5.9.2007 | 14:59
Áfram Danmörk!!
Ég hef alltaf heyrt að það sé jafn dýrt að búa í Danmörku og á Íslandi....allavegana mjög svipað. Þessu er ég hreint ekki sammála!! Sem dæmi þá vorum við fjölskyldan að koma úr búðinni rétt áðan. Við keyptum 7 banana, 4 epli, vínberjaklasa, stóran Iceberghaus, 2 lítra af mjólk, 2 drykkjarjógúrt og stóran brúsa af appelsínuþykkni. Fyrir þetta borgaði ég heilar 70,25 kr. danskar eða um 800 kall íslenskar..og þetta var ekki í ódýrustu búðinni. Hvað myndi þetta kosta heima???
Það er hægt að lifa hér mjög ódýrt ef maður spáir vel í hvað maður er að kaupa, það er ódýrara að borða hollan mat og grænmeti/ávexti heldur en óhollt. Til dæmis er "undanrennan" ódýrust hér en ekki dýrust eins og heima. Hægt er að kaupa 3 kíló af kjúklingabringum á 150 kr. og kíló af nautagúllasi um 100 kr.
Margt hefur breyst í okkar mataræði síðan við komum út, salat er haft með hverri máltíð, ávextir borðaðir á hverjum degi og einhvern veginn vílar maður ekki fyrir sér að labba hingað og þangað. Spurning hvort maður fari ekki að sjá á eftir einhverjum kílóum?? Það væri nú óskandi!! Danir eru víst 3ja grennsta þjóð Evrópu, þannig að þrátt fyrir sífellda bjórdrykkju og óhemjulega miklar reykingar á Dönunum þá er svo margt sem þeir hafa fram yfir okkur Íslendingana.
Áfram Danmörk!!!
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haha Hlynur,
Íslendingar eru líka röde og víðe og allt það en þeir hafa það umfram dani að vera líka bláir
Helga Jónsdóttir, 5.9.2007 kl. 19:54
Blessuð Berta og gaman að lesa bloggið þitt :)
Hugsaði mikið til þín í Bónus í gær og keypti sósu fyrir þig sem ég vona að ég drífi í póst einhvern daginn :)
Held að ég hafi e-ð vitlaust msn netfang hjá þér en mitt er arna1981@hotmail.com, endilega bættu mér inn :)
Kveðja úr Álfaborgunum
Arna V. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 22:43
Komiði sæl. Mikið er ódýrt að búa í Danmörku. Kannski maður ætti að skella sér og flytja þangað...EKKI vitlaust. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 23:58
Jeg tor at jeg skal bare flytte til Denmark hvis det er sa billigt. Maske jeg far lov til at bor hos dig forste dagerne?
Knus og kram,
Sandra
Sandra, 6.9.2007 kl. 00:54
Takk Arna mín fyrir að hugsa til mín með sósuna:) Ég adda þér inn strax á msninu....verðum í bandi.
Sandra.....Selvfölgelig for du bo hos meg skat**
Berta María Hreinsdóttir, 6.9.2007 kl. 05:15
Tak for det min skat, jeg komer snart
Sandra, 6.9.2007 kl. 23:33
Blessuð Berta..:)
Allsstaðar erum við Húararnir...ég hefði ekki trúað að við værum svona margir á víð og dreif:)
Kv frá Egilsstöðum
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.