11.4.2008 | 11:50
Eyrnafréttir!!
Var í mömmuklúbb í gær þegar það var hringt frá leikskólanum og mér sagt að Hermann hafi meitt sig. Vegna tungumálaskilningsleysis hjá mér þá skyldi ég bara að hann hafi meitt sig, blóð, kannski slysó en voða lítið annað. Ég rauk því bara af stað, hringdi í Ragga á leiðinni og sagði honum að hann þyrfti örugglega að koma með mér á slysó. Þegar ég kom niður á leikskóla þá sat Hermann greyið í fanginu á leikskólakennara grátandi og hafði hann þá meitt sig á þumalfingri. Enginn sá hvað gerðist en talið var að hann hafi klemmt sig á útidyrahurðinni og sagði Hermann svo vera. Þar sem mikið hafði blætt úr fingrinum og greinilegur skurður komið þá vildu þær að ég færi með hann til læknis eða slysó og því ákváðum við að hringja í heimilislækninn hans sem kippti honum inn "med det samme". Sem betur fer var skurðurinn grunnur og puttinn ekki brotinn þannig að sárið var bara sótthreinsað og plástur settur á. En fyrst við vorum komin til læknisins þá sögðum við honum að þrátt fyrir að Hermann væri búinn með sterka pensilín skammtinn sinn þá myndi ennþá vella úr eyranum á honum. Þetta þótti lækninum ekki nógu gott og hringdi í heyrnarsérfræðinginn (sem við eigum tíma hjá þann 28.) og sagði honum að ekki væri hægt að bíða lengur og hvernig staðan væri. Því fengum við tíma strax í morgun fyrir Hermann sem við að sjálfsögðu þáðum með þökkum.
Í morgun fórum við því með Hermann til heyrnarsérfræðingsins (háls-nef og eyrnalæknisins) og eftir um klukkustundarbið á biðstofunni vorum við kölluð inn. Læknirinn var alveg yndisleg ung kona sem Hermanni leist voða vel á. Í ljós kom að sýkingin í eyranu á Hermanni er ennþá mikil og því ekki nokkur leið að sjá inn í hljóðhimnu. Þrátt fyrir að hún hafi ryksugað eins mikinn merg út úr eyranum á honum og hún gat þá var það ekki nóg til að sjá alveg inn. Hann fékk því dropa í eyrun sem hann á að fá tvisvar á dag næstu 8 daga og svo eigum við að koma aftur þann 28. apríl og þá verður ákveðið með framhaldið og heyrnarmælt. Hún gat heyrnarmælt hægra eyrað og það kom vel út:) Svo er bara að vona að þetta lyf virki núna og hljóðhimnan grói af sjálfu sér svo hann þurfi ekki að fá önnur rör.
Það sem mér finnst svo gott hér í Danmörku er hvað þeir læknar sem við höfum kynnst eru yndislegir og "mannlegir". Framkoman við Hermann er í alla staði frábær og hefur þetta orðið til þess að öll læknahræðsla (sem var svakalega eftir að læknirinn misþyrmdi honum í fyrra) hefur horfið og hann gerir allt sem hann er beðinn um án þess að hika. Læknarnir leyfa honum alltaf að vera með í öllu sem þeir gera, ýta á takka á tækjum, skoða skjáina, prófa sjálfur og svo er honum hrósað í hástert og gefið verðlaun. Margir læknar á Íslandi mættu taka sér þetta til fyrirmyndar, þó að þeir séu að sjálfsögðu jafn misjafnir og þeir eru margir.
En svona standa semsagt eyrnamálin að þessu sinni.
Góða helgi öll sömul og farið varlega í umferðinni.....hrikalegt að heyra um öll bílslysin á Íslandi síðustu daga:(
Tenglar
ERTU AÐ KOMA TIL HORSENS?
Gisting og afþreying í Horsens og nágrenni
- Matsby legepark Líkt Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík
- Gamli bærinn í Aarhus
- Randers regnskov Ótrúleg upplifun
- Tívolí í Aarhus
- Djur sommerland Ómissandi
- Givskud....dýragarður Frábær dýragarður og leiksvæði
- Legoland Allir þurfa að fara þangað allavegana einu sinni
- Gistihús Fínt fyrir hóp eða stóra fjölskyldu
- Eddugisting Frábært að gista þarna:)
VINIR MÍNIR
Hvað er maður án góðra vina??
FJÖLSKYLDAN
Þeir nánustu**
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu það gott líka Berta mín og vonandi fara þessi eyrnamál að taka endi
Anna Gísladóttir, 11.4.2008 kl. 12:24
Gott að hann meiddi sig nú ekki mikið stubburinn! Talandi um lækna...held ég verði að flytja nokkra með mér heim héðan frá USA, hef aldrei hitt eins almennilega lækna! Vonandi eigið þið góða helgi - kveðjur úr sólinni í Kalí!
Hulda (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 16:31
Æðislegt að heyra. Hermann þú ert hetja!! Góða helgi og hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 11.4.2008 kl. 18:25
Æ æ æ, ekki gott að klemma litla putta en bót í máli að hann var óbrotinn. Það er þó sennilega auðveldara að eiga við klemmdan putta heldur en vesen í eyrum!! Vonandi fer þetta nú að komast á rétt ról hjá Hermanni litla! :)
Góða helgi góða fjölskylda,
Þórunn & co
Þórunn & Hörður Mar (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 21:40
Góða helgi sömuleiðis Berta mín !
Kristbjörg Þórisdóttir, 12.4.2008 kl. 11:31
Gott að heyra að það fór ekki verra með puttann !! og að eyrnamálin séu aðeins að skýrast !! Ég var svakalegt eyrnabarn og Hermann fær alla mína samúð !! annars sé þig á morgun í "mömmó" kveðja Didda
Didda í mömmó ;) (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.