrauð í hádegismat og kryddaðir lambakjötsbitar í ofni með kartöflumús og brúnni sósu í kvöldmat.....sem er uppáhaldsmaturinn minn.....nammmmm!!! Takk æðislega fyrir okkur elsku mamma og pabbi.
Síðan fengum við líka sendingu frá Sigga bróður og Hörpu og þökkum við kærlega fyrir okkur:)

Hermann fékk að fara á leikskólann í morgun og var mjög glaður með það. Planið er svo að fara á pósthúsið að ná í pakka sem hann á þar, en amma Domma var víst að senda guttanum eitthvað spennandi:) Takk fyrir sendinguna elsku Domma*

Jæja....best að fara að gera eitthvað að viti....

Næsta blogg verður án efa um nýja fjölskyldumeðliminn;)
Bið að heilsa þangað til**istockphoto_4506859_flying_stork_cartoon


Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband