11.9.2007 | 09:20
Okkar skylda......
Hver hefur ekki fengið samviskubit yfir að borða sig pakksaddan og henda mat í ruslið??? Allavegana hugsa ég til þeirra 18.000 barna sem deyja daglega úr hungri þegar ég ligg á meltunni eða "nenni" ekki að eiga afganginn af kvöldmatnum.
Erfitt getur verið að finna leið til að leggja sitt af mörkum, nema þá kannski á jólunum þegar markviss söfnun fer í gang en þá finnst mér það vera borgaraleg skylda hvers og eins að styrkja. Reyndar finnst mér að það eigi að taka tíund af launum allra í desember og setja í gott málefni en það er allt önnur ella.
Eitt hef ég gert í mjög langan tíma sem fær mig til að líða örlítið betur....ég fer á hverjum degi, stundum oft á dag, inn á heimasíðuna www.thehungersite.com Á þeirri síðu er hægt að styrkja með því einu að klikka á músarhnappinn. Mörg málefni eru á þessari síðu og þarf að fara á milli þeirra til að klikka og styrkja þannig hvert og eitt málefni en fyrir hvert klikk gefa fyrirtæki að andvirði x mikils.
Einnig er hægt að kaupa ýmsan varning á þessari síðu til að styrkja enn frekar. Til dæmis rakst ég á hálsmen með merki einverfunnar, en með því að kaupa eitt svoleiðis á tæplega 15 dollara þá verða gefnir 25 bollar af mat.
Ég hvet ykkur til að kíkja á þetta og setjið efst í "favorites".....tekur enga stund á hverjum degi, kostar ekkert, en skiptir sköpum fyrir þá sem þurfa á því að halda.
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er brilljant, er nú þegar búin að fara þarna inn og gefa hverju málefni eitt "click". Gæti vel hugsað mér að vera í fullu starfi við að smella á þessari síðu, veitti sjálfsagt ekki af :-)
Ætla að breiða út boðskapinn, knús í krús !
Bjögga (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 12:04
Snilldarblogg hjá þér Berta. Maður á nú örugglega eftir að fylgjast með ykkur hérna.. Ég segi sama og Bjögga, er nú þegar búin að fara og gefa hverju málefni eitt click.. Gott mál Gangi ykkur vel í danaveldi... Kv. frá Hú. Anita
Anita Hólm, 11.9.2007 kl. 16:54
Hæ hæ. Þetta er frábært hjá þér Berta. Ætla sko að liggja mitt af mörkum. Ég hendi ALDREI afgöngum borða þá daginn eftir bara. Hafið það gott snúllur.
Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:42
Gott blogg- stórsniðug síða, eitthvað sem þyrfti að kynna betur fyrir fólki...
kv. Tommi
Tómas Ingi Adolfsson, 11.9.2007 kl. 23:55
Mig langar í svona hálsmen:)
Minnir mig bara á TEACCH
Kolbrún Jónsdóttir, 15.9.2007 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.