30.11.2007 | 19:58
Jólasveinninn er mættur til Horsens......
Fórum í dag með Svavari og Viðari vinum okkar að taka á móti jólasveininum.....fórum reyndar á vitlausan stað til að byrja með en brunuðum svo niður á bryggju þegar við föttuðum að hann hafi átt að koma þangað með skipi en akkúrat þegar við komum þá var hann kominn og farinn (alla vegana sáum við hann hvergi). Síðan fór af stað skrúðganga með lúðrasveit í fararbroddi og jólalest þannig að við ákváðum líka að bruna af stað og taka á móti skrúðgöngunni og lestinni niður í miðbæ. Eftir að hafa labbað göngugötuna fram og tilbaka þá loksins fundum við kallinn með síða skeggið......hann var á "jólalestarstöðinni" við kirkjuna en hann var semsagt lestarstjórinn og var að gefa lestarfarþegunum nammi . Litlu guttarnir, Hermann og Viðar, voru voða sælir með að hafa loksins fundið jóla og horfðu á hann gefa nammið en því miður var lestin full þannig að við gátum ekki farið með í þetta skiptið.
Eftir þónokkra stund settist jóli undir stýri og brunaði af stað.....á kirkjuna!! Jú jú, hann hefur greinilega ekkert ekið síðan um síðustu jól og tók aðeins of krappa beygju með þeim afleiðingum að síðasti lestarvagninn skall í hornið á fallegu kirkjunni í miðbænum. Smá öskur heyrðust en enginn grátur þannig að þetta hefur sem betur fer ekki verið alvarlegt.
Ég held samt að jóli ætti bara að halda sig við hreindýrasleðana því engar kirkjur ættu að flækjast fyrir honum í háloftunum!!
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
He he...greyið Jóli. Hann ætti að fara í einn ökutíma áður en hann fer undir stýri. En þið dugleg að elta hann svona. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 1.12.2007 kl. 00:55
hahaha!!!:P fyndið:) snilldar Jóli:D
Missjú
Karolína (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 02:09
Ætli jóli hafi verið látinn blása ha ha ha ha .
Kristbjörg Þórisdóttir, 1.12.2007 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.