18.9.2007 | 08:42
Fyrr má nú fyrr vera óstressið!!
Það er ekki ofsögum sagt að Danirnir séu "ligeglad". Allt tekur langan tíma hér í Danmörku, hvort sem þú ert að kaupa húsgögn, sækja um þjónustu eða að senda póst!!
Við erum búin að kaupa ýmis húsgögn síðan við komum, eldhúsborð, stóla, skenk, kommóðu, skáp, hillu og fleira. Hillurnar eru ekki enn komnar (liðinn mánuður) og þurftum við að bíða í 2 vikur eftir skápnum og skenknum. Þegar það loksins kom þá var skenkurinn gallaður og vantaði festingar á skápinn. Raggi fór og lét panta festingar fyrir um 3 vikum og komu þær loksins fyrir helgi. En þá komu að sjálfsögðu rangar festingar og þurfum við að bíða núna í aðrar 2 vikur. Það skal tekið fram að ég nennti ekki að gera mál úr gallanum í skenknum þar sem ég var orðin óþolinmóð að fá hann og nennti ekki að bíða í aðrar 2 vikur eftir nýjum!!
En núna það nýjasta er helv.....pósturinn. Málið er að besta vinkona Hermanns átti afmæli fyrir mánuði síðan og sendum við henni afmælispakka. Það eru liðnar meira en þrjár vikur síðan við sendum pakkann (sem var nú bara bólstrað umslag með fötum í) og var hann að komast til skila Í GÆR!!! Þetta finnst mér eiginlega vera einum of "ligeglad", samt kostaði 2000 kr. að senda þennan litla létta pakka, en það var með B-pósti (sem var kannski ekki beint til að flýta afgreiðslunni).
Spurning hvort það sé fljótlegra að senda flöskuskeyti heldur en að senda bréfapóst til Íslands??? Hefur einhver kannað það???
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HeHe...."Leiðinlegt" að vita að þjónustan er verri í Danmörku en Svíþjóð, en svona í líkingu við þetta er þetta hér, nema að maður versli bara hjá gamla góða IKEA, ég myndi ekki senda bréf með póstinum ef þú ert roslaega heppin kemstaþað til skila og einnig á þetta við pakkasendingar sem ég hef gjörsamlega gefist upp á......Buy the way...TIGER BALM (tælenskt) fæstí Apotekinu er það besta við mygg biti...kv.från Sverige
Hulda (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 09:04
Já, þeir eru greinilega ligeglad Danirnir:) En betra er seint en aldrei!!
Fötin eru allavega ekki orðin of lítil á Fríðu, hehehe... hún er ægilega fín í þeim...
Hún sagði mér einmitt í gær að nú væri Hermann kominn heim frá Danmörku og að við þyrftum að heimsækja hann! Mín varð frekar stúrin þegar ég leiðrétti það við hana en svo kom pakkinn í gær, skondið! En við dunduðum okkur við að skoða myndirnar af ykkur í staðinn, svona í sárabætur:)
Knús frá okkur
Elsa (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 11:08
ÆÆÆ. En drop dead boring sko!! Ég væri gjörsamlega búinn að tapa mínu skapi í Danaveldinu sko:) En þoilinmæðin þrautir vinnur allar:P koss knús.
Guðmundur Þór Jónsson, 18.9.2007 kl. 21:32
ja herna her...i koben er tetta sko ekki svona. madur var varla buin ad senda pakkann tegar hann var kominn a afangastad!!!!! ég myndi benda tessum lubbum i horsens ad tad se arid 2007 og teir turfi nu ad spyta i lofana;) og gud...hvenar aetli postkortid fra mer komi ta??? vonandi verd eg allavega ekki komin heim hehehe
kvedja fra landamaerum argentinu og brasiliu:)
asta (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 23:10
Sæl Berta
Takk fyrir innlitið!!
Ég skili þig svo vel kella, þetta tekur allt tíma en þetta með póstinn kemur á óvart því pósturinn hérna er mjög fljótur, kannski misstök heima þarna á ferð!! Það eru nokkur lið í Horsens, "hygge" lið og svo sem spila í 1.deild og Danmarks serien!! ef þú ferð á www.volleynet.dk finnuru e-mail hjá öllum liðum.
Dragðu andann djúpt og njóttu þess að vera komin úr stressinu heima á Íslandi.
Knús
Elsa Sæný (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 10:41
Ég held bara að ég verði að stíla þennan seinagang á Frónið!! Allavegana mun ég gefa danska póstinum annan sjéns.
Ásta.....kortið er komið, takk kærlega....haltu áfram að hafa það gott í ferðalaginu þínu um S-Ameríku
Takk fyrir blakupplýsingarnar Elsa mín, aldrei að vita hvað maður gerir
Hulda í Svíþjóð....Takk fyrir ráðleggingarnar með mygg-bitin, ég prófa þetta ef kallinn heldur áfram að bólgna.
Berta María Hreinsdóttir, 20.9.2007 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.