15.9.2007 | 20:55
Gómsæti maðurinn minn!
Síðustu vikurnar hefur maðurinn minn verið talinn afar gómsætur....að mati flugnanna!!!
Hann er svo bitinn af "mugginum" og fær þvílíku útbrotin og bólgurnar að hann gæti fengið hlutverk í heimildarmynd um holdsveiki án þess að þurfa í makeup.
Ég var hrikalega bitin fyrstu dagana mína hér í Danaveldi og fékk mörg ljót sár á fæturna, rassinn og hendurnar en síðan hef ég nánast verið látin í friði, 7,9,13. Þessu er öfugt farið með minn elskulega mann, hann var ekkert bitinn í fyrstu en fær heldur betur að kenna á því núna. Er örugglega með hátt í 50 bit um allan líkamann og hefur greinilega ofnæmi undan bitunum. Hann er því núna farinn að borða margfaldan skammt af B-vítamíni (sem honum var ráðlagt í apóteki) og vonar það besta.
En þrátt fyrir allar þessar bólgur og roða þá er hann alltaf jafn sætur fyrir mér
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
He he, bara hafa eitthvað í blóðinu eins og ég..þá koma þessi kvikindi ekki nálægt manni:) en að sjálfsögðu er hann Raggi alltaf GÓMSÆTUR sko!! Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 16.9.2007 kl. 03:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.