27.1.2008 | 10:44
Frábær dagur í gær!
Dagurinn í gær var heldur betur skemmtilegur. Við fórum rétt fyrir hádegi niður á lestarstöð og náðum í Kiddu vinkonu, en hún kom frá Árósum. Við keyrðum svo strax af stað til Flensborgar.....komum við í Skandinavian Park og gerðum stórinnkaup og fengum okkur einn haugskítugan hamborgara á Burger King. Síðan fórum við inn í Flensburg og gengum þar göngugötuna endilanga, með nokkrum búðarstoppum þar sem Kidda gerði þrusu kaup:)
Veðrið var nú kannski ekki til að hrópa húrra fyrir en þar sem það var engin rigning þá létum við það ekkert á okkur fá. Eftir góðan göngutúr um göngugötuna brunuðum við tilbaka, alla leið til Árósa. Þar var planið að fara á Pizza hut, enda hefur okkur langað að fara þangað lengi. Þegar við loksins komum þangað þá var okkur tilkynnt að það væri lokað vegna starfsmannapartýs. Við ákváðum að láta þetta ekkert á okkur fá og löbbuðum í skítakulda og roki um miðbæinn í leit að Jensens böfhus. Eftir að hafa fengið ráðleggingar heimalinga þá var okkur loksins beint í rétta átt og var kærkomið að setjast inn á heitan veitingarstaðinn með hélað nefið og frosnar varir:)
Eftir góða setu á Jensens keyrðum við Kiddu heim og vorum svo sjálf komin heim rétt fyrir miðnætti....Hermann að sjálfsögðu steinsofnaður, pakksaddur og sæll með skemmtilegan dag.
Takk fyrir frábæran dag, matinn og gjöfina elsku Kidda mín**
Meiri gleði beið okkar þegar við komum heim.....geisladiskur með myndbandi frá skírn Söndru Maríu frænku og einnig frá áramótunum hjá Svenna bróður og Marzennu. Við Raggi hentum okkur í sófann og horfðum á allt myndbandið, ég að sjálfsögðu fékk þvílíka heimþrá við að horfa á þetta en gat huggað mig við að það styttist í sumarið en þá munu margir úr fjölskyldunni koma til okkar. Það var svo gaman að sjá hvað yndislega frænka mín og nafna er falleg og flott, hefði sko viljað fá hana í fangið í smá stund til að knúsa og kyssa.
Takk fyrir diskinn elsku Svenni og Marzenna....það er frábært að fá svona sendingu**
Planið í dag er að gera helgarþrifin, baka kannski pínu bollur (er ekki bolludagur á morgun?) og kíkja kannski eitthvað í heimsókn. Svo eru bara 5 dagar í sumarbústaðarferðina okkar með Rakel og Svavari:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk sömuleiðis Berta, Raggi og Hermann fyrir meiriháttar góðan dag .
Kristbjörg Þórisdóttir, 27.1.2008 kl. 12:20
Bolludagurinn er 4ra febrúar. En yndislegur dagur hjá ykkur. Skil vel að þú hafir fengið heimþrá, maður hugsar nú oft til ykkar!!! Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 27.1.2008 kl. 18:05
Þó að myndbandið hafi vakið heimþrá í þetta skiptið þá á það kannski eftir að lækna heimþrá einhverntíman .....
Bestu kveðjur til ykkar allra
Anna Gísladóttir, 28.1.2008 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.