3.3.2008 | 11:30
Það verður keisari!
Fór í 19. (22.) vikna sónarinn í morgun og var yndislegt að sjá litla krílið sprikla á fullu. Allt gekk vel og kom skoðunin mjög vel út utan við eitt atriði sem þarf að fylgjast betur með. Nýrun eru of stór og þarf ég að fara aftur í sónar á 32. viku og þá verður metið hvað þarf að gera. Ef þau eru enn of stór þá þarf að fylgjast vel með krílinu þegar það fæðist. Vona bara að þetta "gangi til baka" svo allt verði í lagi þegar það kemur í heiminn. Það jákvæða í þessu er að ég fæ að fara í sónar aftur og þá verður barnið orðið svo stórt að það verður örugglega mikil upplifun að sjá það:)
Eftir sónarinn fórum við í viðtal hjá lækni til að ræða fæðinguna. Ég varð mjög glöð að vita það að þegar konur hafa gengið í gegnum fæðingu eins og ég fór í með Hermann og rifnaði eins og ég gerði þá fá þær að velja hvort þær vilja keisara eða ekki. Þannig að það var ekkert mál að fá það í gegn! Áætlaður keisari er í byrjun júlí en nánari dagsetning verður ákveðin síðar. En það er gott að þetta er ákveðið:)
Veðrið í Horsens er frekar vetrarlegt akkúrat núna....kyngir niður snjólufsum en samt logn og 4 stiga hiti....frekar spes:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ,
vonandi hægja nýrun aðeins á sér (í vexti). En gott að heyra að þú færð að fara í keisara. Ég fylgist vel með þér Berta mín.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Elín Hulda (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 12:43
Frábært að þú ferð í keisara. Vona að það verði í lagi með nýrun. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 3.3.2008 kl. 17:31
Gott að heyra að það hafi ekki verið neitt mál að komast í keisarann...er alveg viss um að nýrun verða í góðum gír!!
Góðar kveðjur til ykkar allra
Hulda (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:29
Sæl Berta mín! Gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur, við förum nú ekkert að stressa okkur á of stórum nýrum! Vonandi verður þetta allt í lagi við næstu skoðun. Ég er fegin fyrir ykkar hönd að búið er að ákveða keisara svo ekki þurfi að kvíða einhverri stífni hjá læknunum með það. Það styttist nú í það að ég fái að sjá ykkur og knúsa, hlakka alveg ofsalega mikið til.. Kveðjur og kossar til ykkar allra, kveðjur tengdó.
Tengdó (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:10
Til lukku með keisarann;) Það hlýtur nú að vera þungu fargi af þér létt, bara að fá það á hreint.
Leiðinlegt að heyra að nýrun séu ekki í réttri stærð, ég vil nú reyndar bara meina að þeir kunni ekkert að reikna svona á 23. viku, þú veist vanir að gera þetta á 19. og 20. viku, þú skilur. Vonum að þetta sé ekkert alvarlegt:)
Bestu kveðjur til ykkar.
Steinunn og co.
Steinunn og co. (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.