21.2.2008 | 20:49
Galdramáttur hvítlauksins!!??!!
Eins og ég sagði frá í gær þá var Hermann orðinn veikur þegar ég náði í hann á leikskólann og var ég því viðbúin því að hann yrði með mikinn hita í dag og slappur. Sem betur fer þá vaknaði hann hitalaus og var hinn hressasti fram að hádegi. En þá byrjaði litli kúturinn minn að gráta hástöfum......sem er nú ekki líkt honum, hvort sem hann er með hita eða ekki. Hann hélt stanslaust um hægra eyrað á sér og sagði "meiddi í eyra" og "mamma, hjálpa minni" (sem þýðir mamma, hjálpa mér). Ég gaf honum stíl sem sló á í smá stund en þá byrjaði gráturinn aftur. Ég gaf honum því annan stíl en það hafði engin áhrif nema að hann varð þreyttari og sofnaði grátandi í fanginu á mér. Þarna ákvað ég á henda mér á netið og lesa mér til um eyrnabólgur....enda hef ég verið svo heppin að Hermann hefur aldrei fengið eyrnabólgu áður, 7,9,13. Hann er þó með rör í vinstra eyra vegna sýkingar sem hann fékk eftir misheppnaða tilraun hjá lækni við að hreins út merg.....en þar sem þetta var hitt eyrað þá hafði ég ekki áhyggjur af því að eitthvað væri að rörinu.
Alls staðar þar sem ég las var talað um hvítlauk sem náttúrulegt lyf við eyrnabólgu....ég las spjallvefi og voru flestir þar sammála um að hvítlaukur væri málið.....enda glórulaust að gefa Penicilin við eyrnabólgu því yfirleitt er eyrnabólga ekki af völdum baktería, nema mikið kvef eða annað ógeð fylgi....og svo er ekki hjá Hermanni.
Um leið og Raggi kom heim úr skólanum þá sendi ég hann út í búð að kaupa hvítlauk......um það leyti sem hann kom heim með hvítlaukinn vaknaði Hermann hágrátandi og leið greinilega mjög illa. Eftir smá stund í mömmufangi náði hann til að sofna aftur. Á meðan skar Raggi niður hvítlauk og setti í grisju. Þegar ég svo setti hvítlaukinn að eyranu á Hermanni vaknaði hann og hélt áfram að gráta. Við héldum hvítlauksgrisjunni að eyranum á honum í ca. 10 mínútur og þá var eins og slökknaði á greyið kallinum. Hann settist upp....hætti að gráta og sagði "allt farið".
Ótrúlegt.....ég veit. En ég hef enga aðra skýringu en að hvítlaukurinn hafi reddað málunum. Þarna var klukkan um hálf 5 og hefur Hermann ekki minnst á eyrað á sér síðan. Er sofnaður í rúminu sínu og mun vonandi ekki þurfa að finna aftur svona til í eyranu sínu.
Lyktin í húsinu er hins vegar annað mál.....hún fer örugglega ekki næstu daga!!
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvítlaukurinn er merkilegur.Þegar við systkinin mín fengum hér ýmsar pestir einsog gengur og gerist,þá kom móðir okkar oft með hvítlauk okkur til hjálpar,síðan eru liðin um fjörtíu ár.Seinna meir höfum við mörg systkinin komið börnum okkar til að læra inná mátt lauksins,lýsi og hrár laukur er góð blanda en þó í hófi.Gangi ykkur sem best.
Númi (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:07
Snilld, ég prófa þetta næst ;)
Kristbjörg Þórisdóttir, 21.2.2008 kl. 21:20
Skítt með smá hvítlaukslykt ef að litla gaurnum er batnað
Anna Gísladóttir, 21.2.2008 kl. 21:28
Ég hef þetta í huga
Elín Hulda (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:06
Hvítlaukur er karftaverk. Þar sem ég hef fengið í eyrun oftar en 100 sinnum þá er hvítlaukur sem er meðalið. Knúsaðu Hemma minn frá mér og góðan bata. Góða helgi og hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 22.2.2008 kl. 17:30
já Hvítlaukurinn er ótrúlegur....kanski ætti ég að fá mér
Rakel Linda (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 19:13
Gott að Hermanni er batnað í eyranu! Það er greinilegt að gott er að eiga hvítlauk innan seilingar ef eyrnabólgudraugurinn kemur í heimsókn;)
Vonandi er heilsufarið á heimilinu í góðum gír!!
Bestu kveðjur af Húsavíkinni;)
Þórunn og kó
Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.