21.11.2007 | 10:40
ROXETTE.......lengi lifi!!!
Ákvað að skella plötu á fóninn í morgun áður en ég hlunkaðist í heimilisstörfin. Leit yfir safnið.....rak augun í gamlan góðan marglitaðan disk og eftir það var allt sett í botn.
Fyrir um 15 árum keypti ég þennan disk og drakk hann í mig.....lærði öll lögin utan af og fannst Marie Fredriksson og Per Gessle ÆÐI. Án gríns.....hver elskar ekki svona hárgreiðslu!!!
Í morgun hef ég semsagt hlustað á allan diskinn, sungið hástöfum, enda kann ég öll lögin ennþá, og notið þess að þrífa, stytta buxur og hugsa um alla fimleika-dansana sem við vinkonurnar bjuggum til við lögin á plötunni.
Svona getur verið gaman að vera einn heima, með lokaða glugga og þenja raddböndin við heimilisverkin. Mæli með þessu!!
Skyldum við Elín vera að dansa við Roxette??? Ekki ólíklegt:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert bara brilliant Berta mín. Ég hlustaði nú nokkuð á Roxette á sínum tíma líka. Það er ekkert smá gaman að dusta rykið af gömlu diskunum og rifja upp gamla tíma.
Elín Hulda (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 13:49
Berta, ég ELSKA
Guðmundur Þór Jónsson, 21.11.2007 kl. 23:44
Berta, ég ELSKA þessa grúppu sko, á ALLT safnið með þeim.....bara hvað viltu?? Er einmitt búinn að hafa DVD diskinn með þeim í heimabíó-inu í nokkra daga, enda ELSKA ég lagið: A thing about you. Við hefðum getað verið góð saman sko.....Afhverju skellum við okkur ekki á tónleika með þeim þegar ég kem?? Marie gat byrjað að syngja lagið: It must have been love, eftir að hún heyrði í minni fögru söngrödd. Hafðu það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 21.11.2007 kl. 23:47
Roxette omægad ég dírkaði þessa hljómsveit og hlusta stundum á þetta enþá :0)
kveðja frá London
Þórunn Guðrún (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 09:41
Kærar þakkir Berta, Raggi og Hermann fyrir frábært kvöld í gær og næturgistinguna ! Ég ætla að fara að æfa mig í samstæðuspilum svo ég eigi kannski sjens í Hermann næst...
Kristbjörg Þórisdóttir, 24.11.2007 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.