12.11.2007 | 13:04
Fyrsta "djammið" í Baunalandi.
Já.....mín fór út á lífið um helgina. Kannski of mikið að orða þetta "djamm" en fyrir mér var þetta bara heilmikið djamm, var úti fram yfir miðnætti og fékk með einn og hálfan öl!!!
Ástæðan var sú að kvenfélag Íslendingafélagsins stóð fyrir mat og keilu fyrir ísl. konurnar í Horsens. Mættum við Kolla klukkan 20 og voru eflaust um 40 stykki af konum sem mættu á svæðið. Þetta var alveg frábært og gaman að sjá hvað það eru margar konur í sömu sporum og maður sjálfur. Í keiluhöllinni er risastór salur þar sem er boðið upp á hlaðborð.....og þá meina ég HLAÐBORÐ. Það var hægt að fá allt milli himins og jarðar, frá salatbar upp í rifjasteikur og allt þar á milli. Eftir mat og kynningu á okkur sjálfum var farið í keilu og var keilað í 2 klukkustundir samfleytt. Ég var sett í lið með formanninum henni Ingu Lóu og stelpu sem heitir Sylvia. Við áttum misgóðar fellur.....eða ekki fellur og skemmtum okkur þrusu vel. Ég fékk meira að segja verðlaun (ásamt nokkrum öðrum) fyrir góða takta og kom því einni rauðvínsflösku og nammipakka ríkari heim:)
Setti nokkrar myndir inn í myndaalbúmið frá keilunni.....kíkið á þær þið sem viljið.
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En gott hjá þér að hita upp djammið áður en ég kem...hehe. Þá verður sko DJAMMAÐ!! Gott hjá ykkur að fara, styð þetta 100%. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 12.11.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.