9.2.2008 | 17:24
Þvílík virkni í dag og spennandi tímar framundan.....
Nú er fríið hjá kallinum að verða búið, skólinn byrjar á mánudaginn og verður næsta frí ekki fyrr en í júlí (svona utan við nokkra páskadaga...vonandi). Dagurinn byrjaði á leti þar sem ég fékk að kúra aðeins lengur eftir að karlpeningurinn á heimilinu fór niður en svo var allt sett á fullt. Ryksugað, skúrað, þurrkað af, þveginn þvottur og allt gert spikk og span. Raggi fór út með Hermann og gerðu þeir hreint á pallinum, enda allt í ógeði eftir smíði gærdagsins, en Raggi bjó til heljarinnar þorrabakka fyrir Kollu vinkonu:) Eftir þrifin fórum við í stórinnkaupaleiðangur í Bilka, komum heim og var vespan þrifin ásamt reiðhjóli Hermanns (enda þurfti hann að gera eins og pabbi....en ekki!!). Síðan fóru þeir feðgar í hjólreiðartúr á nýþrifnu hjólunum sínum, komu svo inn og sóttu sófadýrið (mig altså) og örkuðum við í göngutúr um hverfið í góða veðrinu. Ný bíðum við eftir Viðari, litla vinapjakki Hermanns, en hann ætlar að gista hjá okkur í nótt því foreldrar hans eru að fara í afmæli. Þannig að dagurinn heldur áfram að vera virkur fram á kvöld:)
Á fimmtudaginn hringdi Kidda vinkona í mig og sagðist vera á leið í heimsókn til okkar, ef hún fengi leyfi þar að segja:) Ég varð að sjálfsögðu þvílíkt glöð, enda alltaf gaman að fá hana í heimsókn. Kidda kom seinnipartinn og höfðum við það kósý saman. Kolla kíkti í heimsókn til okkar um kvöldið og svo fórum við í göngutúr með Rakel föstudagsmorguninn þannig að þetta var fínn "stelpu"sólarhringur:)
Á miðvikudaginn eigum við svo von á öðrum góðum gesti....í þetta sinn frá Íslandi. Gummi vinur minn og fyrrverandi starfsfélagi er að koma í heimsókn til okkar Kollu og ætlar að gista hjá okkur í nokkra daga. Það verður sko heldur betur fjör.....búið að plana Árósarferð, þorrablót heima hjá Kollu og fleira skemmtilegt. Kidda mín ætlar svo að koma líka á laugardeginum þannig að það verður heljarinnar stuð hjá okkur. Vá hvað mig hlakkar til:)
Jæja best að tjékka á pizzuófétinu í ofninum....sukk og svínerí hér á bæ eftir göngutúrinn, hehe:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Hófu leit að manni sem kom fram stuttu síðar
- Meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her
- Fyrir hvern er það gott?
- Opið í Skarðsdal alla páskana
- Ákærður fyrir tilraun til manndráps
- Kærðir fyrir brot á búnaði ökutækja
- Virði skóga borgarinnar nokkur hundruð milljarða
- Lengja opnunartímann á ný
- Sendiherrabústaðurinn falur fyrir tæpan milljarð
- Er góður í að setja í þvottavél og fara í Bónus
Athugasemdir
Kærar þakkir kæru vinir fyrir smíðina:) Við eigum minningu um ykkur á heimilinu um ókomna tíð:) Það verður þokkalega gaman hjá okkur um næstu helgi þegar við vígjum þorrabakkann góða.
Kolla
Kolbrún Jónsdóttir, 9.2.2008 kl. 18:29
Hæ hæ. Ég hlakka rosalega til að koma. GET ekki beðið!!! Berta ég er búinn að versla allt fyrir ykkur...og meira til. Kem með SURPRICE....get sko ekki beðið eftir að afhenda ykkur það. Svo verður Þorrabakkinn "afmeyjaður" með hákarli og víni..NEMA HVAÐ!! Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 9.2.2008 kl. 21:33
Takk fyrir mig Berta mín,
hlakka til að sjá ykkur í næstu viku
.
Kristbjörg Þórisdóttir, 10.2.2008 kl. 13:45
Hæ
Greinilega nóg um að vera hjá ykkur.
Kossar og knús
Elín Hulda (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 20:45
Sæl kæra frænka.
Ég frétti af því frá Hörpu að þið væruð flutt til Horsens. Það kom mér skemmtilega á óvart því Andri er að fara að vinna öðru hvoru á spítala í Give sem mér sýnist ekki vera svo langt frá ykkur. Hann fer í fyrsta skipti í viku 10 og þá ætlum við öll fjölskyldan að fylgja með og liggja í leti meðan hann vinnur
Það verður reyndar ágætt að taka smá frí því ég verð komin 8 mánuði á leið á þessum tíma.
Það væri gaman að kíkja við hjá ykkur einhvern daginn. Andri verður væntanlega að vinna frameftir flest kvöld svo við höfum allan tímann í heiminum til að skoða okkur um og kíkja á ættingja sem við höfum ekki séð í fleiri ár.
Kveðja, Rósa.
Rósa Jónasar (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 09:36
Sæl Berta og til hamingju með bumbubúan. Gaman að heyra og sjá hvað gengur vel hjá ykkur og alltaf gaman að fá vini í heimsókn. Knús frá London
Þórunn Guðrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.