20.9.2007 | 19:45
Wonders and big marks........
Já það voru heldur betur undur og stórmerki sem gerðust í gær. Ég og Rakel, nýja vinkona mín, hlunkuðumst loksins í göngutúr. Við höfum rætt það í nokkrar vikur að fara í líkamsrækt en af einhverjum óútreiknanlegum ástæðum hefur ekkert orðið úr því.....þangað til í gær!
Við vinkonurnar hentumst af stað í fínum úða um 5 leytið og vorum rétt komnar af stað þegar gerði þessa líka fínu rigningu. En þar sem við erum nú býsna vatnsheldar þá létum við það sko ekkert á okkur fá.....í klukkutíma örkuðum við milli sjávar og sveita og nutum þess í botn. Kannski ég ýki pínu með sjóinn og sveitina....en við gengum hér um hverfið og inn í skóg holdvotar eins og eftir dýfu í sjóinn þannig að fílingurinn var sá sami.
Við vorum býsna rosknar með þetta framtak hjá okkur og stefnum á að gera þetta aftur.....jafnvel bara nokkuð oft aftur. En best er þó að vera ekki með neinar fullyrðingar því eins og þið vitið þá er stundum erfitt að standa við stóru orðin.
Takk Rakel mín fyrir þrusu göngu og gott spjall.
Og svona fyrir ykkur hin sem nennið ekki að hlunkast í göngutúr....þá mæli ég með þessari speki hér að neðan sem ég fékk sent í gær og finnst algjör snilld.
Yesterday is history, tomorrow is a mystery, but today is a gift, thats why its called the present.
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Berta. Ég hefði sko farið með þér í 1000 göngutúra ef það hefði gefst tími. Það er BARA GAMAN í göngutúrum, og svo er spjallið til þrusu gaman. Gott hjá þér að vera búin að eignast vinkonu. Ég skal koma með þér í rómatíska göngutúra þegar ég kem
Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 22:37
Duglegar stelpur. Ég skil þig vel. Ég er að reyna að fara út að hjóla með vinkonu minni tvisvar í viku og spjallið á eftir er ómetanlegt. Þetta er nauðsynlegt fyrir sál og líkama. Ég segi því bara "GO GIRLS"
Elín Hulda (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 13:51
Sæl Berta mín..
Takk sömuleiðis fyrir göngutúrinn, það er svo gott og gaman að fara í göngutúra þegar það rignir...bara notalegt og hressandi. Og takk líka fyrir kaffið og spjallið í gærmorgun...bara frábært :)
Svo er bara að drífa sig af staða aftur...helst Núna
Bk Rakel
Rakel Linda (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.