1.11.2007 | 10:54
Gleði gleði gleði....
Ég fékk símtal í morgun frá leikskólanum á Emils-Möllergade. Þeir voru að bjóða Hermanni að byrja fyrr.....nánar tiltekið Á MORGUN!!!
Ég varð mállaus af gleði....vissi bara ekki hvernig ég ætti að lýsa ánægju minni á dönsku:) En "flot", "fint", og "tak skal du ha" fékk konan að heyra nokkrum sinnum:)
Leikskólakonurnar hringdi nefnilega í morgun í "kommununa" og báðu um undanþágu svo Hermann gæti byrjað núna en ekki 1. desember eins og áætlað var. Ástæðan er sú að Emil (besti vinur Hermanns) byrjaði í morgun en þar sem hann var svo óöruggur þá fannst þeim best að athuga hvort þeir vinirnir gætu ekki byrjað á sama tíma til að auðvelda þeim báðum aðlögunina......og það gekk eftir. Kommunan samþykkti þetta, en samkvæmt reglum mega börn ekki byrja fyrr en 3ja ára og Hermann verður 3ja í janúar.
Ég hef því notað morguninn í að merkja föt, finna skó, regnföt, húfu, vettlinga, leikskólatösku og allt sem fylgir því að byrja í leikskóla. Svo ætlum við mæðginin að tölta í búðina og kaupa nesti fyrir morgundaginn.....enda bergmálar í ísskápnum hjá mér núna.
Semsagt.....gleðidagur á Engblommevej í dag. Hermann hoppaði gleði sína við fréttirnar og vildi fara strax, en ekki "sofa eina nótt og svo í leikskóla".
Önnur gleði kom með póstinum áðan......pakki frá tengdó:) Í honum var harðfiskur að ósk Ragga, gardínufestingar svo ég haldi ekki áfram að moppa gólfin með síðu gardínunum mínum og Superman sokkar fyrir Hermann. Þvílík gleði hjá litla manni með sokkana.....hann fékk strax eitt par og klæddi sig sjálfur í þá og sagðist ætla með þá í leikskólann:)
Takk fyrir okkur elsku Domma og Hemmi*
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð öll !!! Gaman að heyra að pakkinn komst á leiðarenda og vonandi allir glaðir með sitt. Og enn betra að Hermann komist á leikskólann svona fljótt. Nú fer allt að verða "eðlilegt" hjá ykkur. Vona að allt gangi vel og allir séu hressir. Saknaðarkveðjur mamma Domma.
Mamma Domma (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 19:47
En frábært að Hermann komist á leikskólann. Þvílík gleði. Til lykke
.
Kristbjörg Þórisdóttir, 1.11.2007 kl. 20:43
En æðislegt. Báðir mennirnir þínir GLAÐIR...sé alveg Ragga fyrir mér að jappla á harðfisknum sko
. Elsku Hermann, gangi þér vel á leikskólanum og skemmtu þér
Guðmundur Þór Jónsson, 1.11.2007 kl. 21:22
Æðislegt að heyra að litli kall er byrjaður á leikskólanum, vonandi var fyrsti dagurinn góður, ekki von á öðru fyrst maður á súpermann-sokka:)
Hugsum til ykkar alla daga! Kv. elsa og co.
elsa (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 23:46
Til lukku með plássið leikskólaplássið :D Vonandi gekk fyrsti dagurinn vel!
bendaríkjakonan (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 05:13
Geðveikt að hann hafi komist strax á leikskólan og er sammála að það betra að vera með vin hjá sér. Mamma sendir Alex reglulega smá pakka með sokkum osfr . Alex finnst geggjað að fá pakka í póstinum.
Gott að allt gangi vel hjá ykkur.
kveðja frá London
Þórunn Guðrún (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 22:22
gott ad heyra ad leikskolamalin eru komin a hreint fyrir hermann:) gud hvad eg held ad hann verdi gladur ad komast i hasarinn!!!!
vonandi er allt gott ad fretta og ollum heilsast vel..eg er leidinni til panama ekki a morgun heldur hinn med storum og flottum seglbat, vonandi gengur tad vel!!!;)
styttist i heimkomu, rett rumar sex vikur..verst ad eg hitti ykkur ekki ta samt..ennta nokkrir manudir i tad:(
knus til ykkar i danmorku,
ykkar
asta
asta (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 03:15
Til hamingju með leikskólaplássið
Það verður eflaust miklu betra fyrir báða strákana að vera til staðar fyrir hvorn annan á svona stórri stundu eins og að byrja á leikskóla í nýju landi.
Gangi ykkur öllum vel
Anna Gísladóttir, 6.11.2007 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.