20.9.2007 | 19:13
Fákurinn mættur á svæðið!!!
Ekki nóg með það að eiginmaðurinn sé með nokkur vel valin húðflúr á handleggjunum, heldur á hann núna mótorhjól líka Er ég nokkuð viss um að þessi lýsing hljómar eggjandi í eyrum sumra kvenna......arggggg!!!
En samsagt, Raggi minn er búinn að fá sér vespu!!!
Ég veit ekki ennþá hvað mér finnst um þetta farartæki, en það líkist einna helst slátturvél á tveimur gúmmíum með Nilfisk mótor!! Markmiðið með tryllitækinu er að komast í og úr skóla með litlum tilkostnaði og í leiðinni að gefa mér það frelsi á daginn að ég ráði í hvaða búð ég fer
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá kallinn mæta á fáknum, með vígalegan raserhjálm á höfðinu var.....Ómægod, er hægt að vera minna æsandi!!
Það verður bara að viðurkennast að þessi "mótorhjól" eru bara ekkert getnaðarleg, allavegana sé ég ekki alveg fyrir mér að Terminator 2 hefði náð sömu vinsældum með Arnold Schwarzenegger á vespu!!
En allavegana.....fákurinn á eflaust eftir að reynast vel og hver veit.....kannski verður kallinn bara ansi flottur á vespunni næsta sumar í stuttbuxum og ermalausum??!!
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er hann ekki bara "trendsetter"? Töffarinn með tattoo-in á vespunni...Ég er viss um að þetta á eftir að verða vinsælt í Danmörku meðal tattúveraðra töffara...
Tómas Ingi Adolfsson, 20.9.2007 kl. 19:45
Ja, nú verðum við að fá mynd :) Sé þetta ekki alveg fyrir mér... Til hamingju með nýjasta fararskjótann, hefði nú getað lánað ykkur hest til að komast í og úr skólanum... bara ef ég hefði nú vitað þetta:)
Elsa (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 00:15
Takk fyrir hugulsemina Elsa mín....þú kannski kippir hestinum bara með þér næsta sumar þegar þú kemur Ég skal setja inn mynd mjög bráðlega.
Veistu Tommi.....ég held að þetta gæti alveg orðið ný tíska hér
Berta María Hreinsdóttir, 21.9.2007 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.