2.10.2007 | 20:02
Kítl í klobba eða brókafæla????
Ég á rosalega fínar útisnúrur. Ég keypti þær af fyrrum leigjendum íbúðarinnar og varð alsæl með þau kaup. Ég hef búið á 3 stöðum í Reykjavík undanfarin ár og hvergi verið aðstaða fyrir útisnúrur, en ég er alin upp við það að hengdur sé út allur þvottur, hvort sem er í 20 stiga hita eða -20 stiga gaddi. Þegar ég flutti hingað til Danmerkur þá varð ég voða dugleg að hengja út......í 3 daga. En þá komst ég að því að það þurfti helst að þvo allan þvott aftur eftir að hann hafði hangið úti. Málið er að það er ekkert venjulega mikið af köngulóm hér í Mosanum og vefirnir eru ÚT UM ALLT. Ef ég t.d. skúra ekki á hverjum degi eldhúsgólfið þá fyllast öll horn af vef, alveg satt!!
En ég hef semsagt ekki hengt út þvott núna í næstum 2 mánuði og þurrka allt á þvottagrind inn á baði við opinn glugga sem ég er búin að strengja net yfir til að forðast flugur og önnur kvikindi og á álagstímum stilli ég viftu sem blæs á þvottinn líka.
Þess vegna furða ég mig alltaf á því hvernig Danirnir fara af því að hengja svona mikið út eins og þeir gera. Alls staðar hangir þvottur, ýmist í görðum eða í bílskýlum. Ég get rétt ímyndað mér vefina á þvottinum þegar hann er tekinn inn. Stundum sé ég nærföt hanga úti líka, ekki bara sokka...neiiiii....heldur brækurnar líka. Ég fæ þá alltaf hroll í pjölluna og hugsa til þess að það hljóti að vera slatti af vef, jafnvel heilu dordinglarnir sem leynist í spjörunum. Ja nema brækurnar séu bara hreinlega óhreinar og séu hengdar út á snúru til að fæla burtu köngulærnar svo þvotturinn fái frið??!!??!!
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Berta mín!
Mikið er nú gaman að sjá að þú ert líka farin að blogga. Þá á maður nú eftir að kíkja á þig reglulega og sjá hvað þið hafið fyrir stafni í Baunalandinu.
Skemmtileg færsla hjá þér. Og ég sem þoli ekki kóngulær, tek bakföll ef ég sé svo lítið sem einn kóngulóarvef. Enda ekkert eins óaðlaðandi og að lenda í einum slíkum. Snarhætti einmitt að hengja út þvottinn þegar ég flutti í borgina eftir að hafa lent í einum á snúrunni og hef ekki hengt þvott á snúruna síðan. Þannig að ég skil hugsanir þínar vel, hefði bara ekki verið jafn kjörkuð og þú að opinbera og viðurkenna þessar tilfinningar fyrir almenningi. En það er líka gott að vera hreinskilinn... a.m.k. stundum.
Stórt knús á þig
Alda (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:38
OOOOOOOOOOJJJJJJJJJJJJJJJ!!! Ekki vildi ég fá hroll í pjölluna sko og hvað með þessar blessuðu köngulær sko!!! Er ekki til meindýraeyðir á mosanum?? Keyptu þér bara þurrkara
. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 2.10.2007 kl. 23:46
ojojoj... ekki alveg þinn stíll að hafa köngulær og vefi út um allt :) Reyndar ekki minn heldur, kannski ég hætti við að setja upp snúrur í garðinn...
elsa (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:51
Þetta með köngulærnar og brækurnar geta haft áhrif á þær dönsku, kannski endast þær lengur! Haha bara smá grin.
Sigga Stina.. (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.