4.1.2008 | 16:30
Svona er lífið.....
Árið byrjar vel hjá okkur hjónunum......þvottavélin dó með látum þann 2. svo ekki var annað hægt en að fjárfesta í nýrri. Lánið í óláninu er þó að akkúrat núna eru útsölur í fullum gangi þannig að við náðum góðri vél á fínum afslætti, Bloomberg, eins og þurrkarinn okkar, og með sama útlit. Algjör tilviljun að svoleiðis vél var á útsölu í gær þegar við fórum í Punkt 1 að skoða vélar. Ekki þorðum við að bíða með að kaupa hana því ekki var öruggt að hún yrði á afslætti nema í einn dag. Nýja vélin er á leiðinni hingað núna en Raggi og Hallur vinur hans fóru að sækja hana og henda hinni. Sem betur fer fæ ég vélina í dag því Hermann er með í maganum og því þörf á að þvo "skemmtilegan" þvott í kvöld. Gamla vélin er nú ekki svo gömul, rétt rúmlega 8 ára, en hefur í gegnum tíðina þurft að þvo heilmikið magn af skrúfum, nöglum og öðru drasli sem hafa leynst í vinnubuxunum hans Ragga:) Hún hefur aldrei bilað og fór því með krafti núna. Blessuð sé minning hennar)
Við vorum þokkalega heppin í gær í bænum.......byrjuðum á því að fara í Bilka með flöskur í endurvinnsluna og lögðum á bílastæði Bilka sem er við hliðina á Punkt1. Um leið og við löbbuðum inn þá föttuðum við að við höfðum gleymt að stilla P-skífuna. En ef hún er ekki stillt þá getur maður fengið 505 dkr. sekt (eða um 6000 ísl. kr)!! Ég sagði Ragga að við skyldum henda inn flöskunum og stilla skífuna svo áður en við færum í Punkt1, við yrðum enga stund. En akkúrat þegar við löbbum að bílnum (eftir um 5 mín.) þá er verið að skrifa sekt á bílinn!! Ég sagði við konuna að ég hafi verið að koma og hlaupið út þegar ég mundi eftir skífunni. Sem betur fer var konan enn í jólaskapinu og sagði "det er i orden". Slapp við sekt í þetta sinn:)
Annars er bara fín helgi framundan. Við tókum niður jólatréð í dag, það var orðið ansi slappt og er planið að ég fari á morgun til Árósa með Kollu. Við ætlum að skoða afmælisgjöf handa Hermanni og Emil í Toysrus og kíkja í kaffi til hennar Kiddu okkar:) Svo verður jólaskrautið tekið niður á sunnudaginn og farið í heimsókn til Rakelar og co.....þau eru að koma heim annað kvöld eftir jólafrí á Íslandi. Við hlökkum mikið til að hitta þau aftur:)
Nóg í bili......
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Berta, þú ert svo mikið lukkudýr....best að ég komi með óhreinan þvott til þín svo ég sjái hvað þessi þvær vel
Guðmundur Þór Jónsson, 4.1.2008 kl. 23:53
Ástarþakkir fyrir komuna í dag. Það var yndislegt að fá ykkur eins og alltaf. Súpuknús frá Kiddu.
Kristbjörg Þórisdóttir, 5.1.2008 kl. 16:34
Hæ hæ
Kominn heim :) Velkominn í heimsókn...
Það er gott að vera kominn heim þrátt fyrir hvað það var erfitt að keðja fólkið sitt...en nú tekur alvaran við, skólinn og vinna
Sjáumst Rakel
Rakel Linda (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 11:12
Hæ elsku Berta, Raggi og Hemmi töffari og gleðilegt árið....Dugleg að vera svona alein og yfirgefin yfir hátíðirnar Alltaf gaman að koma inná síðuna hjá ykkur, þú ert svo dugleg að blogga Berta mín, en ég ekki eins dugleg að kvitta... Hafið það sem allra best úti og við sjáumst síðar á Víkinni góðu. Knús...Jóna og co
Jóna Björg Pálmadóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 22:00
Gleðilegt ár !
Mikið er gaman að skoða bloggið ykkar :) Þú gerir allt svo vel Betra mín
Mér finnst svooo fallegt að heyra hvað þú metur þína nánustu og sambandið við þá. Skynsöm stelpa: Gott að sjá að mamma og pabbi eru buin að koma og þú komin í Íslendingafélagið Kveðja Hulda
Hulda (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 23:08
Það er agalegt þegar þessar þvottavélar taka upp á því að hrökkva upp af þegar síst skyldi ! Mín gaf upp öndina á NÝÁSDAG ! En ég fékk nýja 7 KÍLÓA vél daginn eftir þannig að ekki er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott
Hafið það gott ..... og gleðilegt ár !
Anna Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 02:15
Ahhhh gleymdi einu ..... Sá sem tók brúðkaupsmyndirnar ykkar, heitir hann nokkuð Hjalti ?
Anna Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 02:16
Takk þið öll, það er virkileg vítamínsprauta að lesa commentin ykkar:)
Jú Anna mín....hann heitir Hjalti, hvernig vissirðu það? Var hann líka hjá ykkur??
Berta María Hreinsdóttir, 7.1.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.