19.11.2007 | 10:02
Jólasteikin komin í hús......
Klukkan hálf 1 í nótt var jólasteikin mín komin í hús......ég náði í Kollu vinkonu og fjölskyldu á lestarstöðina í gærkvöldi en þau voru að koma frá Íslandi. Þrátt fyrir óhemju farangur þá voru þau svo góð að taka fyrir mig heila tösku frá minum elskulegu foreldrum. Í töskunni voru hvorki meira né minna en léttreyktur lambahryggur og nýtt kryddað læri ásamt jólapökkum og fleiru. Yndisleg sending!!!!
Mitt uppáhald á jólunum er léttreykt lamb og hef ég borðað það alltaf á aðfangadag frá því að ég man eftir mér. Ekki er því amalegt að geta haldið þeirri venju áfram í öðru landi.
Það verður örugglega mikil viðbrigði fyrir okkur að vera bara við þrjú um jólin því við höfum alltaf verið með fjölskyldunni. Ég væri alveg til í að vera á Húsavíkinni með fjölskyldunni um jólin en því miður verður það ekki hægt. En maður verður bara að vera jákvæður og njóta rólegheitanna með maka og barni. Við munum því upplifa dönsk jól í fyrsta sinn og vera ein í fyrsta sinn. Það er samt gott að hugsa til þess að Kolla og Hlynur verða í Horsens um jólin þannig að við getum hitt góða vini um hátíðarnar og er það mikils virði. Einnig munum við örugglega kíkja í kaffi til Sigga frænda og fjölskyldu og verður það eflaust mjög gaman, enda alltaf tekið vel á móti okkur á þeim bænum:)
Takk kærlega fyrir okkur elsku mamma og pabbi og takk Kolla og Hlynur fyrir að burðast með þetta fyrir okkur
GOTT ER AÐ EIGA GÓÐA AÐ.
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta verða nú ekki amaleg jól fyrst þið fáið svona góðar kræsingar af klakanum.
Elín Hulda (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 10:36
Elsku Berta mín,
Takk fyrir að vaka eftir okkur í gærkvöldi og ná í okkur á lestarstöðina. Njóttu jólamatarins.... það var nú ekki nema sjálfsagt að koma honum til ykkar fjölskyldunnar:)
Kolbrún Jónsdóttir, 19.11.2007 kl. 15:20
Hey en æðislegt að fá svo sendinu, ég segi nú ekki annað. Þetta verður fín jól hjá ykkur. Hafið það gott. knús knús.
Guðmundur Þór Jónsson, 19.11.2007 kl. 21:20
Geðveikt að fá íslenskan jólamat, við verðum á spáni um jólin en mamma og pabbi koma til okkar til London 27 des til 14 jan þá fæ ég nammi, mat og gos frá íslandi.
Gaman að prófa einhvað nýtt.
knús frá London
Þórunn Guðrún (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.