14.1.2008 | 12:46
Hlaupabólan mætt á svæðið eftir frábæra afmælisveislu!
Einkasonurinn var með hita í morgun en líka mikið kvef þannig að ég hélt að þetta væri bara einhver flensa.....hef hann heima í dag og vonandi getur hann þá farið á leikskólann á morgun svo hann geti haldið upp á afmælið sitt þar hugsaði ég, enda 3ja ára á morgun. Ákvað svo að kíkja á bakið á honum við morgunverðarborðið og fann þar 4 bólur!! Ekki fer því á milli mála að hlaupabólan er mætt. Báðir vinir Hermanns hafa fengið hana undanfarið en ég hélt að Hermann væri sloppinn (samt hálfpartinn búin að vera að vona að hann fengi hana til að klára hana frá!!).
Sem betur fer kom hlaupabólan ekki degi fyrr því hér var heljarinnar afmælisveisla í gær, með yfir 20 gestum og því verið voða sorglegt ef við hefðum þurft að afboða alla á síðustu stundu. Afmælisveislan var frábær í alla staði. Afmælisbörnin, Hermann og Emil, voru eins og litlir herramenn, báðir í skyrtu og með bindi og voða sáttir með daginn.
Við Kolla skiptum með okkur verkum fyrir afmælið og varð þetta samstarf til þess að það var aldrei neitt stress fyrir afmælið. Enda ekki von á öðru en að allt gangi vel þegar við tökum okkur saman stöllurnar, hehe:) Við bökuðum fullt af fínum kræsingum og svo gerðum við rosa flotta McQueen afmælisköku sem hitti heldur betur í mark:)
Hermann minn fékk svo ótrúlega mikið af fallegum gjöfum, bæði frá afmælisgestum og svo var hann búinn að fá nokkra pakka frá Íslandi sem hann opnaði í gærkvöldi. Þrátt fyrir að við söknuðum fjölskyldunnar heima í gær þá var dagurinn frábær, enda erum við búin að kynnast svo skemmtilegu fólki sem gladdist með okkur í gær:)
Kidda vinkona kom líka frá Árósum á laugardaginn og var hún sérstök hjálparhella hjá okkur um kvöldið og allan sunnudaginn. Hún var nú samt ekki boðin til okkar til að vera "heimilshjálp" en hún vílaði það nú ekki fyrir sér og létti vel undir með okkur.
Takk fyrir alla hjálpina Kidda mín og takk fyrir frábæran dag kæru afmælisgestir:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var nú það minnsta Berta mín, takk fyrir mig! Hermann aldeilis flottur á því að biðja bólurnar að bíða bara aðeins...
Kristbjörg Þórisdóttir, 14.1.2008 kl. 13:22
Til hamingju með strákinn Berta mín. Ég hugsa oft til ykkar.
Kossar og knús.
Elín Hulda (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:57
Innilega til hamingju með soninn
Anna Gísladóttir, 16.1.2008 kl. 04:18
Sæl Berta, og til lukku með allt. Vá hvað brúðkaupsmyndirnar eru fallegar af ykkur. Aldrei að vita nema að ég kíki á ykkur ef ég á ferð um Danmörk, og flutti Kolla vinkona þín líka út ; )
Gaman að geta fylgst með.
Ragga og fjölskylda.
Ragga (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 08:52
Ææ, greyið snúlli litli. Vonadi gengur þetta fljótt yfir. Góðan bata Hermann. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 16.1.2008 kl. 22:00
Halló halló!
Langt síðan ég las og kvittaði síðast þannig að ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja...en....til hamingju með nöfnu þína, hlýtur að vera rosa montin með það! Ég er amk ótrúlega montin með mína nöfnu ;). Gott að heyra að þið áttuð gleðileg jól þó svo að þið hafið ekki verið á Íslandinu góða. Já og gleðilegt árið :D Síðast en ekki síst til hamingju með stubbinn sem er orðinn svona agalega stór! Bólan var nú ansi góð að bíða þar til eftir veisluna, get nú ekki annað sagt. Vonandi er hún ekki mjög leiðinleg við prinsinn þinn! - kærar kveðjur til ykkar
Ösp (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 00:56
Til hamingju með daginn engillinn minn og vonandi hlaupa bólurnar af þér sem fyrst :*
Ykkar
Karolína ;*
Karolína (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.