9.9.2007 | 19:28
Hjóladagurinn mikli....
Við hjónin hjóluðum meira í dag en við höfum gert síðustu 10 ár. Við keyptum okkur ný og flott hjól fyrir um 4 - 5 árum en þau hafa voða lítið, nánast ekkert, verið notuð
En fyrst að við erum nú orðin opinberir Danir þá dustuðum við af þeim rykið (köngulóarvefina réttara sagt) í síðustu viku og er planið að vera voða dugleg að hjóla
Við hliðina á Mosanum (en það kallast leigusvæðið sem við búum í) er stórt svæði sem er fullt af litlum húsum. Ég rakst á þetta svæði í vikunni þegar við Hermann fórum í hjólreiðatúr og svo fórum við fjölskyldan í hjólreiðartúr í morgun til að skoða þetta svæði enn betur.
Þetta er alveg ótrúlegt svæði og hrein og bein upplifun að hjóla þarna um. Húsin eru ekki í tugatali heldur hundraðatali og á einum gatnamótunum er minnisvarði um Bente nokkurn sem var skotinn af Nasistum í janúar 1945 eða í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Húsin eru mest allt pínulitlir "skúrar" með garði en samt er svo mikil vinna lögð í þessu hús og garða að það er greinilegt að fólki þykir vænt um staðinn sinn og leggur mikinn metnað í hann. Stærðin skiptir engu eða útlitið og er alveg merkilegt að það eru ekki nema kannski 10 metrar á milli húsanna þannig að prævasíið er ekki mikið. Hverfið er svo krúttlegt og vinalegt að við Raggi ákváðum að kaupa eitt hús þarna í ellinni. Fólk var úti að vinna í görðunum við sum húsið og heilsuðu okkur þegar við hjóluðum fram hjá. Í langt flestum tilvikum var um eldra fólk að ræða og var greinilegt að þetta fólk leggur meiri áherslu á útiveruna og kósýheitin heldur en einhverja flotta bíla og stór og merkileg hús. Bílarnir sem stóðu fyrir framan húsin voru þvílíkar dósir sem varla nokkur Íslendingur myndi láta sjá sig á. En svona hverfi eru víst út um alla Danmörku og finnst mér þetta algjör snilld
Þetta hefur heldur betur verið fínn dagur í dag, sólskinsveður og mikið hjólað. Fórum meira að segja alla leið út í Egebjerg til Sigga bróður pabba og Hrannar á hjólunum Það var æðislegt að hitta þau eins og alltaf.
Núna er komið kvöld, klukkan rúmlega 9 og ég komin upp í rúm eins og mér einni er lagið
Hafið það gott lömbin mín.
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ. Mikið get ég trúað þessu, sé mig alleg fyrir mér að vera úti í garði að rækta kartöflur En þið dugleg að hjóla..HRÓS TIL YKKAR!!! Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.