18.12.2007 | 16:27
Allt að gerast
Fengum tilkynningu í gær frá póstinum um að við ættum 5 pakka hjá þeim. Við brunuðum á pósthúsið strax í morgun eftir að Hermann var farinn á leikskólann með bros á vör. Síðan skemmtum við okkur vel við að opna kassana. Raggi sagði þessa fleygu setningu í miðjum látunum; það er eiginlega eins og við fáum tvöfalda pakka þetta árið. Þá var hann ekki að meina fjöldann á pökkunum heldur það að við upplifum tvisvar sinnum spenninginn við að opna pakkana, fyrst við að opna kassana og svo sjálfa jólapakkanaJ Málið er að það eru svo margir svo yndislegir að lauma smá auka glaðningi í kassana. Sem dæmi þá sendi tengdó okkur núna harðfisk, konfekt og lakkrís.....bara svona sem bónus yfir hátíðarnar.......alveg frábært og kætir okkur þvílíkt. Einnig voru konfektmolar á víð og dreif um kassann innan um pakkana frá Elsu og Kidda.......algjör snilld. Takk kærlega fyrir okkur elsku fjölskylda og vinir. Þið gleðjið okkur ómetanlega með þessum extra gjöfum ykkarJ
En þetta er ekki allt búið.....haldiði að fyrrverandi nágrannar okkar í Íslandi hafi ekki sent okkur nokkur sósubréf með jólakortinu.....þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af jólasósunniJ Takk elsku Arna og Guðni.
Í póstkassanum í morgun komu svo tvær nýjar tilkynningar þannig að við ætlum að bruna strax í fyrramálið og ná í kassana sem bíða okkar á pósthúsinu......gruna að elsku mamma og stóra systir eigi einhvern þátt í þessum sendingumJ Án efa verður eitthvað spennandi í þeim kössunumJ
Við fjölskyldan höfum það bara kósý núna og horfum á íslenska jólasveina syngja og dansa eá fullu en tengdó sendi Hermanni þessa DVD/CD í gær og finnst Hermanni þetta algjör snilld......reyndar okkur líka og syngjum við Raggi með við mikla kátínu HermannsJ
Og svo syngur jólasveinninn........
Hóóóó...jólahókípóký.....þetta er allt of sumt!!!!!
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ. Glæsilegt að fá svona x-tra gjafir. Mikið eigið þið góða að....ég segi nú ekki annað. Skemmtið ykkur vel með jólasveinunum. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 20.12.2007 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.