23.9.2007 | 20:18
Loksins myndir og Billund er bara LEGÓ!
Ég fékk góða sendingu með tengdaforeldrum mínum sem komu frá Íslandi í gærkvöldi. Eins og þið kannski vitið þá giftum við Raggi okkur í sumar (07.07.07) í Húsavíkurkirkju með pompi og prakt en það var að sjálfsögðu löngu kominn tími til þess eftir 10 ára "forleik".
En allavegana....mínir elskulegur tengdaforeldrar komu í gærkvöldi með flugi og sóttum við þau til Billund. Þau komu með ýmislegt góðgæti frá Íslandi til okkar. Mamma mín og pabbi sendu okkur einnig góðan poka. Takk elsku mamma og pabbi og tengdó fyrir okkur. Það sem við biðum spenntust eftir voru þó brúðkaupsmyndirnar okkar. Við vorum nefnilega með 2 ljósmyndara sem fylgdu okkur allan daginn sjálfan brúðkaupsdaginn en Ásta mágkona mín sá um að "græja" þessa ljósmyndara. Við sjáum sko ekki eftir þeirri ákvörðun og fengum æðislegar myndir á disk frá ljósmyndurunum í gær og hef ég sett nokkrar myndir inn fyrir ykkur til að skoða. Ég mun einnig setja inn fleiri myndir á heimasíðuna hans Hermanns Veigars og getið þið kíkt á þær ef þið nennið og viljið.
Annars er það að frétta að Billund er ekki skemmtilegur staður að mínu mati...ekkert þar að gera nema Lególand, en við komumst að því í gær þegar við fórum snemma til Billund til að eyða deginum þar þangað til við myndum sækja tengdó á flugvöllinn um kvöldið. Við keyrðum um alla Billund fram og tilbaka til að finna eitthvað að gera en enduðum á leiksvæði á tjaldsvæði bæjarins. Frekar hallærislegt það en Hermann var sáttur þannig að markmiðinu var náð.
Í dag fórum við fjölskyldan með tengdó til Randers í Regnskóga"dómið". Það var heldur betur upplifun. Þvílíkur hiti og raki, allt fullt af maurum og köngulóm, óhemjulega vond lykt og allur pakkinn. En váá.....þetta var geggjað. Mæli með þessu, sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman af því að svitna mikið.
Hafið það gott greyin mín og farið varlega inn í næstu viku.
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
oh, hlakka til að sjá myndir... :)
Elsa (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 20:51
oh, sá ekki myndirnar strax á þessari síðu, þær eru æðislegar! Auðvitað ekki annað hægt, þið eruð svo sæææt:)
elsa (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 20:55
Æðislegar myndir af ykkur sko og gott hjá Ástu mágkonu að koma með þessa hugmynd. Til hamingju!!! En gaman að fá pakka frá Íslandi og tengdó með
Já, ég ætla að fara í regnskóga"dómið" ekkert verra að svitna sko. Fari' þið sömuleiðis varlega í vikuna
Guðmundur Þór Jónsson, 23.9.2007 kl. 22:07
ohhhh ég fæ alveg fiðring í magann, þetta var svo æðislegur dagur hjá ykkur. Frábærar myndir og kossinn sem ég missti af í kirkjunni fæ ég nú að sjá á mynd... veit ekki alveg hvað ég var að horfa á þegar kossinn var:)
Kolbrún Jónsdóttir, 23.9.2007 kl. 23:43
Hæ hæ
Frábærar myndir:) Hvað er nýja emailið ykkar svo maður geti sent póst
Kv Linda og co
Linda (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 15:31
Hæ Linda mín.
Nýja emailið okkar er husvikingar@gmail.com
Sjáumst vonandi áður en langt um líður
Knús til ykkar allra
Berta María Hreinsdóttir, 24.9.2007 kl. 18:03
Flóttar myndir af ykkur skötuhjúum,
kveðja frá öllum, Helga og co
Laxarnir í Laxakvísl. (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 20:58
va hvad tetta eru fallegar myndir:) gott ad taer tokust svona vel...
bid kaerlega ad heilsa ykkur og foreldrum minum...
kvedja fra sao paulo, brasiliu
astan ykkar
asta i brasiliu (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 22:36
Frábært að koma í heimsókn til þín, Berta! Flottar myndirnar, þetta hefur verið konunglegt brúðkaup. Hafðu það mikið gott í Danmörkinni með þinni kæru familíu.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.9.2007 kl. 21:56
Hæ Berta, ég er til í súpukvöld! Fallegar brúðkaupsmyndir.
Kristbjörg Þórisdóttir, 29.9.2007 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.