4.2.2008 | 19:09
Þreytt og sæl.
Komum heim rétt fyrir 10 í morgun eftir frábæra helgi í sumarbústað á vesturströndinni með skemmtilegum vinum. Lögðum af stað, ásamt Rakel, Svavari og strákunum, á föstudaginn eftir hádegið og lögðum af stað heim kl 8 í morgun. Við rétt náðum heim fyrir 10, en þá var "festelavnshátíð" (öskudagshátíð) á leikskólanum hjá litlu strákunum okkar.
Helgin var mjög skemmtileg í alla staði, mikið spjallað, mikið borðað og mikið spilað. Húsið sem við vorum í var algjör snilld, ný byggt með öllu því flottasta. Meira að segja tvöfalt nuddbaðkar og sauna, sem við prufuðum laugardagskvöldið. Fjarstýrð ljós í loftum, Bang og Olufsen sjónvarp, flottur arin, fullkomin eldhústæki og margt fleira prýddi bústaðinn og gerði helgina notalega.
Á laugardaginn hélt Rakel upp á 35 ára afmælið sitt og komu Kolla vinkona og fjölskylda til okkar um kaffileytið. Þau mættu með ekta "hjemmelavade" bollur sem við skelltum rjóma og sultu í og svo var haldið heljarinnar bollukaffi. Eftir það gripu allir í spil og spjölluðu og svo eldaði Svavar handa okkur nautasteik og fylltar svínalundir ásamt öllu tilheyrandi. Nammmmm.....
Á sunnudaginn fórum við í Sea west.....en það er stórt hús með keilusal, leikland fyrir börn, badmintonvöllum, mini-golfi, spilakössum, veitingarstöðum, snyrtistofum og risastórri sundlaug. Eflast var eitthvað fleira í boði þarna en þetta sáum við allavegana. Því miður höfðum við ekki með okkur sundföt en við fórum í keilu og svo fóru strákarnir í leiklandið á meðan stóru kallarnir fóru í mini-golf. Þetta var algjör snilld og ætlum við að reyna að koma þangað aftur í sumar þegar verður gott veður því það er einnig stór strönd með öllu tilheyrandi þarna á svæðinu.
Dagurinn í dag hefur að mestu farið í að gera ekki neitt, enda mikil þreyta í gangi. Við vöktum lengi við að spila Kana á kvöldin en þurftum að sjálfsögðu að vakna snemma með litlu gullmolunum okkar. Hermann var sóttur snemma á leikskólann í dag, hann fór í sturtu og steinsofnaði svo með pabba sínum í sófanum.....alveg búinn á því eftir spennandi daga í Bork Havn.
Mæli svo sannarlega með þessum stað fyrir þá sem vilja breyta til og skreppa í helgarferð, já eða vikuferð. Planið að taka því rólega í kvöld, horfa á imbann og húka undir teppi.
Takk fyrir yndislega helgi kæru vinir**
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra helgi elsku Berta :)
Rakel Linda (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 11:23
Glæsilegasta helgi hjá ykkur. Væri alveg til í baðkarið sko Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 5.2.2008 kl. 12:53
Gaman að fá fréttir fá þér, - bestu kveðjur af klakanum
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.2.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.