23.1.2008 | 16:23
Vetrarfrí!!
Kallinn kláraði lokaprófið sitt í gær og er því kominn í annarfrí í tæpar 3 vikur. Já það er skrýtið þetta danska kerfi....allt of stutt sumarfrí, allt of stutt jólafrí en svo langt annarfrí í lok janúar/byrjun febrúar. Á þessum tíma fara margir í ferðalög, en það sem er svolítið skrýtið er að það eru vetrarfrí í öllum grunnskólum hér í febrúar....og það byrjar daginn sem skólinn hjá Ragga byrjar þannig að margir foreldrar eru í fríi núna og svo fara börnin í vikufrí um leið og þeirra frí er búið.....held einhvern veginn að eitthvað yrði sagt á Íslandinu okkar yfir svona óskipulagi.
Allavegana.....við hjónin erum mikið að spá í að nota þennan tíma til að ferðast eitthvað. Þar sem ég stíg ekki upp í flugvél nema tilneydd þá ætlum við að fara keyrandi. Höfum verið að skoða Hamburg, Berlín, París, Amsterdam og fleiri borgir. Við erum nánast búin að ákveða að skella okkur til Hamburg, enda ekki svo svakalega langt að fara þangað og þar er einn stærsti dýragarður í Evrópu sem Hermanni ætti að lítast vel á:) Planið er að gera úr þessu helgarferð, gista á hóteli og njóta lífsins.
Málið er að næsta sumar verður ekkert farið út fyrir landamærin.....Raggi er í skólanum fram í júlí og þá eigum við von á litlu kríli og því lítið ferðast eftir það. En eitt af því sem við Raggi hétum okkur þegar við fluttum hingað út var að nota tækifærið og ferðast um Evrópu eins og við gætum, enda mun einfaldara og ódýrara að fara héðan heldur en frá Íslandi.
Svona til að monta mig þá eru hér fyrir neðan myndir af lokaverkefni Ragga....hann fékk þrusu góða dóma fyrir verkefnið og var alsæll með dönsku kynninguna sína:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært hjá þér Raggi. Þú ert meistari. Skemmtið ykkur vel á ferðalaginu, ég væri alveg til í að skoða Amsterdam...just think of me. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 23.1.2008 kl. 16:48
Hæ hæ hæ!
Til hamingju með krílið :D:D - Vonandi gengur þetta allt vel!
Öspin (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:26
Það eru aldeilis fréttir. Innilega til hamingju með krílið í bumbunni. Yndislegt alveg :)
Arna V. - gamli nágranninn (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 20:36
Til hamingju með karlinn þinn og kúlubúann
Anna Gísladóttir, 23.1.2008 kl. 22:07
Till lukku opinberlega með bumbuna;)
Ohhh en mikið öfunda ég ykkur með að geta farið í ferðalag saman. Við erum náttúrulega svo heppin að vera ekki í vetrarfríi á sama tíma eins ótrúlega fúlt og það er. Er samt að spá í að fara eitthvað ein með Áróru í mínu fríi, er búin að vera skoða ferðir sem allar kosta hönd og föt. (Nenni nefnilega ekki að hafa ofan af fyrir henni sjálf, verður að vera eitthvað aksjón í boði). Og er ekki að sjá mig í anda keyra alein um borgir Evrópu ef það springur á bílnum, holy moly hvað ég gæti ekki bjargað mér.
Þannig að þið kannski skemmtið ykkur fyrir mig í leiðinni í ykkar ferðalagi, því ég elska ferðalög mest í heimi:s
Hafið það gott;)
Steinunn og co. (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 08:33
Elskurnar, ætlið þið að koma með kríli í júlí..??:) Ég nefnilega stefni á það líka,, þetta verður alvöru mánuður..:)
Til hamingju með þetta allt*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:48
Komdu sæl Berta mín og hjartanlega til hamingju með litla bumbubúann. Gaman að heyra svona gleðifréttir. Gangi ykkur allt í haginn þarna í henni Danmörku. Mér finnst það flott hjá ykkur að nota tækifærið og ferðast um Evrópu því áður en þið vitið af verðið þið á leið heim aftur......Kv. Ella Thor
elinthor (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 15:48
Jess, ég vissi það Djö.. er ég góð að lesa á milli línanna. Innilega til hamingju með þessar fréttir, ekki leiðinlegt að lesa um þær hér.
Líst vel á þessar ferðahugleiðingar hjá ykkur. Ég get sko sannarlega mælt með París, yndislega skemmtileg og falleg borg. En hvernig var það fórstu ekki til Parísar þegar þú fórst með fjölskyldunni til Frakklands hérna um árið (að mig minnir í kringum 1986-88)? Gleymi því ekki þegar að þið systur komuð heim og búnar að fara í Euro-Disney, alveg alsælar.
Knús frá Fróni
Alda
Alda (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:17
Til Hamingju með ólettuna :)
Mæli með hamburg hef komið þangað Annars er parís rómantísk en betra að fara þangað tvö:) Kv Linda
Linda (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:18
Takk kærlega öll sömul
Gummi.....ástæðan fyrir því að við förum ekki til Amsterdam er sú að það er frekar langt þangað og hótelin kosta bæði augun úr
Steinunn.....er ekki þá spurning um að Hallur komi með okkur núna í ferðalag, haha
Lilja....til hamingju með bumbubúann þinn, samtaka gamla Heiðargerðargengið
Alda.....það er rétt hjá þér að ég fór með familíjunni til Frakklands (þ.m.t. Parísar) sumarið 89 og við fórum í rosa flottan Ástríksgarð en Euro-Disney var opnað sumarið eftir
Knús til ykkar allra**
Berta María Hreinsdóttir, 24.1.2008 kl. 19:25
Elsku Berta og Raggi! Til hamingju með frjósemina:) Vonandi verður heilsan nú bara góð hjá þér Berta mín og allt það!
Það væri gaman að heyra í þér við tækifæri, ég prófa kannski að bjalla í dag:)
Bestu kveðjur til ykkar allra,
Þórunn & kó
Þórunn & Hörður Mar (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.