2.9.2007 | 12:15
Loksins!!!
Maður er ekki maður með mönnum og hvað þá kona með konum nema vera þátttakandi í bloggæði landans og hef ég því ákveðið að prófa að vera "memm".
Ég hef skrifað í vefdagbók sonar míns síðan hann fæddist og er því ekki algjör nýgræðingur á tölvuborðinu en það verður aðeins öðruvísi að skrifa út frá sjálfum sér en ekki út frá upplifun sonarins og um sjálfan sig sem þriðju persónu.
Ég sé fram á margar tómar klukkustundir á næstunni þar sem ég hangi allan daginn heima með einkasoninn á meðan kallinn umgengst allra þjóða kvikindi í fína skólanum sínum og fer svo líka í boltaleik með stóru íslensku strákunum. Þar af leiðandi ætla ég að nota þennan vettvang bloggsins til að skrá niður mína þanka og ganga....ef einhverjar verða þ.e.a.s:)
En ég semsagt bý í Baunalandinu góða, nánar tiltekið í bæ hestanna á Jótlandi. Hef verið hér í 3 vikur ásamt mínum ektamanni Ragnari og einkasyni Hermanni Veigari. Reyndar býr hér líka góðvinur og "hálfbróðir að nafninu til" hjá okkur núna og næstu 4 vikur en það er hann Hlynur, ektamaður Kollu vinkonu með meiru, og hann er sko alvöru vinur.....var meira að segja orðinn bloggvinur minn áður en ég var búin að setja inn mína fyrstu færslu, hehe:) Takk Hlynur minn**
Læt þessa "kynningu" duga í bili, ætla að hjálpa Hermanni að teikna Óla prik......
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður mágsa!
Ég mun fylgjast spennt með framvindu mála, þú ert magnaður penni og ég vænti gríðarlega góðra pistla hér í framtíðinni (",)
Bjögga (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 15:20
Gott með þig! Blogg getur verið allra meina bót... sérstaklega þegar maður hefur mikinn tíma aflögu! :) ég set þessa síðu á "daglega netrúntinn" og bíð spennt eftir frekari fréttum af þér mín kæra:)
Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.