20.1.2008 | 21:53
Nú er komið að því.....
Eftir tvær góðar tilraunir fyrr í vetur og margra mánaða fundarsetu þá komumst við Rakel að þeirri niðurstöðu að göngutúr þrisvar í viku væri málið!! Þegar strákarnir okkar eru farnir á leikskólann þá ætlum við að arka okkur út fyrir dyr og hreyfa á okkur appelsínuhúðina. Háleit markmið....ég veit.....en nauðsynlegt fyrir líkamlega heilsu og ekki síður þá andlegu!!
Spurning um að fara út í að safna áheitum ef þetta gengur ekki núna......sjáum til:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko mína!!!
Kristbjörg Þórisdóttir, 20.1.2008 kl. 22:41
Mér líst rosalega vel á þetta. Veður þú í göngutúra frí-i þegar ég kem? Og hvaða appelsínu húð ert þú að reyna ná af þér góða mín? Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 20.1.2008 kl. 23:27
Ein eldri vinkona mín (91 árs þá) sagði einusinni við mig, þegar ég minntist á svona ávaxtahúð, - "...en elskan mín, það er nú ekkert að vera með stinna appelsínuhúð hjá því að fá svo sveskjuhúð..." Síðan er ég sátt við ávextina.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.1.2008 kl. 23:36
Já kannski maður eigi bara að þakka fyrir appelsínuhúðina......samt spurning hvenær hún þróast í sveskjuhúðina
Gummi minn.....ef þú ert í göngutúrastuði þegar þú kemur þá förum við bara öll saman, enda ert þú sérfræðingur í göngutúrum og getur örugglega kennt okkur góða göngutakta
Berta María Hreinsdóttir, 21.1.2008 kl. 08:15
Ég læt púlið í ræktinni duga enda er ekki hægt að hætta lífi og limum á því að fara út að ganga í Reykjavík í dag ! Snjór, hálka, slabb og drulla allsstaðar !
Gangi ykkur vel
Anna Gísladóttir, 21.1.2008 kl. 21:15
Líst vel á þetta,er búin að labba Elliðaárdalin í 23 ár og lítið gengur. Og þó
þetta kemur allt. Gangi ykkur vel. Hermann er flottur á síðunni sinni í Flateyjardressinu.
Knús Helga
Helga Ragn (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.