11.1.2008 | 18:20
Skemmtileg afmælishelgi framundan....
Mikið er gott að það er komið föstudagskvöld og helgin framundan. Vikan hefur verið frekar lengi að líða, kallinn í skólanum fram á kvöld og ég heima að gera mest lítið. Hef þó aðeins verið að baka fyrir afmæli einkasonarins en hann verður 3ja ára á þriðjudaginn og ætlum við að halda upp á afmælið hans á sunnudaginn. Reyndar verður tvöfalt afmæli þar sem Emil, vinur Hermanns, verður 4. ára sama dag og því ætla þeir að slá saman í veislu:)
Hermann hefur fengið að vera með mér í bakstrinum í vikunni og má segja að skinkuhornin okkar og pylsuhornin fái ekki útlitsverðlaun ársins. Ekki það að ég sé alfarið að kenna honum um ófríðleika hornanna, en það er bara svo gott að geta kennt honum um svo það sjáist ekki hvað ég er lélegur bakari, hehe:) Segi svona!!
Ég ætla að fara til Kollu vinkonu á eftir að gera afmælisköku strákanna okkar og svo verður aðeins tekið á því á morgun í þrifum og bakstri. Kidda vinkona ætlar svo að koma seinnipartinn á morgun til okkar frá Árósum og vera fram yfir afmælið á sunnudaginn. Kidda á örugglega eftir að hjálpa okkur Kollu við lokaundirbúninginn en planið er að hafa rosa flotta afmælisveislu....með bílaköku og allt, enda CARS þema í afmælinu:)
Það má því með sanni segja að það stefni allt í skemmtilega helgi hjá okkur á "Hesteyri":)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Undrandi að ég væri ekki eskimói
- Útlit fyrir vont veður á morgun
- Ók á móti umferð frá ölvunarpósti lögreglu
- Rask í kjallara bókasafns
- Ég var vakin klukkan fjögur í nótt
- Fundi frestað: Kennarar vilja breyta tillögunni
- Blóðugur maður á gangi í Breiðholti
- Fimm skiptu með sér bónusvinningnum
- Áfram óvissustig á Austfjörðum fram á mánudag
- Þau bara ætla ekki að gefa sig
- Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
- Byggingarfulltrúi tekur frumkvæði með verkstöðvun
- Mikið vatn ógnaði rafmagni og tölvukerfum
- Það stærsta sem ég hef séð í minni tíð
- Útgerðarstarf Sigurjóns ekki í hagsmunaskrá
Athugasemdir
Hæ hæ
Hlökkum til að koma í afmælið á morgun
Kv. Rakel inda
Rakel Linda (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 10:51
Hlakka til að sjá ykkur á eftir .
Kristbjörg Þórisdóttir, 12.1.2008 kl. 14:58
Hæ hæ. Dugnaðurinn alltaf í ykkur. Ég væri alveg til í svona afmælisveislu á mínu afmæli Gangi ykkur vel og skemmtið ykkur súpervel í afmælinu og hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 12.1.2008 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.