18.1.2008 | 23:31
IL DIVO og afmæli!
Ég hef oft heyrt um strákana í Il Divo en ekki heyrt nema smávegis í þeim, en það litla sem ég hef heyrt hefur heillað mig mikið. Mamma var svo elskuleg að kaupa þessa diska handa mér og fékk ég þá með póstinum í morgun ásamt afmælisgjöfinni til Hermanns frá henni og pabba. Ég setti annan diskinn strax í spilarann og varð sko ekki fyrir vonbrigðum. Þvílíkar söngraddir og lögin svo rómantísk og falleg. Mæli hiklaust með þessum diskum fyrir þá sem fíla klassíska rómantík:) Takk elsku mamma og pabbi:)
Hlaupabólan hjá Hermanni er í hámarki og verða næstu dagar því auðveldari. Hitinn fór lækkandi í dag, en annars er hann búinn að vera með 39-39,5 stiga hita frá því á mánudag. Raggi í skólanum allan daginn að undirbúa lokaverkefnið og ég heima að mygla. Var reyndar svo heppin í dag að Svavar vinur okkar bauðst til að koma og passa Hermann svo ég kæmist aðeins út.....Gvendólína hvað það var kærkomið. Við Rakel skelltum okkur í miðbæinn, skoðuðum í búðir og fengum okkur kaffisopa á göngugötunni. Yndislegt alveg hreint. Ekki nóg með það heldur buðu þau okkur Hermanni í mat í þokkabót!! Takk elsku Svavar og Rakel....þið björguðuð geðheilsunni minni í dag:)
Annnars ligg ég núna upp í sófa og kyngi síðasta Lindu-Buff munnbitanum......namm!!! Bjögga mágkona var svo elskuleg að senda okkur fullt af íslenskri mæru í vikunni og verður að viðurkennast að íslenska nammið verður bara betra og betra með hverjum mánuðinum sem líður í Danmörku:) Takk elsku Bjögga mín**
Það eru margir vinir og ættingjar sem eiga afmæli í janúar. Elísa Rún átti afmæli þann 14. jan, "amma" Obba þann 15. (sama dag og Hermann minn), "afi" Ói þann 17. Þórunn vinkona, Hrafnhildur og Gunnar þann 19. og Hobba vinkona þann 20. Held að ég sé ekki að gleyma neinum.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIN YKKAR ÖLL SÖMUL***
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó já, Il divó rokka feitt. Ég dýrka þessa gaura sko, ég elska að liggja upp í rúmi og með heyrnatól að hlusta á þá. Hermann minn, vonandi nærðu þér sem fyrst af hlaupabólunni. Já, ég trúi að íslenskt gotterí er betra í útlandinu. Sjáumst eftir 25. daga. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 19.1.2008 kl. 00:35
hæhæ elsku frænka.
Takk kærlega fyrir póstinn ég er búin að búa til link á síðunni minni og set svo líka hjá bótarættinni..
gaman að sjá hvað þið eruð að plumma ykkur vel í útlandinu...
og já til hamingju með nöfnuna og bumbuna.
flott að sjá hvað fólk er duglegt að fjölga ættinni.
en við sjáumst vonandi hress árinu.
(Es. þið etv kikið ef þið eruð á seyðisfirði
heimir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 20:17
Er ég að missa af einhverjum fréttum!!
Hvaða bumbu er verið að tala um hér í kommentinu að ofan?
Ein smá forvitin
Alda (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 22:00
Þar lágu Danir í því
Kolbrún Jónsdóttir, 19.1.2008 kl. 22:02
Berta María Hreinsdóttir, 20.1.2008 kl. 09:11
Svona Berta mín, tjáðu þig !!!
Kannski ég heyri bara í Erlunni!!!
Alda (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 10:16
Takk sömuleiðis Berta mín...það var voða notalegt að rölta um, drekka kaffi og spjalla við þig....
Rakel (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 10:42
Hellú...
langaði bara að þakka fyrir kveðjuna... gaman að þú skulir muna eftir manni ;)
Hafið það gott... eyrumst fljótlega eskan... bið' að heilsa í kotið ;)
hobba (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.