27.2.2008 | 12:42
Meira eyrnavesen!!
Í gærkvöldi vaknaði litli kallinn minn upp og kvartaði um í eyranu....aftur!! Hann hefur ekkert kveinkað sér í næstum heila viku, eða síðan hann fékk síðast verk og við lögðum hvítlauk við eyrað. Ég reyndi aftur hvítlaukinn í gærkvöldi en það virkaði ekki eins vel. Eftir verkjastillandi stíl sofnaði hann og svaf til verða 2, þá vaknaði hann aftur upp grátandi og var alveg friðlaus. Eftir annan stíl og mikið knúserí þá sofnaði hann aftur....sitjandi!! Jamm....við fjölskyldan sváfum það sem eftir var nætur sitjandi í rúminu okkar. Sem betur fer eigum við rafmagnsrúm svo við gátum hækkað bakið og sofið þannig:) Í morgun vaknaði svo prinsinn alveg ferskur og kvartaði ekkert. Við hringdum samt í lækninn í morgun og fengum tíma í hádeginu. Ég fór með Hermann því Raggi fór á einhverja sýningu í öðrum bæ með bekknum sínum og þurfti ég heldur betur að taka á honum stóra mínum í dönskunni. Ég klóraði mér fram úr öllu viðtali á dönsku (utan við eitt orð sem ég sagði á ensku) og skildi bara allt sem læknirinn sagði.....þokkalega sátt við mig núna, hehe:)
En semsagt....byrjun á eyrnabólgu var það heillinn og pilturinn kominn á Penicilin.....ekki mikil gleði með það hjá minni, enda ekki mikill Penicilin aðdáandi og sem betur fer hefur Hermann fengið mjög takmarkað af því lyfi á sinni lífstíð. Við eigum svo að koma aftur eftir 3 vikur. Vinstra eyrað var sem betur fer í lagi og rörið er þar enn á réttum stað. Ég náði meira að segja til að útskýra þetta röravesen fyrir lækninum og átti hann ekki til orð yfir þessari meðferð sem Hermann fékk í fyrra á því eyra sem leiddi til rörsins. En hann spurði hvort Hermann væri búinn að fara í heyrnarmælingu og þurfum við sennilega að skoða það í nánustu framtíð. Því svona sýking eins og hann fékk í fyrra getur leidd til heyrnarleysis/deyfðar. Vonum samt að svo það hafi ekki orðið.
Í fyrsta skipti í nótt upplifði ég að þurfa að vaka með grátandi barni og fékk það mig til að hugsa um alla þá foreldra sem lendi í að ganga um gólf með börnin sín nóttu eftir nótt.....jeminn hvað það hlýtur að vera erfitt. Ég átti erfitt með að gráta ekki með honum....og þetta bara ein, já eða hálf nótt!!
En enn og aftur sannar Hermann fyrir mér hvað hann er góður og duglegur. Við mættum til læknisins of snemma og þurftum að bíða á biðstofunni í korter. Um leið og við komum þangað inn fór hann að hvísla án þess að vera beðinn um það. Hann teiknaði og skoðaði bók allan tímann án þess að heyrðist múkk í honum. Inni hjá lækninum sat hann kyrr allan tímann sem hann var skoðaður, tvisvar í hvort eyra og sagði ekki orð. Fékk svo litla risaeðlu í verðlaun sem hann þakkaði fyrir og er alsæll með. Við brunuðum svo í apótekið til að leysa út lyfið og þurftum að bíða þar í næstum hálftíma. Allan tímann stóð hann og beið og sagði ekki orð. Ótrúlegur 3ja ára gutti!!
Þegar við komum heim tók hann lyfið sitt mótmælalaust (þrátt fyrir að bragðið hafi verið mjög vont) og fékk svo klaka og súkkulaði í verðlaun fyrir dugnaðinn.
Já maður er sko blessaður með yndislegt barn......vonum svo bara að eyrnavesenið sé búið!!
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, ekki gott á litla snúð, vonandi jafnar hann sig sem fyrst;)
Kv. Steinunn
Steinunn og co. (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 08:11
Ekki gaman að fá svona illt í eyrað. Er sjálf að fara í gegnum þetta með Selmu Dóru svo í vitni í lækninn "hún er með alvöru eyrnabólgu í báðum". Við erum heppnar að hafa ekki þurft að vaka margar nætur yfir börnunum okkar.
Elín Hulda (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 16:51
Vonandi nær hann sér fljótt kúturinn litli. Bata kveðjur til hans. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 28.2.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.