13.11.2007 | 18:31
Baunakosningar í dag!
Ég komst að því í morgun á leiðinni í leikskólann með einkasoninn að það væru kosningar í dag í Danmörku. Það hefur reyndar ekki farið fram hjá mér að það væru kosningar í nánd enda hanga spjöld á öllum ljósastaurum bæjarins af mis-fríðum flokksmönnum og konum. Einnig hafa stjórnmálamenn verið að rökræða í "kastljósum" síðustu daga um hin ýmsu málefni, svo sem innflytjendamál. Ég hef reyndar sýnt þessum umræðum lítinn áhuga, bæði vegna tungumálaskilningsleysis, sem og stjórnmálaáhugaleysis.....enda ekki verið áhugamanneskja um pólitík á Íslandi þannig að ég ætla ekki að taka upp á þeirri vitleysu núna í Danmörku þar sem ég er ekki einu sinni með kosningarétt.
En þar sem ég hef hvergi séð auglýstar kosningarskrifstofur, kosningakaffi og hvað þá kosningapartý þá varð ég mjög hissa að kosið yrði í dag....á venjulegum þriðjudegi!! Ja, nema ég sé svona rosalega óathugul?? Danir virðast taka þessu með stakri ró eins og öllu öðru....alltaf jafn "ligeglad".
Enn og aftur sanna Danir sig fyrir mér....þjóð sem Íslendingar ættu að taka sér til fyrirmyndar hvað varðar stress og óþarfa læti.
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segi það nú með þér sko, við hefðum átt að vera löngu búin að taka Dani til fyrirmyndar..nú eða bara að Ísland væri enn undir stjórn Danmörku, hvernig væri lífið þá. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 13.11.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.