15.3.2008 | 19:28
Páskafrí....jibbý!!
Þá eru bæði Raggi og Hermann komnir í páskafrí og er markmiðið að gera sem mest úr næstu dögum. Tengdamamma og Ásta mágkona koma til okkar á skírdagskvöld og hlökkum við voða mikið til að fá þær....enda ekki séð neinn úr fjölskyldum okkar í hálft ár og er mikill söknuður í gangi. Ekki spillir heldur fyrir að með tengdamömmu og Ástu í för eru nokkur stykki íslensk páskaegg og fleira góðgæti...hehe:)
Í gær átti Kolla vinkona afmæli og var okkur boðið í heljarinnar teiti í gærkvöldi. Maturinn var ekkert venjulega góður og flottur (en það er svo sem ekki við öðru að búast hjá frú Kolbrúnu:) og var m.a. gripið í makaspilið "Mr. og Mrs. Smith" þegar leið á kvöldið og var mikið hlegið og gantast yfir því:)
Til hamingju með daginn elsku Kolla og takk fyrir okkur í gær.
Dagurinn í dag var tekinn rólega fram að hádegi en þá var ræst heim til Kollu og co í afganga.....enda nógur matur eftir í aðra stórveislu:) Við fjölskyldan fórum svo í góðan sveitarúnt með Hermann sofandi í aftursætinu, alveg búinn á því greyið eftir kvöldskemmtunina í gær. Planið var svo að fara í heimsókn til Sigga frænda og co en þau voru ekki heima þannig að við skelltum okkur bara á McDonalds og fengum okkur einn haugskítugan hambó. Eftir átið fórum við svo í fínan göngutúr í góða veðrinu......algjör snilld veðrið í dag, sól og blíða og blankalogn:)
Á morgun er planið að gera eitthvað meira skemmtilegt með Hermanni.....fara í Bygholm park, í Matsbypark í Fredericia eða eitthvað annað. Eftir helgina ætlum við svo að fara á grensann og til Flensburgar, til Veijle og fleira skemmtilegt.
Semsagt góðir dagar hjá okkur á "Hesteyri":)
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vildi óska að ég væri að fara með ykkur í þessar ferðir. Bara gaman í svona ferðum. Njótið tímann vel. Skil vel að þið bíðið eftir familyunni. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 15.3.2008 kl. 20:36
Við eigum einmitt líka von á frábærum gestum frá Íslandi með fulla ferðatösku af góðgæti! Erum alveg að fara "ufrum" af spenningi! :D Vonandi hafið þið það sem allra best í páskafríinu. Kveðjur frá Kalí
Hulda (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 15:12
ég held að ég sé meira spennt en þið að koma!!! líður eins og 5ára barni að bíða eftir jólunum heheheheh....
páskaeggin eru reddí og bíða bara eftir að vera borðuð;)
hlakka til að sjá ykkur eftir 4 daga..
kveðja úr blíðunni á íslandi
ásta
ásta (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.