Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Nú á sko að taka á því!!

Þá er ég búin að kaupa mánaðarkort í ræktinni og er planið að fara í "mor og baby" tíma einu sinni í viku, ungbarnasund tvisvar í viku, sundkennslu með Hermanni einu sinni í viku og í tækjasalinn og jafnvel einhverja tíma þess á milli.....geri aðrir betur!!!

Við Steinunn fórum í kvöld og byrjuðum að hrista appelsínuhúðina og tókum sko þokkalega á því. Þar sem við keyptum "exclusive" kort þá höfum við frían 16465_caucasian_man_in_sweats_swinging_a_whip_while_telling_his_blond_wife_to_keep_exercising_on_a_treadmillaðgang að saunum, nuddpotti, sundlaug, sturtum með heitara vatni og fleiri fríðindum....bara snilld:) Kortið kostaði reyndar bæði augun úr, svona miðað við gengið núna, en þetta er eina kortið þar sem ungbarnasundið fylgir með. Annars þarf að borga um 100 dkr fyrir hvern ungbarnasundtíma og yrði það margfalt dýrara. Inn í þessu korti getum við líka fengið sett upp þjálfunarprógramm fyrir okkur og fengið kennslu á öll tækin.....ekki slæmt það:)

Þannig að nú verður sko tekið á því og vonandi mun ungbarnasundið hjálpa Sigga Kalla að fá meiri styrkleika í hálsinn og Hermanni að læra að synda.
Svo ekki sé tala um hvað geðheilsan verður miklu betri með aukinni hreyfingu, góðum félagsskap og minna skvapi, hehe:) 


Enn send áfram......

Fórum loksins til barnalæknisins í morgun með Sigga Kalla til að láta skoða hálsinn/hnakkann á honum og urðum við fyrir pínu vonbrigðum með þann fund. Auðvitað áttum við von á að fá einhver svör en því miður hafði hún (læknirinn) engin svör til að gefa okkur. Hún skoðaði Sigga Kalla í bak og fyrir, sá að hann er mjög slappur í hálsinum/hnakkanum en gat ekki gefið neinar skýringar, hvorki hvort það væri eitthvað að eða hvort vöðvinn væri bara slakur eftir fæðinguna og þyrfti aðeins auka tíma til að ná styrk. Þó eru góðu fréttirnar þær að honum fer fram og er farinn að halda haus í smá tíma í einu, en ennþá gerir hann ekki vissar hreyfingar eins og að draga höfuð að búk þegar togað er í hendurnar á honum. Eins vill hann ekki vera á maganum og lyftir lítið hausnum frá gólfi nema þá út á hlið.Siggi Kalli krúttbolla

Niðurstaðan er því sú að barnalæknirinn sendir núna beiðni til barnadeildarinnar í Randers (þangað sem við lentum með hann eftir fæðinguna) og þar verður hann skoðaður betur og örugglega myndaður og einnig sendir hún beiðni til sjúkraþjálfara hér í Horsens. En að sjálfsögðu er langur biðlisti á báðum stöðum þannig að við þurfum sennilega að bíða í mánuð eða lengur eftir tíma hjá þeim.
Það sem við getum gert er að halda áfram að láta hann vera sem mest á maganum (eins og hann elskar það eða þannig!!) og einnig setja eitthvað undir bakið á honum hægra megin til að hann halli alltaf hausnum til vinstri þegar hann sefur því hann leitar yfirleitt alltaf til hægri með höfuðið.
Svo nú er bara að bíða og sjá!!!

Barnalæknirinn vigtaði líka Sigga Kalla og mældi......og viti menn....hann er á mörkunum að sprengja kúrfuna á öllum sviðum. Er orðinn 7 kíló, 65 cm. og höfuðmálið 42. Semsagt algjör risi. Samsvarar sér vel en er LANGT yfir meðaltal í öllum þessum þremur þáttur þannig að hann dafnar mjög vel:) Er alveg hættur með magakveisu, er farinn að nota aðeins hendurnar, hjalar á fullu og brosir mikið.....algjört krútt:)


Gleði, gleði.....

Já það er sko gleði hjá mér þessa dagana.....er þvílíkt sæl í mömmuklúbbnum, er byrjuð í leikfimi, er6175_woman_sweating_while_skipping_and_dancing_at_the_gym að byrja í saumaklúbb, byrja á morgun með Hermann í "fimleikum" og svo líður að því að við byrjum í ungbarnasundi með Sigga Kalla og með Hermann í sundkennslu. Alveg frábært að hafa svona mikið fyrir stafni og veit ég að þessi vetur verður sko skemmtilegur og viðburðaríkur:)

Hvað skírnina varðar þá ætlum við að fara á morgun í kirkjuna og sækja um skírnardag en planið er að skíra í lok október. Einnig ætlum við að skila inn umsókn um "vöggustofu" á morgun því það er a.m.k. árs biðlisti á þær og því ekki seinna vænna en að fara að sækja um ef maður ætlar að reyna að hlunkast út á vinnumarkaðinn næsta haust.

Hermann að gefa Sigga Kalla koss.....yndislegastir í heimi:)Raggi byrjaði aftur í ræktinni klukkan 6 í morgun eftir gott sumarfrí og vorum við strákarnir því bara að dúlla okkur saman hér í morgun fyrir leikskólann. Býst ég svo við að Svampur Sveinsson verði tekinn með trompi hér fyrst á morgnana í vetur því að sjálfsögðu vakna bræður MJÖG snemma eins og alvöru strákum sæmir:)

Allt gengur því eins og í sögu hér á Hesteyrinni og er nóg að gera hjá öllum. Það styttist svo í tímann hjá barnalækninum en við eigum tíma með Sigga Kalla þann 24. september. Hann er samt allur að styrkjast og sjáum við mikinn mun á honum. Þó eru vissar hreyfingar sem hann gerir ekki ennþá. En sem betur fer er magakveisan búin og er Siggi Kalli brosandi núna allan daginn og er farinn að hjala á fullu. Alveg yndislegur í alla staði. Hermann talar endalaust um Ísland......segir á hverjum degi, stundum oft á dag "fyrst koma jólin, svo Hemmi afmæli, svo pabbi afmæli, svo mamma afmæli, svo Ísland". Planið er semsagt að koma heim næsta sumar og eyða sumarfríinu þar með fjölskyldunni okkar.....jeminn hvað ég hlakka til:)myYearbookPhoto

Já eitt að lokum.....ég var í klippingu og litun. Er ég ekki fín???


Könguló í morgunmat....næstum því!

Vaknaði við það í gærmorgun að könguló var komin hálfa leið upp í munninn á mér.....og ég er ekki að tala um dordingul!! Ég verð nú að viðurkenna að ég hef nú verið vakin á þægilegri máta:)
Spider_-_Cartoon_6tn_


Ég var klúkkuð (já við segjum klúkk fyrir norðan...ekki klukk:)

Já, hún Kolla mín klúkkaði mig.....

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Hraðfrystistöð Þórshafnar, Hótel Húsavík, Hamraskóli og SSR (Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík).

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Dirty Dancing, Top gun, La-bamba og Ghost hafa alltaf verið í uppáhaldi.

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Húsavík, Reykjavík, Svíþjóð og Danmörk.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

House, CSI, Super nanny, Dr. Phil.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

USA, Ítalía, Pólland, Þýskaland 

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):

mbl.is, visir.is, dr.dk og barnaland.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá:

Allur matur ala mamma, píta, ribs, lasagne. 

Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:

Engin sérstök blöð en er yfirleitt með einhverjar bækur í gangi.

Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:

Heima á Húsavík hjá ættingjunum, heima hjá Elsu vinkonu, heima hjá Kollu vinkonu, heima hjá Þórunni vinkonu.....

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Þórunn, Kidda, Steinunn og Karolína:)


Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband