28.10.2007 | 10:51
Græddum klukkustund.
Í nótt var klukkunni breytt hér í Danmörku og gátum við fært hana aftur um eina klukkustund í morgun. Það þýddi samt að einkasonurinn var vaknaður klukkan 6 en ekki 7!! Frekar skrýtið að græða klukkutíma......en samt ánægjulegt. Núna er því bara ein klukkustund á milli okkar og Íslands.
Haldið er upp á hrekkjarvöku hér í Danmörku eins og í Ameríku (þótt ótrúlegt sé) og er hægt að kaupa grasker og alls konar nornasprell í öllum búðum. Við héldum að börn myndu ganga í hús um helgina og safna nammi og var ég búin að setja nammi í skál áður en ég fór í vinnu í gær svo Raggi og Hermann gætu gefið krökkunum. En svo kom víst enginn og virðist því hrekkjarvakan vera haldin hátíðleg á miðvikudaginn en ekki um helgina. En það verður gaman að geta verið heima og hitt alla litlu krakkana í búningunum:)
Elsa Þóra, besta æskuvinkona mín átti afmæli í gær.......til hamingju elsku Elsa mín***
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með klukkutímann. Og á ekki að láta grasker út í garð? Eru ekki köngulær hræddar við svoleiðis..múhaha. Ég væri alveg til að klæða mig upp í nornabúning og biðja ykkur um hrekk eða nammi. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 28.10.2007 kl. 12:42
hæ hó!
Við græðum klukkustund um næstu helgi - en þá verða 8 klst á milli okkar og Íslandsins. Það verður skrautlegt að reyna að snúa því um jólin ;)
Já hrekkjavaka! Það er sko ekkert smá dæmi hérna! Ameríkanarnir alveg að tapa sér. Húsin skreytt hægri vinstri og við ætlum einmitt að ganga í hús á miðvikudaginn með vinum okkar. Það er ekki laust við það að það sé spenningur í liðinu, farin að hlakka til að fá fullt af nammi!
Heyrumzt
Hulda Ösp (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.