20.2.2008 | 18:19
Veikindi á heimilinu!!
Frá því á sunnudag hefur kallinn legið í flensu....með hita og óstöðvandi hósta. Sem betur fer var hann hitalaus í dag og því stefnir hann á að fara í skólann á morgun. Hermann hefur einnig verið með ljótan hósta síðustu daga en þó ekki verið veikur og því farið á leikskólann. Í dag var mér hins vegar tjáð á leikskólanum þegar ég sótti hann að hann hafi verið mjög lítill í sér í allan dag á leikskólanum og því spurning hvort hann væri að verða veikur. Ég fór með hann beint heim og mældi hann......jú jú....38,2°C. Hann virðist semsagt ætla að taka við af föður sínum og leggjast í flensuna. Vonandi slepp ég við þetta!!
Á mánudaginn upplifði ég nokkuð einkennilegt......á leið minni í leikskólann með Hermann um morguninn tók ég eftir því að lögreglubíl var lagt við Fælledvej sem liggur niður á "leikskólagötuna" og tveir lögreglumenn stóðu og góndu yfir götuna. Ég sá síðan að þeir voru að horfa á skjalatösku sem stóð ein og sér á gangstéttinni hinum megin. "Ætli þetta sé sprengja" var það fyrsta sem mér datt í hug....enda umræðan síðustu daga verið á þann veg í fjölmiðlum að það yrði ekkert skrýtið þó Danmörk yrði næsta skotmark Al Kaida!! Ég ákvað að taka engan sjéns á leiðinni heim aftur og fór því ekki alveg sömu leið, ekki alveg til í að keyra aftur 1. meter frá þessari tösku. Ég sá síðan úr fjarlægð að löggurnar voru enn hinum megin við götuna að spá og spekúlera þegar ég keyrði heim. Greinilega ekki alveg að treysta sér í að opna töskuna....enda verð ég að viðurkenna að þetta leit hálf einkennilega út....stór, gömul, svört skjalataska, standandi á miðri gangstétt!! Ekkert hefur heyrst í fréttum um sprengjutilraunir þannig að þetta hefur eflaust bara verið venjuleg skjalataska sem einhver hefur gleymt á gangstéttinni??
Annað "skemmtilegt" sem ég uppgötvaði í vikunni var að krakkarnir í hverfinu eru alveg að meika það í hugmyndaflugi sínu. Þegar ég fór út til að kíkja í póstkassann þá kom ég ekki lyklinum í skráargatið á póstkassanum. Eftir ítrekaðar tilraunir tók ég eftir því að búið var að fylla skráargatið með lími!!! Jú, jú....mjög frumlegt!! Raggi náði á endanum að troða lyklinum í en svo virðist sem þessir krakkar hafi líka reynt við skráargatið á útidyrahurðinni en ekki tekist. Smá pirringur hjá minni við þessa uppgötvun en svo gátum við hjónin nú ekki annað en brosað....enda snilldar hugmynd til að bögga fólk, hehe:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sá einmitt líka þessa tvo lögreglumenn í Fælledvej þegar ég keyrði Emil í leikskólann þennan dag... þeir voru á spjalli við íbúa þarna í einu húsinu en ég sá reyndar enga skjalatösku og spáði bara ekkert meira í þetta....
Vonandi hristir Hermann veikindin af sér fljótt
Kolbrún Jónsdóttir, 20.2.2008 kl. 19:14
Vonandi eru karlmennirnir þínir á batavegi
Bestu kveðjur
Anna Gísladóttir, 20.2.2008 kl. 21:36
Það er ekki gaman þegar veikindi banka upp á. Pétur Ingi var veikur í síðustu viku. Vonandi verður hann fljótur að ná sér upp úr þessu.
Elín Hulda (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 21:43
Hæ hæ. Æ greyið feðgarnir. Ég er einmitt ennþá með í hálsinum. Já, frumleg þessi börn!! og gaman að brosa eftir á. Hafið það gott og vonandi batnar þeim fljótt.
Guðmundur Þór Jónsson, 20.2.2008 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.