4.9.2007 | 18:19
Ég og símar.......
Ég á ekki marga vini og ekki marga kunningja. En ég á nokkrar góðar vinkonur sem mér þykir alveg rosalega vænt um. En málið er að ég tek nánast aldrei upp símann og hringi í þær!!! Ég hugsa oft til þeirra og kíki daglega, jafnvel oft á dag, á bloggið þeirra ef þær eru með svoleiðis, en það geta liðið margir mánuðir sem ég heyri ekki í þeim í síma. Ég hef alla tíð átt erfitt með að taka upp símann og hringja í vini, ættingja og kunningja. Ég hringi reglulega í mömmu, einstaka sinnum í systur mína en that´s it!!! Það er bara eitthvað við þetta tæki sem fælir mig frá því. Mér finnst gaman að tala í símann þegar einhver hringir til að spjalla og get þá talað og talað. Sumir halda kannski að ég sé svona nísk....tími ekki að borga símareikninginn.....en það er sko ekki málið, meira að segja get ég hringt FRÍTT í öll heimilissímanúmer á Íslandi núna en það hefur ekki hvatt mig til að hringja meira en áður, þó síður sé!!!
Ég hef misst samband við nokkrar vinkonur í gegnum tíðina út af þessu vandamáli mínu og finnst það miður, ég vona bara að þær góðu vinkonur sem ég á í dag hætti ekki að hafa samband við mig núna þegar ég er flutt í annað land og einu samskiptin möguleg í gegnum síma.
Þá hef ég létt þessu af mér í eitt skipti fyrir öll.....en enginn er víst fullkominn
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú losnar nú ekki svo glatt við mig, múhaha
Kolbrún Jónsdóttir, 4.9.2007 kl. 19:34
Hey ég á við nákvæmlega við þetta sama vandamál að stríða. Er með bilaða símafóbíu, hvað er málið, þetta er óþolandi. Finnst bara alveg glatað að hringja, hringdi samt í alla nánustu áðan, var búin að draga það geðveikt samt, samt finnst mér gaman að tala þegar ég loksins kem mér í það.
En bestu vinkonur mínar eru farnar að skilja þetta vandamál, svo mín kæra held ég að kaffiboð og bloggið sé grundvöllur okkar samskipta í lífinu, múahhahahahha.
Já eða matarboð, á föstudaginn segirðu???
Ég hef ekki heldur séð rjómasósu neins staðar, en whiskysósu í svona 900 útgáfum hérna:)
Og á ég að segja þér eitt enn, bara í trúnaði samt, ég er stundum, bara stundum, með svo mikla símafobíu að ég get ekki pantað pizzu, og hvað þá hringt í bankann, ég svitna við tilhugsunina, hahaahh, ég er meingölluð.
Enn á morgunn verðum við mjóar, engin spurning, kl. svona 2 var það ekki??
Kv. Ra.21
Steinka stuð (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 20:09
Ég ætla að vona að það verði pláss fyrir fleiri í þessum matarklúbbum í Horsens Mér finnst næstum því að ég sé að missa af lestinni í rigningunni hér í Reykjavík
Kolbrún Jónsdóttir, 4.9.2007 kl. 20:56
Elsku Berta. Hvers konar vinur telja hversu oft er hringt í mann!! ég pæli aldrei í þessu. Þannig að þótt sem að ég heyri ekki í þér í 15 ár þá áttu alltaf sama stað IN MY HEART Hlakka til að sjá ykkur eftir 300 daga
Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:53
Heyrðu Bästis! Þetta er bara eins og talað út úr mínu hjarta!! Ég hef átt við símahræðslu að stríða síðan ég var að bjóða í ferminguna mína, þá laug ég því að þessi og hinn hefði ekki verið heima því ég þorði einfaldlega ekki að hringja! :) (af hverju ekki voru bara send boðskort skil ég ekki enn í dag... fyrir utan það að ég hefði aldrei átt að láta ferma mig en það er önnur saga sem við verðum sennilega seint sammála um;)
Eniveis, ég hugsa til þín oft á dag og hver veit nema ég grípi einn daginn í tólið (símtólið Berta!) og slái á þráðinn!
Ha det bra bra og við heyrumst!
Þórunn og Hörður Mar biður að heilsa (sem fór að sofa kl. 22 í kvöld!!!)
Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 23:31
Váá hvað ég á góða vini...þið eruð yndisleg
Berta María Hreinsdóttir, 5.9.2007 kl. 05:38
Þessi bloggfærsla gæti hafa komið orðrétt úr mínum munni (puttum??), ekkert skrýtið að við höfum ekki haldið brjáluðu símasambandi fyrst við erum báðar svona :-)
Ég á hins vegar mjög auðvelt með að skrifa, svo nú er spurning um að taka upp e-mail samband!? Hentu á mig einum pósti svo ég fái netfangið hjá ykkur, ég get þá sent ykkur eins og einn fréttapistil á viku :-)
Bjögga (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 07:52
Hæ mega bloggari.
Gaman að sjá þessa síðu. Vona nú samt að þú getir látið okkur vita um netfangið ykkar. Og jafnvel símanúmer, ef að það er ekki von á hringingu frá þér =(
Bestu kveðjur af víkinni
Harpa og Siggi (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.