Leita í fréttum mbl.is

Allt að gerast

Þá eru mamma og pabbi komin til okkar og var alveg frábært að fá þau.....Hermann taldi niður dagana þangað til þau komu og hefur afi Hreinsi ekki fengið frið í eina mínútu frá því að leika við hann og spila:) Mamma og pabbi komu klifjuð af íslensku góðgæti handa okkur....kjöt, kex, nammi, flatbrauð og margt margt fleira kom upp úr töskunum og fékk Hermann líka pakka sem hann var alsæll með. Takk fyrir okkur elsku mamma og pabbi, takk Harpa og Siggi fyrir sippubandið og takk Erla og Óli fyrir skírnarkjólinn og fötin:)

Af prinsunum mínum er það að frétta að Hermann fór í mat hjá talpædagoginum í gær og munum við svo hitta hana í næstu viku ásamt leikskólakennaranum og ákveða þjálfunina. Siggi Kalli fór á mánudaginn í rannsóknina hjá sérfræðingunum frá sjúkrahúsinu í Randers og fékk góða og ítarlega skoðun. Niðurstaðan er sú að hann er með of slappan efri búk (ekki bara hálsinn) og óeðlilega taugaspennu í vinstri fæti þannig að hann mun byrja í sjúkraþjálfun strax á mánudaginn. Þau voru hins vegar fullviss um að greindin væri í lagi þar sem hann er með svo gott augnsamband, fylgist vel með öllu í kringum sig, brosir og hjalar. Þar sem ekki er ráðlagt að setja svona ung börn í skanna þá vilja þau bíða með það. Við eigum svo að hitta þau aftur í janúar og þá verða þau búin að ræða við sjúkraþjálfarann um hvort að þess verði þörf eða hvort hann verði búinn að vinna upp styrk með réttum æfingum. Semsagt allt að gerast og verð ég að viðurkenna að þetta tekur pínu á mann.....maður er nefnilega vanur að vera "hinum megin við borðið". En auðvitað eru strákarnir mínir þeir flottustu og duglegustu í öllum heiminum og veit ég að þeir eiga eftir að brillera í allri sinni þjálfun. Þeir eru hraustir að öðru leyti, glaðlyndir og hamingjusamir, og það er fyrir mestu.

Á sunnudaginn á svo að skíra Sigga Kalla og fara næstu dagar í að undirbúa skírnarveisluna. Skírnin er mikil trúarleg hátíð hér í Danmörku og er meira gert úr henni en á Íslandi, sem er frábært. Munu 2 önnur börn verða skírð í sömu messu, eitt íslenskt og eitt danskt. Það voru einnig þrjú börn þegar Hermann var skírður á sínum tíma og fannst okkur það voða gaman þannig að við hlökkum mikið til:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ohhh hvað mig langar að vera með ykkur á næsta sunnudag... en ég verð með ykkur í huganum.

Siggi Kalli er svo fallegt barn að manni langar að knúsa hann í kaf... og auðvitað er Hemmi líka alger gullmoli.

Bið að heilsa í kotið ykkar og njótið þið dagana og næstu helgar

Kolbrún Jónsdóttir, 22.10.2008 kl. 12:45

2 identicon

hahaha...ég misskildi aðeins og hugsaði hvað talþjálfarinn væri hupplegur að bjóða Hermanni í mat, as in að borða !!!!! hahaha...er enn að hlæja;)

en gott að allt er í réttum farvegi með Sigurð Karl og ég hef enga trú á öðru en að hann verði ekki í vandræðum með að styrkja sig aðeins:)

knús úr snjónum í Reykjavíkinni,

ásta

Ásta (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:09

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Bið að heilsa foreldrum þínum.

Sjáumst um helgina og takk fyrir síðast. Hlakka mikið til :)

Kristbjörg Þórisdóttir, 22.10.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Oh, skil Hermann svo vel að hlakka til að fá ömmu og afa. Þið eigið eftir að hafa það alveg rosalega gott. Gott að þetta er komið á hreint með Sigga Kalla og þetta á eftir að ganga allt vel. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 22.10.2008 kl. 22:50

5 identicon

Æii skil vel að það hafi tekið á að heyra að það var ekki allt í lagi, en gott að heyra að hann sé að byrja í sjúkraþjálfun, hann á eftir að ná sér litla krúttið....hann er svo ofsalega duglegur!!

Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn....þið munið að tíminn breytist þá!!

Knús í krús frá okkur á R51.

Karen Jóns (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 21:30

6 identicon

Sælar var að skoða myndirnar af skírnini. Mér fannst Siggi Kalli flottur á þeim en skil alveg að þetta sé erfit. Gott að hann fari strax í sjúkraþjálfun.

Farðu vel með þig

knús og kossar úr kópavoginum

Þórunn Guðrún (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:31

7 identicon

Elsku Berta og fjölskylda.

Innilega til hamingju með skírnina. Þetta eru yndislegir strákar sem þú átt og vonandi haldahlutirnir áfram að skírast með Sigga Kalla, það er amk ljóst að það er fylgst vel með honum og vonandi fær hann alla þá aðstoð sem hann þarf!

Sendi ykkur risa kossa- og knús!
Þórunn og fjölsk.

Þórunn & co. (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 15:23

8 identicon

Til hamingju með skírnina öll sömul,  Vonandi áttuð þið góðan dag. 

kveðja frá klakanum

Elín Hulda (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband