6.3.2008 | 18:25
Byrjuð í mömmuklúbbi:)
Í morgun var fyrsti mömmuklúbbshittingurinn minn. Ég var aldrei í neinum svona klúbbi þegar ég gekk með Hermann en hef svo sannarlega þörf fyrir félagsskapnum núna.
Við hittumst í morgun kl 10 heima hjá Steinunni vinkonu hér í mosanum og vorum við fimm alls. Planið var að vera sex en ein var komin að því að fæða þannig að hún gat ekki mætt.
Í hópnum eru bæði stelpur sem ég þekki en líka stelpur sem ég hafði aldrei hitt áður. Við náðum allar mjög vel saman, gátum rætt um fyrri fæðingar og allt sem fylgir óléttunni. Það sem er svo frábært er að ein er búin að eiga og kom með litluna sína í morgun, sem gerir þetta allt enn raunverulegra:)
Við höfum ákveðið að hittast einu sinni í viku, næst heima hjá mér og er planið að fá okkur morgunmat saman og fara svo í göngutúr.....algjör snilld.
Ég hlakka mikið til að kynnast þessum stelpum betur og er alveg í skýjunum yfir að vera komin í svona mömmuklúbb:)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært Berta mín :)
Alveg það sem þú þarft á að halda núna...gaman að spjalla við þær sem eru í þínum sporum..
Bestu kveðjur
Rakel (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 19:27
Glæsilegt hjá þér Berta. Líst rosalega vel á þetta fyrir þína hönd. Hafðu það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 6.3.2008 kl. 22:49
Frábært að heyra! Það er nauðsynlegt að hitta aðra sem eru í sömu sporum og maður sjálfur! Ég sakna þess þvílíkt að hafa ekki farið í mömmuklúbb í 2 vikur núna... úfff en vonandi förum við Hörður Mar að stunda félagslífið á ný eftir helgina:)
Risaknús til ykkar allra,
Þórunn og kó
Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:46
Þetta er bara snild. Virkilega gott framtak hjá ykkur.
Elín Hulda (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.