31.1.2008 | 16:15
Allt og ekkert!!
Hef ekki verið í neinu bloggstuði síðustu daga....og hreinlega ekkert verið að frétta heldur!!
Við hjónin höfum verið í slökun á daginn þessa vikuna á meðan stubburinn er á leikskólanum. Ræktin og göngutúrinn hefur samt verið á dagskrá og einnig fórum við hjólandi einn daginn að ná í Hermann á leikskólann....þvílík harka!!
Á morgun ætlum við svo að fara í smá ferðalag. Rakel vinkona er 35 ára á morgun og erum við búin að panta sumarhús í Bork havn við Ringköbingfjord (á vesturströnd Jótlands) um helgina með þeim fjölskyldunni. Planið er að hafa með sér kerti og spil og hafa það þvílíkt huggulegt:) Á laugardaginn ætlar svo Rakel að hafa afmælismat og munu Kolla og Hlynur ásamt strákunum koma til okkar í sumarhúsið. Þetta verður því örugglega mikið stuð og hlökkum við þvílíkt til:) Dagurinn í dag hefur því farið í að pakka niður og versla fyrir þessa helgarferð. Það þarf að taka heilmikið með sér því ég geri ekki ráð fyrir að það sé neitt í sumarhúsum hérna....einhvern veginn efast ég um að Danir skilji eftir kaffipoka, plastpoka, handsápu eða annað þegar það fer heim úr sumarhúsunum, ólíkt Íslendingunum sem nenna ekki að taka svoleiðis með sér heim:)
Kveð úr roki og rigningu.....hreinlega eins og maður sé staddur í Reykjavík, svei mér þá!!
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
I wish að þú værir í Reykjavík. Þá mundi ég reka nefið inn í tíu og tjatta. Góða skemmtun um helgina og hafið það gott. ÞAÐ ER ENGINN ÖFUND HÉDDNA MEGIN SKO......Væri samt alveg til í sumarbústað.
Guðmundur Þór Jónsson, 31.1.2008 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.