31.10.2007 | 08:54
Kærkomið!!
Í gær kom Raggi heim um hádegi til að hleypa mér úr básnum mínum. Ég hef verið í Horsens síðan 11. ágúst og ekkert farið án einkasonarins og þegar mér var boðið að koma með í "stelpuferð" til Århus, þá varð ég alveg uppfull af spenningi:)
Við Kolla fórum semsagt um hádegi með lestinni og hittum hana Kiddu okkar á lestarstöðinni í Århusum. Við gengum svo niður "Strikið" í miðbænum og hittum þar vinkonu Kiddu, hana Gunnhildi (sem er líka gömul vinkona Kollu) og vinkonu Gunnhildar, hana Önnu. Við Kolla, Kidda, Anna og Gunnhildur rötlum aðeins um Strikið en settum svo inn á fínan veitingarstað og fengum okkur öl og með því.
Þetta var alveg frábær "kvennafrísdagur" og var mikið spjallað þrátt fyrir að tíminn hafi ekki verið langur. Við Kolla vorum semsagt komnar aftur heim um 5 leytið en alveg í skýjunum yfir þessari skemmtilegu kvennaferð.
Vonandi eigum við Kolla eftir að gera þetta oftar, sérstaklega þegar strákarnir verða farnir á leikskóla.......að skella okkur upp í lest og spóka okkur um í Århusum, yndisleg borg með snilldar verslunar/göngugötu bara rétt við lestarstöðina.
Takk fyrir daginn stelpur**
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Berta mín, þetta var flott hjá ykkur Kollu og auðvitað eigið þið eftir að fara margar svona ferðir, þið eruð svo klárar þið getið allt Berta mín. Bið að heilsa öllum. kveðja þín mamma.
Sigríður (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:31
Hæ Berta
Gott að heyra að lifið gengur vel hjá ykkur i Horsen Ég er sammála þér með
ärhus mjög skemmtileg göngugata og fínar búðir
Kannski að maður kíkji i heimsókn .)kv Linda og co
Linda (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 15:35
Takk fyrir alveg frábæran dag Berta mín. Hlakka til að fá ykkur aftur... Svo er auðvitað líka spurning að ég komi í kvennaferð til Horsens .
Kristbjörg Þórisdóttir, 31.10.2007 kl. 17:30
Auðvitað Kidda.....það er nú aldeilis fín verslunargata hér líka....með "molli" og allt Stefnum á að þú komir í eina "kvennaferð" fyrir jólin, er það ekki?
Linda mín.....þú ert að sjálfsögðu alltaf velkomin til okkar....bara sem oftast
Takk mamma mín
Berta María Hreinsdóttir, 31.10.2007 kl. 18:01
Frábært að komast af básnum svona endrum og eins :)
Er að ná fullum tökum á pollýönnuleiknum aftur eftir smá lægð í sumar. Ef þig vantar "kennslu" þá skaltu bara hafa samband ;)
Hrekkjavökukveðja úr sólinni
Hulda (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 21:44
Glæsilegt hjá ykkur að hafa gert þetta. Styð þetta 100%!! Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 31.10.2007 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.