22.12.2007 | 09:52
Dagarnir fljótir að líða.....
Bara 2 dagar í jólin og hafa síðustu dagar liðið heldur betur hratt. Á fimmtudaginn borðuðum við á okkur gat heima hjá Kollu og Hlyn, enda kalkúnaveisla með meiru í boði:) Strákarnir okkar, Hermann, Viðar og Emil (eða Kasper, Jesper og Jónatan eins og við köllum þá stundum) voru þvílíkt ánægðir að hittast, enda langt síðan þeir höfðu leikið sér saman vegna veikinda. Það var hreinlega eins og þeir væru beljur að losna úr fjósi eftir langan vetur, hehe:) Algjörar dúllur þessir strákar. Við vorum 12 alls sem borðuðum saman og er svo gaman að vera hluti af svona frábærum vinahóp.....alveg ómetanlegt:) Takk fyrir æðislegan mat elsku Kolla og Hlynur:)
Í gær komu svo góðir gestir til okkar í heimsókn.....vinkona mín frá Íslandi, hún Elín mætti á svæðið ásamt Steina, eiginmanni sínum og tveimur börnum, þeim Pétri Inga, sem er á sama aldri og Hermann og svo Selma Dóra, sem er að verða hálfs árs. Það var alveg frábært að hitta þau, enda langt síðan síðast og örugglega langt þangað til við sjáumst næst. Pétur Ingi og Hermann léku sér eins og englar allan tímann í bíló eða Bubba byggir leik en Selma spjallaði við okkur fullorðna fólkið á meðan. Þau ætla að eyða jólunum í Árósum með ættingjum en voru svo elskuleg að gefa okkur einn dag:) Takk fyrir komuna elsku Elín og Steini.....já og fyrir fallegu Orkideuna:)
Í dag er planið að kíkja í Bilka, klára að versla fyrir jólin og svoleiðis. En núna er Viðar hjá okkur í pössun og eru hann og Hermann að lita í litabækur og dúlla sér þessar elskur. Við eigum eftir að sakna Rakelar, Svavars og strákanna um jólin, en þau eru að fara í dag til Íslands:( En það verður gaman að hitta þau á nýju ári:)
Annars er ekkert að frétta af jólapökkunum, og ekki er hægt að lýsa eftir þeim sérstaklega á pósthúsinu nema sá sem sendi pakkana gefi sig fram!
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Gjaldþrota Kambar til sölu
- Google fjárfestir í jarðhita
- Gervihnattasamband fyrir mikilvæga innviði
- Stefnan byggð á veikum grunni
- Argentína fær innspýtingu
- Stærsta flugfélag Póllands hefur áætlunarflug til Íslands
- Vilja semja við 90 lönd á 90 dögum
- Engir varðhundar séreignarsparnaðar
- Það vantaði ekki gersemarnar í Genf
- Höfum velt við hverjum steini
Athugasemdir
Hæ hæ, en leiðinlegt með jólapakkanna. Sé að strákarnir leika sér vel saman. Gleðileg jól og hafið það gott. Sjáumst eftir 53 daga
Guðmundur Þór Jónsson, 22.12.2007 kl. 12:38
ha?? komu jólapakkarnir ekki til ykkar?? :(
en frábært hvað þú átt góða vini þarna .. það er ómetanlegt að eiga góða vini:D
en allavega.. þá óska ég ykkur bara gleðilegra jóla ef ég heyri ekkert í ykkur og ég skal kyssa alla frá þér ef þú kyssir alla frá mér;)
og takk fyrir kommentið á síðunni minni!
þú ert best og mér þykir ótrúlega ótrúlega vænt um þig!!!!;*
Karolína (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 21:38
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Takk fyrir allt á árinu sem er að líða
Anna Gísladóttir, 24.12.2007 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.